Vikan


Vikan - 12.04.1999, Síða 34

Vikan - 12.04.1999, Síða 34
Umsjón: Marentza Poulsen Myndir: Bragi Þ. Jósefsson Það leynir sér ekki að vorið er á næsta leyti. Búðirnar eru fullar af vorvörum, björt- um litum og léttleika. Farið er að birta og mikill vorhugur í fólki. Væri ekki kjörið að lengja þetta yndislega tíma- bil með því að nota léttari og bjartari liti á heimilinu og á sjálfan sig. Einnig er kjörið breyta aðeins til í mataræð- inu og borða léttari og ferskari fæðu. Það er jú smá möguleiki að ná af sér nokkrum kílóum áður en bík- inítíminn fer í hönd. Franskt kjúklingasalat (fyrir fjóra) 1 stk. lítill kjúklingur, grillaður og kœldur 5 - 6 sneiðar beikon 2 stk. perur 1 msk. sítrónusafi 2 msk. ólífuolía salt og pipar úr kvörn 1 stk. salathöfuð baunaspírur Þunnar paprikusneiðar ogferskt dill til skrauts Sósa: 1 dl sýrður rjómi, 18% 1/2 -1 tsk. franskt sinnep 1 - 2 tsk. rifin, fersk piparrót salt og pipar eftir smekk Aðferð: Skerið kjúklingakjötið í litla bita (á stærð við munnbita). Leifið skinninu að vera á ef það er stökkt og fallegt. Skerið beikonsneiðarnar í litla strimla og steikið á þurri pönnu þannig að þeir verði stökkir. Skerið perurnar í þunnar sneiðar og flysjið og fjarlægið kjarnana úr þeim. Hrærið saman sítrónusafa, ólífuolíu, salt og pipar og dreypið yfir perusneiðarnar. Skerið eða rífið salatið niður. Blandið öllu saman og skreytið með þunnum paprikusneiðum og fersku dilli. Aðferð: Hrærið sýrða rjómanum saman við sinnepið og piparrótina. Kryddið með salti og pipar. Berið dressinguna fram í sér íláti. Sjávarréttasalat (fyrir fjóra) 200 g smokkfiskur 500 g rœkjur 1 dós krœklingur, u.þ.b. 200 g 1 stk. salathöfuð rifinn sítrónubörkur til skrauts Sósa: 3/4 dl. þúsundeyjasósa 1 msk. rjómi 1 tsk. fínsöxuð steinselja

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.