Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 63

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 63
...útivist með fjölskyldunni. nú er farið að vora og náttúr- an farin að lifna með ýms- um hætti. Bregðið ykkur út að ganga á einhverju af fjölmörgum útivistarsvæð- um borgarinnar. Elliðaár- dalurinn og Öskjuhlíðin eru yndisleg núna, sömu- leiðis Heiðmörkin og Reykjanesið. Það sakar heldur ekki að vita að vetrarblóm blómstra um eða upp úr 20. apríl. Þau er að finna í hlíðum Esj- unnar og klettunum við Kleifarvatn. með krabbasalati. Salatið er ein- staklega ferskt og Ijúft á bragðið og þegar niðurskorið grænmetið bætist í brauðbát- inn er kominn einstaklega Ijúf- fengur hádegisverður fyrir sársvanga kyrrsetumenn. Vikunnar Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða krossins, er kona Vikunnar. Anna Þrúður er nýkomin úr ferð til Rússlands sem hún fór í ásamt framkvæmdastjóra Rauða kross íslands, Sigrúnu Árnadóttur. Þar sáu þær þá miklu neyð og fátækt sem almenningur í Rússlandi býr við. Ríkisstjórn íslands og Rauði kross íslands hafa nú lagt fram andvirði ríflega 30 milljóna króna í matvælum til Rauða kross Rússlands sem sér um dreifingu þeirra. Auk þess mun Rauði kross íslands leggja fram sex milljónir króna til rússneska Rauða krossins. Helmingnum verður varið til kaupa á matarpökkum, sem dreift verður í afskekktum héruðum í Norðaustur-Rússlandi, en hinn helmingurinn er framlag til að styðja átak gegn berklum sem er gríðarlegt vandamál í Rússlandi. í heimsókninni hafði Anna Þrúður með sér talsvert af fatnaði sem hún færði heimili fyrir rússnesk götubörn. Hún heimsótti einnig átta barna móður sem býr við mikla fátækt og nú hafa þau gleðilegu tíðindi borist henni til eyrna að íslenskar fjölskyldur séu tilbúnar til að styðja hana og börnin hennar. Anna Þrúður þessi mikla hugsjónakona svarar spurningum Vikunnar: Hvað gerir þig glaða? Ég er glaðlynd að eðlisfari og yfirleitt glöð. Ætli gleðin sé ekki mest yfir að geta glatt aðra. Hvað gerir þig sorgmædda? Ég hef aldrei mátt neitt aumt sjá svo það er margt. Mér þykir alltaf erfitt að verða vitni að ofbeldi og misrétti. Það gerir mig ákaflega sorgmædda þótt ég telji mig enga kveif. Á hvað trúir þú? Ég er trúuð kona. Ég trúi ákaflega sterkt á æðri máttarvöld þótt ég geti ekki skilgreint það sem einhvern sérstakan guð. Mín trú er ekki bókstafstrú á biblíuna en ég trúi á hið góða og handleiðslu hins æðra Hvar líður þér best? I hópi góðs fólks. Hvers gætir þú síst verið án í lífinu? Góðrar heilsu. Maður getur og gerir ekki margt án heilsunnar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Ég held að það sé helst hroki og slæmt lundarfar. Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á líf þitt? Ég var mjög náin föður mínum. Ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið hann pabbi sem mest áhrif hefur haft á mig í lífinu. Hann var mikill hugsjónamaður, hafði sterka réttlætiskennd og var mikill húmoristi. Ætli móðir mín standi ekki þarna nærri líka, enda var hún sammála honum í flestu. Hvað heillar þig mest í fari annars fólks? Ætli það sé ekki hreinskilni, hlýja og skemmtilegt viðmót. Hverju myndir þú vilja breyta í lífi þínu ef þu ættir þess kost? Ég hefði kannski viljað fá tækifæri til að mennta mig yngri en ég var þegar ég gekk menntaveginn. Mig langaði óskaplega mikið til að verða læknir. HRINGDU STRAX! %IUGLÍGU1 cí,r’ LS12K SLijaki 525 4468 | - gegn greiðslu þriggja mánaða inná tólf mánaða samning um internetþjónustu! Hrino'ðan Amtsbókasafnið a Akureyri ''lí... Texti: Steingeröur Steinarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.