Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 12

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 12
Texti: Halla Bára Gestsdóttir Myndir: Gunnar Sverrisson Anna Ringsted missti ungan son sinn í bílslysi fyrir tœpum Spennu Fannar, sonur Önnu, lést vorið 1996, þá að verða 18 ára. Hann hafði haft bflpróf í tæpt ár þegar hann lenti í bflslysi ekki langt frá heimili sínu, Þórustöðum 4 í Eyjafjarðarsveit. Slysið og dauði Fannars fengu Önnu til að líta í kringunt sig í umferð- inni og hún sá skelfilega sjón, að eigin sögn. „Ég fór ekki að taka eftir því hversu bílbella- notkun er áfátt fyrr en eftir slysið,“ segir hún. „Þá á ég ekki eingöngu við unga fólkið heldur ekki síður þá sem eldri eru. Einnig þá sem ekki spenna börn niður í bíl og leyfa þeim að vera lausum. Hvað fær fólk til að gera slíkt? Að spenna ekki á sig beltið er eins og að setjast upp í hurðalausan bíl og keyra af stað. Þar er átt við nákvæmlega sama öryggisat- riðið.“ Önnu er mikið niðri fyrir þegar hún talar urn þetta og greinilegt að bætt umferð- aröryggi er ofarlega í huga hennar, sérstaklega þegar horft er til unga fólksins. Fannar var ekki í bílbelti þegar hann lést og það er nokkuð víst að hann hefði lif- að bflslysið af hefði hann ver- ið í belti, þar sem hann kastaðist út úr bílnum og lést samstundist. „Það er nánast óbærilegt að vita til þess og ég væri skrítin ef ég segði annað. Það er ekkert leyndar- mál að ég var óskaplega reið við Fannar eftir slysið, því það síðasta sem ég sagði við hann áður en ég kvaddi hann hérna á hlaðinu var, „ spenntu beltin“. En á leiðinni heim um morguninn...,“ Anna hikar en heldur svo áfram, ...“æi, maður veit svo sem ekki hvað gerðist. Það sá nánast ekkert á Fannari eftir slysið. Hann var með örlítið sár á hnakkanum. Þetta gerð- ist á sekúndubroti. Læknirinn okkar sagði að Fannar hefði ekkert kvalist. Ég var afskap- lega fegin að heyra það.. en blákaldur veruleikinn: Hann lést í bílslysi, hann notaði ekki bflbelti!" Fannar hafði farið til Akur- eyrar í partí ásamt félögum sínum. Hann var á bíl bróður síns og ætlaði sér ekki að koma heim um nóttina. Hann fékk hins vegar nóg af partí- inu og ákvað að fara heim í sveitina. „Ég frétti þetta allt saman síðar frá vinum Fann- ars því það spruttu upp ótrú- legar sögur í sambandi við þetta slys, m.a. að hann hefði verið drukkinn. Við fengum það þó staðfest að svo hefði ekki verið og innst inni vissi ég alltaf að svo hefði ekki verið. Sögurnar gengu það langt, að vini Fannars, sem Fannar hafði skutlað heim urn nóttina, var kennt um slysið. Hann fékk meira að segja hugleikin. Hún hefur ákveðnar skoðanir á því hvað betur megi fara í þeirri baráttu og teiur að unga fólkið, sem í mestum áhættuhópi þegar kemur að bílslysum, þurfi að beita sameiginleg- um kröftum sínum til að vekja jafnaldra sína til umhugsunar um að aldrei verði umferðinni. Sú staðreynd að lifað slysið af hefði hann veri harður og sársaukafullur Vinir og skólafélagar Fannars settu upp þetta skilti daginn sem Fannar hefði orðið tvítug- ur. Það er rétt við slysstaðinn og ekki langt frá heimili hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.