Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 25

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 25
ðasta sambúðarvandamálið frumorsök getuleysis. Hér á landi var staddur á dögunum bandarískur sál- fræðingur William Seabloom sem hefur sérhæft sig í vanda- málum tengdum kynlífi og kynhegðun. Dr. Seabloom tel- ur að getuleysi stafi meðfram af líkamlegum orsökum en þær séu aldrei það eina sem að baki liggi. Getuleysi eigi sér einnig rætur í því hvernig kynhlutverk vestrænna karl- manna sé mótað í uppeldinu. „Karlmenn eru 7-9 ára gamlir þegar þeir hafa full- mótaðar hugmyndir um kyn- hlutverk sitt (sexuality). Þá þegar eru þeir þess fullvissir að náin samskipti við kyn- bræður sína séu óæskileg. Hugsanlega er þetta hræðsla við að það bendi til þess að þeir séu samkynhneigðir. Vestrænir karlmenn leita til kvenna frekar en karla með vandamál sín. Þeir hafa til- hneigingu til að trúa að konan eigi að geta uppfyllt allar þeirra þarfir en hún getur það ekki, fyrst og fremst af því hún er ekki sama kyns. Þeim er líka kennt að karl- mennska felist í að ná og halda stinningu í hvert sinn sem reynt er að hafa samfarir. Staðreyndin er hins vegar sú að það er aðeins lítill hluti kynlífs sem byggir á stinningu eða aðeins örfáar mínútur. Það eru til æfingar sem hægt er að stunda sem hjálpa mönnum að ná stinningu án lyfja og einnig eru til kennslu- myndbönd sem sýna aðferðir til að fá fullnægingu án stinn- ingar. Ég þekki og veit um menn sem komnir eru yfir sjö- tugt sem lifa góðu og fullnægj- andi kynlífi án þess að ná stinningu." En hvað getur kona gert þegar getuleysi verður vanda- mál í ástarsambandi? „Mikilvægt er að konan muni að hún ber ekki ábyrgð á getuleysi karlmannsins. Hver og einn verður að taka ábyrgð á eigin lífi og tilfinn- ingum. Kynlífið er yfirleitt það fyrsta sem lætur undan ef samskipti fólks eru á fallanda fæti enda návígið þá mest. í mínu starfi skoða ég öll sam- skipti fólks en vegna sérþekk- ingar minnar á kynlífi og kyn- hegðun manna kem ég fljótt auga á þau vandamál er tengj- ast kynrænni upplifun. Ég tel að fólk eigi að koma inn í sambönd sjálfstæðir og heil- steyptir einstaklingar og styðja hvert annað sem slíkir. Það verða seint vanmetin áhrif kynrænnar upplifunar barna á kynlíf einstaklingsins þegar hann er orðinn fullorð- inn. Ég tel að við verðum að rannsaka þennan þátt mun mikil áhrif á vandann, kvíði og þunglyndi geti komið í kjölfar- ið enda verði menn á besta aldri ekki getulausir og hristi aðeins hausinn yfir því. Hvernig geta hjón brugðist við þegar getuleysi gerir vart við sig? Fyrsta boðorð: Talið saman. Fyrstu viðbrögð flestra eru að reyna að þegja vandamálið í hel. Um þetta þurfi tæpast að tala enda sé ólíklegt annað en að það lagist. Reynsla sér- fræðinga er sú að vandinn verður frekar viðvarandi ef hann er ekki ræddur en ef rætt er um hann frá byrjun. Helstu orsakir getuleysis Reykingar, óhollt mataræöi og áfengisdrykkja geta orsakað getuleysi. Ýmis lyf geta haft þessar aukaverkanir og ýmsir sjúkdómar s.s. sykur- sýki, taugasjúkdómar, æðaþrengingar, hjartasjúkdómar og sumar skurð- aðgerðir geta haft þessar hliðarverkanir. betur en þegar hefur verið gert til að öðlast dýpri skilning á þessari hlið mannlegs lífs.“ William Seabloom vill taka það fram að hann þekkir best til bandarísks samfélags og byggir skoðanir sínar á því. Hann segist hafa haft sam- vinnu við fólk í sama fagi á Norðurlöndum og hann hafi á tilfinningunni að samfélag okkar sé opnara gagnvart kyn- ferðismálum og taki á þeim á heilbrigðari hátt en gerist í Bandaríkjunum. Þorsteinn Gíslasson, þvag- færaskurðlæknir, segir að bæði líkamlegar og geðrænar orsak- ir séu fyrir getuleysi. Mikil- vægt sé að greina vandann og bregðast síðan við honum. Hann segir að læknar séu al- mennt sammála um það í dag að líkamlegar orsakir liggi að baki getuleysi í þremur af hverjum fjórum tilfellum. Þetta sé afskaplega ólíkt því sem áður var talið en fyrir svo sem aldarfjórðungi hafi verið talið að getuleysi væri í 90% tilfella andlegt vandamál. Þor- steinn segir engan lækni hugsa á þeim nótum í dag þótt and- legt álag geti vissulega haft Búist ekki endilega við hinu versta. Þótt getuleysis verði vart er ákaflega ólíklegt að eiginmaðurinn hafi misst áhuga á konu sinni eða að um óyfirstíganlegan vanda sé að ræða. Rannsóknir sýna að í langflestum tilfellum stafar vanlíðanin af öðru en óham- ingju í hjónabandi og utanað- komandi erfiðleika tekst flest- um hjónum að yfirstíga í sam- einingu. Það er enginn sekur. Farið ekki undir eins að velta fyrir ykkur hvað það sé sem þið gerið rangt eða hvort eitthvað sem þið segið geti hellt olíu á eld. Sektarkennd annars hvors eða beggja hindrar ykkur í að takast á við vandann. Reynið heldur að styðja hvort annað og verið hreinskilin í stað þess að láta einhver orð ósögð af misskilinni tillitsemi. Njótið samverunnar. Munið að hægt er að njóta kynlífs á marga vegu. Samfarir eru ekki nauðsynlegar til að veita mak- anum ánægju. Hægt er að njóta mikillar kynrænnar vellíðunar án fullnægingar. Hrósið makanum. Gefið honum til kynna á allan hátt að þið metið hann og væntum- þykjan sé söm og áður ef ekki meiri og þetta á við um bæði hjónin. Karlmenn átta sig nefnilega oft ekki á því að margar konur upplifa getu- leysi þeirra sem höfnun og trúa því að skortur þeirra á aðdráttarafli sé frumorsökin. Farið í frí saman. Oft getur það að skipta um umhverfi og njóta afslöppunar frá daglegu amstri gert kraftaverk. Veljið ykkur rómantískan stað og gjarnan stað sem tengist góð- um minningum ykkar beggja. Hikið ekki við að leita hjálpar. Algengt er að fólk forðist í lengstu lög að leita sér aðstoðar sérfræðinga. Feimni, hræðsla og fordómar halda aftur af mörgum en sama almenna reglan gildir um öll vandamál. Því lengur sem beðið er með að leysa þau því verri verða þau viður- eignar. I? x <A 2. 5' (O (D o* c ■« </> 2. 5' a> t </> o. o« Helstu úrræði við getuleysi: Testósteron inngjafir eða plástrar. Karlhormónið testósterón er nauðsynlegt til að líkamstarfsemi karlmannsins virki sem skyldi og stundum minnkar framleiðsla þess í líkama karlmanna eftir miðjan aldur. Konur á breytingaskeiði taka einnig stundum estrógen (kvenhormón) til að bæta líðan sína. Sprautur: Menn geta sprautað sig með prostaglandíni sem hefur þau áhrif að slaka á mjúkum vöðvavefum í limnum og auka þannig blóðflæði til hans. Kostur- inn við þessa meðferð er að stinningin virkar fullkomlega eðlileg. Aukaverkanir eru fáar en í sumum tilfellum geta menn fundið fyrir sársauka og einstaka menn upplifa óeðlilega langa stinningu. Litlir stílar með prostaglandíni sem smeygt er inn í þvagrásina með mjóum þar til gerðum leggjum. Aukaverkanir eru sjaldgæfar en þess eru dæmi að menn finni fyrir verkjum, einkum við þvaglát. Töflur: Viagra töflurnar hafa enn ekki verið leyfðar á Islandi nema gegn lyfseðli frá læknum og eru þeir háðir samþykki lyfjaeftirlits. Kostir Viagra eru þeir að lyfið veldur ekki stinningu sjálfkrafa. Það hefur hins vegar þau áhrif að blóðflæði til limsins eykst og karlmaöurinn er líklegur til aö svara kynörvun. Aukaverkanir eru fáar en örfáir kvarta undan þrálátum höfuðverkjum, meltingartruflunum og vöðvaverkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.