Vikan


Vikan - 12.04.1999, Page 18

Vikan - 12.04.1999, Page 18
Texti: Þórunn Stefánsdóttir ÖMURLEG BRÚÐKAUPSFERÐ! HANN VILL FULLKOMNA ^■MTFTTfjJTm]? -1 GRÆTUR OG VILL FARA HEIM TIL MOMMU! Brúðurin sem vann brúðgumann í útvarpskeppni og við sögðum frá í síðustu Viku, hefur nú lokað sig inni í brúðar- svítunni á Bahamaeyjum og hringir daglega til mömmu sinnar. „Ég vil fara heim,“ segir hún og sér eftir öllu saman. Carla Corsell hefur ekki ennþá sofið hjá Greg, eiginmanni sín- um. Nú eru tvær vikur síðan þau hittust í fyrsta sinn, fyrir framan altarið. Brúðkaupið Nýgift og lukkuleg? Ónei, eftir því sem dagarnir líða verður sambandið stirðara. vakti mikla athygli í heima- landi þeirra, Bretlandi. Þjóðin fylgdist með brúð- kaupinu og uppi voru skipt- ar skoðanir á uppátækinu, sumum fannst hugmyndin frábær, aðrir töku andköf af hneyksl- un yfir uppátæk- inu. En báðir hóp- arnir fylgjast spenntir með frétt- um úr brúðkaups- ferðinni og vilja fá svar við því hvern- ig hjónalífið geng- ur! Greg er orðinn örvæntingarfullur. Brúðkaupsferðin er allt öðru vísi en hann gerði sér í hugarlund og dreymdi um. Ljós húð hans er eldrauð og brunn- in og hann lítur gráðugum augum til ferðafélaga þeirra Cörlu, glæsimeyjar, sem liggur og sólar sig við sundlaugina í hótelgarðinum. Hann segir það hafa fyllt mælinn þegar í ljós kom að Carla kunni ekki einu sinni að skrifa nafnið hans rétt. En hún hefur það sér til afsökunar að hún hafði hvorki heyrt hann né séð fyrr en fyrir tveimur vikum. „Ég er mjög vilja- sterk kona og ég vil ekki sofa hjá Greg, enn sem komið er, vegna þess að ég þekki hann ekki nógu mik- ið. Ég verð að segja honum það til hróss að hann lætur mig alveg í friði. Kannski verð ég reiðubúin að sofa hjá honum eftir nokkra daga, kannski ekki fyrr en eftir marga mánuði. Ég bíð þangað til rétti tíminn kem- ur.“ Greg krossar fingurna og vonar að „rétti tíminn“ komi sem fyrst. „En ég þekki hana orðið það vel að ég veit að ég enda með glóð- arauga ef ég geng of langt. Þessi bið reynir á taugarnar og ég hef alltof mikinn tíma til þess að velta því fyrir mér hvað gerist þegar við sofum saman í fyrsta sinn. Hvað gerist ef henni finnst ég vera lélegur elskhugi? Þessi heragi sem konan mín beitir er alveg að fara með mig.“ Greg og Carla eru í brúð- kaupsferð á Bahamaeyjum í boði útvarpsstöðvarinnar BRMB í Birmingham á Englandi. Dvölin er hluti af verðlaunum fyrir að vinna keppnina, en auk brúð- kaupsferðarinnar fengu þau í verðlaun nýjan bíl og lúxúsíbúð án leigugjalds í eitt ár. í upphafi brúðkaups- ferðarinnar sögðust þau vera ánægð með brúðkaupið og alla athyglina sem þau fengu og hvað þau hlökkuðu til að fá tækifæri til þess að kynnast hvort öðru. Greg sagðist fúslega bíða með að fullkomna hjónabandið þar til Carla væri reiðubúin til þess. Nú, þegar mesta nýja- brumið er yfirstaðið, er komið annað hljóð í strokk- inn. Carla sólar sig ein á 18 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.