Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 38
Vikan
Grœnt og vœnt
Eiríkur St.
Eiríksson
Það hefur vaxið mðrgum
garðeigendum í augum að
halda vexti limgerða og ann-
arra trjáa í skefjum með
klippingum. Það er eins og
það sé innbyggt í þjóðarsál-
ina í þessu gróðurrýra landi
að það sé glæpur gegn nátt-
úrunni að láta sér detta í
hug að hrófla við blessuðum
trjáhríslunum. Þetta er auð-
vitað algjör firra. Nauðsyn-
legt er að klippa tré og
grisja og ef garðeigendur
treysta sér ekki til þess
sjálfir þá ættu þeir að leita
til fagmanna í garðyrkju-
stétt. Einnig geta áhuga-
samir garðeigendur sótt
frekari fróðleik í
ágæta bók um
trjáklippingar sem
Steinn Kárason,
garðyrkjumeistari,
sendi frá sér fyrir
nokkrum árum.
38 Vikan
Nú er runninn upp sá
tími sem flestir nota
til að klippa limgerði
og grisja trjágróður í heima-
görðum og sumarbú-
staðalöndum. Það hefur lengi
verið útbreiddur misskilningur
að aðeins mætti klippa lauftré
seinni hluta vetrar. Staðreynd-
in er sú að flest lauftré má
klippa hressilega árið um
kring. Víðitegundir og aspir
liggja einkar vel við höggi að
þessu leyti því þessar tegundir
er hægt að brytja niður
hvenær ársins sem er og eng-
um ætti að hrjósa hugur við
því að klippa alaskavíði
þannig að aðeins standi eftir
20-40 sentímetrar af stofnin-
um. Kosturinn við trjáklipp-
ingar seinni hluta vetrar, t.d. í
mars og aprfl, er sá að
auðveldara er að átta
sig á formi og lögun
gróðursins áður en hann
laufgast. Þá er sól komin
nokkuð hátt á loft og alltaf
koma nokkrir góðviðrisdagar í
mars og aprfl sem hægt er að
nota til trjáklippinga.
Svo vikið sé að klippingum
á limgerðum þá eru þær oftast
gerðar af hreinum fagurfræði-
legum ástæðum en einnig eru
limgerði klippt til þess að síð-
ur sé hætta á að þau brotni
niður undan snjóþyngslum.
Almenna reglan er sú að
klippa limgerðin í trapisulaga
form. Reynt er að hafa neðri
hluta limgerðisins ekki meira
en 50-60 sentímetra á breidd
og síðan er gerðið látið
mjókka upp og er æskileg
breidd að ofan 10-30 sentí-
metrar. Alaskavíðir hentar illa
í limgerði í litlum görðum,
enda getur hann stundum vax-
ið vel á annan metra yfir sum-
arið. Brúnum og grænum ala-
skavíði er ekki hægt að halda í
skefjum með venjulegum trjá-
klippum nema í fimm til sex ár
í einu en þá þarf að grípa til
góðrar viðarsagar og helst
saga limgerðið verulega niður.
Þetta má gera í hvaða mánuði
ársins sem er.
BIRKI MÁ KLIPPA ÁRIÐ
UM KRING
Aðrar limgerðisplöntur, s.s.
birki, má ekki skerða eins
mikið og víðinn. Birkið vex
mun hægar en víðirinn og það
er líka auðveldara að móta
með klippingum. Lengi vel
var það nokkurs konar skóg-
gangssök að klippa birki að
sumarlagi en helstu sérfræð-
ingar í trjáklippingum hafa
fyrir löngu sammælst um að
kveða þær gróusögur í kútinn.
Birkið er viðkvæmast á meðan
laufgun stendur og ættu garð-
eigendur að hafa það í huga.
Stök birkitré má einnig
grisja árið um
kring en ef saga
á stórar greinar
af trjánum þá er
réttast að gera það
seinni hluta vetrar
Hér sést hvern-
ig saga.á grein-
ar af birki
Á þessum teikningum sést
hvernig æskilegt er að
forma limgerði og hvað
ber að varast
á meðan þau eru í dvala. Með-
alstórar greinar má stýfa af
hvenær sem er að því tilskildu
að þær séu sagaðar af á réttum
stað (sjá skýringarmynd).
Ymsar grenitegundir henta
ágætlega í limgerði og þær má
ekki síður klippa að sumarlagi
en á útmánuðum. Auðvelt er
að forma grenilimgerði með
klippingum. Skógartré eins og
stafafura eiga tæpast erindi í
litla garða en rétt er að vekja
athygli á því að hægt er að
stjórna vexti stafafurunnar
með því að klippa á vaxtar-
broddana. Þá má láta vaxa s.s.
til hálfs áður en þeir eru
klipptir um miðjuna. Með því
er hægt að fá þéttari vöxt og
minnka umfang trésins.
GEITASKEGG í LIMGERÐI
Víða á snjóþungum svæðum
hafa garðeigendur gefist upp á
hefðbundnum limgerðum.
Þau brotna niður undan snjó-
þunganum og verða sjaldan
augnayndi. Á slíkum stöðum
ætti fólk að huga að því að
nota svokallaða hálfrunna
sem limgerði. í þessum flokki
eru tegundir eins og geita-
skegg (jötunjurt) og reyni-
blaðka. Þessa hálfrunna kelur
yfirleitt niður að rót yfir vet-
urinn en þeir vaxa af krafti
upp frá rótinni að sumarlagi.
Þannig getur geitaskeggið
orðið rúmur metri að hæð og
af því er mikil garðaprýði,
enda eru blómin stór og til-
komumikil. Nokkrir kvistir
geta einnig gagnast í þessu
sambandi en þá er rétt að hafa
í huga að flestir kvistir blómg-
ast mest á veturgamla sprota
og það getur því dregið veru-
lega úr blómgun ef þeir eru
klipptir niður að vori. Und-
antekningar eru þó V
rósakvistur, - •
dögglings-
kvistur og
víðikvistur.
(Heimild: Gróður
& garðcir 1. tbl.
1993 og 2. tbl. 1995)
Rangt
Rett
23E