Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 27

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 27
FIMM EINFOLD RAÐ TIL ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ FALLEGT OG ÞÆGILEGT. — ERBERGI 5. Ekki spara fallega hiuti. Það er fallegt að setja baðbursta, þvottapoka og sápur sam- an í fallegar körfur og skálar. Einnig má setja sjampó og fljótandi sápur í fallegar, gamaldags glerflöskur til þess að láta þær líta út eins og spennandi ilmolíur í stað hversdags- legra nauðsynja. SNiÐUGAR GEYMSLULAUSNIR Láttu hugmyndaflugið ráða þegar þú þarft að fá þér nýjar geymsluhirslur í baðherbergið. Skápar, hillur, borð, kistur og aðrir hlutir úr viði, sem í raun og veru eru hannaðir með annars konar herbergi í huga, geta ekki síður notið sín á bað- herberginu og gefa því hlýlegt og virðulegt útlit. I öllum baðherbergjum þurfa að vera opnar hirslur þar sem hægt er að geyma fallega hluti, svo sem handklæði og snyrtivörur í fallegum umbúðum. Einnig er nauðsynlegt að hafa lokað- ar hirslur fyrir lyf og aðra hluti sem verða að vera óaðgengilegir börnum. Það er fallegt að nota gamlar hattaöskjur og mynstruð blikkbox til þess að geyma í smærri hluti, svo sem sápur, krem, snyrtivörur og hárvörur, og fléttaðar körfur til þess að geyma í upprúlluð handklæði, stærri brúsa og flöskur og jafnvel blöð og bækur. Vikan 27 1. Hafðu þægilegan stól í baðherberginu. Það er bæði þægilegt og sniðugt að hafa fallegan stól á bað- herberginu, eins og t.d. stólinn sem sýndur er hér á mynd- inni. Auk þess er stólinn upplagður til þess að leggja á fötin sem þú ætlar að klæðast þegar þú kemur upp úr baðinu. Ef plássið er lítið er hægt að nota lítinn koll í sama tilgangi. 2. Falleg handklæði. Ekki fela handklæðin inni í lokuðum skáp. Láttu þau liggja frammi, sérstaklega ef þau eru litrík og falleg eins og þau sem sýnd eru hér á myndinni. Handklæðin setja mjúkan og fallegan svip á baðherbergið, hvort heldur sem þau liggja kæruleysislega yfir stólbaki eða hengd upp á snaga. Einnig er fallegt að rúlla handklæðunum upp og raða þeim í fallega körfu. 3. Skreyttu veggina. Það er ein góð regla sem hafa ber í huga þegar valdar eru myndir á baðherbergisveggina. Þær eiga að láta þér líða vel og koma þér í gott skap. Þú getur notað landslagsmyndir, blómamyndir eða gamlar ljósmyndir. Þumalputtareglan er sú að þú getur hengt á veggi baðherbergisins allt það sem þú myndir hengja upp í öðrum herbergjum hússins. Það er sniðugt að draga fram einn lit og nota hann í myndaramma og gólfmottur. 4. Skreyttu með blómum. Jafnvel þótt þú hafir ekki nema nokkurra sentímetra hillu- pláss skaltu reyna að koma fyrir afskornum blómum og lif- andi plöntum í baðherberginu. Blómin bera fegurð náttúr- unnar inn í herbergið og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þau þrífist ekki. Flestar plöntur elska rakann sem til- heyrir baðherberginu. ÁiiSKfr ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.