Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 33

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 33
I I Grænla Forsíða Samúels árið sem Edda tók þátt í keppninni um Ungfrú Hollywood. var yngsta dóttirin látin bera nafn hennar. „Já, ég er búin að vera f barnastandi í tuttugu og tvö ár,“ segir Edda. Edda hefur alla tíð verið ævin- týragjörn og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna en umfram allt tekur hún sjálfa sig ekki of al- varlega. Hún tók þátt í keppninni Ungfrú Hollywood árið 1979, mest til að gera kunningja greiða. „Ég ætlaði ekki að taka þátt í keppninni. Ólafur Hauksson kom til mín og bað mig að skrá mig til að brjóta ísinn. Illa gekk að fá stúlkur til að taka þátt og hann taldi að þetta gæti orðið til að ýta skriðunni af stað. Á þessum árum voru hraðskreiðir bílar mitt aðaláhugamál en ég var svo sannarlega engin skvísa. Nú, ég skráði mig í keppnina og sfðan gerðist ekki neitt meira í nokkra mánuði. Ég átti barn fyrir og varð ófrísk af öðru meðan ég beið eft- ir að keppnin færi fram. Ég var svo alveg komin á steypirinn þegar við loks gengum fram pall- inn kvöldið sem keppnin var haldin. Já, svona er þetta. Lífið er leikur líka og hlutirnir þurfa ekki alltaf að vera mjög hátíðleg- ir. Annars var sérlega gaman að taka þátt í þessari keppni; skemmtilegt og kátt fólk sem stjórnaði og tók þátt. Ég man að það var mikið hlegið meðan við undirbjuggum og héldum keppn- ina.“ Edda Björnsdóttir Lyberth er augljóslega jafn einstök kona og landið sem hún býr í er sérstætt. Hún segir að flestir sem komi til hennar verði hissa á hversu gró- ið og hlýtt umhverfið sé í raun á sumrin. „Fólkið hér lifir á tuttugustu öldinni og er mjög tæknivætt. Aðgangur að Internetinu er nán- ast á hverju heimili og flestir eru með faxtæki. Hér eru allir í mikl- um tengslum við umheiminn en svo breytast menn í veiðimenn á sumrin og stunda hefðbundna sjómennsku og veiðar. Fólk hér fær því allt það besta út úr tilver- unni án þess að þjást af of miklu stressi.“ Vikan 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.