Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 28

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 28
Mágkona mín eyðilagði hjónaband mitt „Þegar ég kynntist manninum mínum fyrrverandi var ég rétt Ieins og aðrar ungar konur bjartsýn á að tengdafjölskyldan yrði líkt og viðbót við mína eigin en annað átti eftir að koma á daginn. Ég fann strax fyrir því að tengda- móðir mín og systkini mannsins míns töldu mig ekki nógu góða fyrir hann en tengda- faðir minn var ákaf- lega afskiptalítill, jafnt gagnvart mér sem öðrum í fjöl- skyldunni. Maðurinn minn fyrrverandi vildi í fyrstu ekki viður- kenna að ýmis atvik ættu sér stað og orð væru sögð beinlínis til að særa mig. Síðar, þegar andstaðan gegn mér var orðin svo augljós að hún var ekki lengur dulin, bar hann stöðugt í bætifláka fyrir þau og reyndi að fá mig til að skilja viðbrögð þeirra. ■ Eg lagði mig alla fram í fyrstu til að þeim geðjaðist að mér en mætti ekki öðru en kulda. Við vorum í basli, eins og aðrir, fyrstu hjúskaparárin og til að spara bjó ég til allar gjafir sem við gáfum fjöl- skyldunni. Mín eigin fjöl- skylda og vinir mínir eru mjög hrifin af því sem ég geri í höndunum og það er slegist um að fá mig til að vinna gluggatjöld, myndir og litla skrautmuni fyrir heimili þeirra. Ég er menntuð á listasviði og án nokkurrar sjálfumgleði get ég sagt að ég vinn mjög góða muni úr tré og gleri og er lagin við að sauma. Ég mála einnig mér til ánægju og um tíma seldi listagallerí hér í borg verk eftir mig. Þessa muni, sem seldust eins og heitar lummur, hunsaði tengdafjöl- skylda mín hins vegar alveg. Þau þökkuðu fyrir sig með fýlusvip og settu aldrei upp það sem þeim var fært. Tengdaforeldrar mínir búa úti á landi og stuttu eftir að við giftum okkur var okkur boðið að dvelja um páskana hjá þeim, ásamt systkinum hans og fjölskyld- um þeirra. Ég hafði, líkt og ávallt áður, sett birki úr garðinum í vatn og átti fal- legar páskagreinar með brumi. Ég og börnin vorum líka búin að búa til páska- skraut og þetta tók ég með mér í kassa. Á páskadags- morgun vaknaði ég á undan hinum, fór upp í borðstofu, lagði á borðið og skreytti það. Ég notaði kerti, lifandi blóm og birkigreinarnar sem uppistöðu en við hvern disk voru litlir páskaungar. Þegar tengdamamma mín kom niður fylgdist ég spennt með viðbrögðum hennar. Hún leit yfir borðið og sagði kuldalega: „Það er ekki venja hér að skreyta borðið svona mikið.“ Síðan gekk hún um þegjandi og tíndi niður það sem ég hafði sett upp og rétti mér í poka. Éftir þetta sá ég að engu skipti hvað ég gerði, ekkert gæti orðið til þess að þau tækju mig í sátt. Ég hætti því að reyna að geðjast þeim, svaraði fullum hálsi þegar mér fannst að mér vegið og lá ekki á skoðunum mínum ef mér líkuðu ekki gjafir sem þau færðu mér eða börnunum mínum. Enda sá ég ekki að þau sýndu mín- um tilfinningum mikla til- litssemi. Auðvitað urðu þessi viðbrögð mín til að kasta olíu á eldinn. Mág- konu minni varð sérlega uppsigað við mig eftir það og reyndi leynt og ljóst að spilla á milli okkar hjón- anna. Hún á ógifta vinkonu og talaði mikið um hversu ýmsum ljótum nöfnum að ég skyldi reiðast þessu. Meðal annars flokkaði hún það undir taugaveiklun. Um hríð var svo allt kyrrt eða þangað til við lentum í alvarlegum fjárhagsörðug- leikum. Maðurinn minn missti vinnuna og við urðum að selja húsið okkar. Fjöl- skylda hans hafði, líkt og venja er á Islandi, skrifað upp á lán fyrir okkur og nú upphófst mikil orrahríð í hvert sinn sem við gátum ekki staðið í skilum á gjald- daga og tengdafólkinu bár- ust rukkanir. Að sjálfsögðu var eyðslu minni um að kenna hvernig komið var og ég fékk að heyra oftar en einu sinni að ég væri ekki ábyrg í fjármálum. Um þverbak keyrði þegar mág- kona mín hringdi út af kreditkortaskuld sem ég hafði ekki getað borgað, öskraði í símann að ég hefði verið á einu af mínum frægu Um þverbak keyrði þegar mágkona mín hringdi út af kreditkortaskuld sem ég hafði ekki getað borgað, öskraði i sím- ann að ég hefði verið á einu af mínum frægu Visafylliríum og krafðist þess að maðurinn minn klippti sundur kortið að mér ásjáandi. mörgum kostum sú væri búin og hve lík í skapi hún og maðurinn minn væru. Eitt sinn í veislu hjá mág- konu minni dró hún mann- inn minn afsíðis og kynnti hann fyrir þessari vinkonu sinni. Nokkrum dögum síðar hringdi konan heim til okk- ar að áeggjan mágkonu minnar til að biðja manninn minn að aðstoða sig við verk sem hún þurfti að vinna. Mágkona mín kallaði það Visafylliríum og krafðist þess að maðurinn minn klippti sundur kortið að mér ásjáandi. Hún vildi ekkert um það heyra hvað hafði verið keypt með þessu ákveðna Visakorti en það voru skólavörur handa börnunum og matur til heimilisins, ekkert annað. Ég hefði auðveldlega getað sannað það en hún hafði ekki áhuga á að fá að skoða reikninginn. 28 Vikan mmfflmmmmMfflmmmmmmmiMBmmmmm ■nani^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.