Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 51
eftir Richard Macker
ekki, þá mun Graff fela lög-
reglunni málið til rannsóknar.
Hann mun einnig láta lögregl-
una vita af öllum morðtilræð-
unum.
Ég fullvissa ykkur um að
Graff er mjög samviskusamur
maður og hann mun gæta
hagsmuna minna, hélt hann
áfram. Framundan yrðu erfið-
ir tímar fyrir ykkur öll. Þið
yrðuð í sviðsljósinu af hræði-
legum ástæðum. Hinn seki
mun hljóta makleg málagjöld.
Ef hann aftur á móti gefur sig
fram hér og nú mun hann fá
að ganga héðan sem frjáls, en
arflaus maður. Eins
og ykkur hefur e.t.v.
skilist gerði ég
erfðaskrá í mörgum
útgáfum. Það fer
eftir því hvert ykkar
myrti mig hvaða
erfðaskrá verður
notuð.
Carl Vinger hall-
aði sér aftur og
kveiki sér í nýjum
vindli. I langa stund
mátti heyra saumnál
detta.
Arild Vinger rauf
þögnina. Hann
sagði lágri röddu:
Segðu mér Graff, eru þessar
aðgerðir löglegar?
Lögmaðurinn lét spurning-
una ekki koma sér úr jafn-
vægi.
Eins og ég hef áður sagt fer
ég í einu og öllu eftir óskum
umbjóðanda míns.
Og hversu mörg myndbönd
ætlar þú að neyða okkur til
þess að horfa á áður en þess-
um skrípaleik lýkur?
Lögmaðurinn benti á stafla
af númeruðum myndböndum.
Það er undir ykkur komið.
Möguleikarnir eru fleiri en
einn og fleiri en tveir. Carl
Vinger var alla tíð sérstaklega
nákvæmur maður.
Það var hann svo sannar-
lega, samþykkti Arild Vinger.
En ekkert okkar myrti hann.
Þessi myndbandssýning er
grófleg móðgun við okkur,
börn hans og erfingja. Við lát-
um ekki bjóða okkur þetta.
Við munum...
Hann þangaði í miðri setn-
ingu og sneri sér í átt að borð-
stofudyrunum.
Þau hin heyrðu það sama
og hann. Háan, hvellan hlátur
sem kastaðist á veggina.
Svo heyrðist einhver hrópa:
Hér er ég, kæru börn!
Joachim Vinger reis upp úr
stólnum. Fæturnir skulfu und-
ir honum.
Heyrðuð þið þetta? Þetta
er pabbi..!
Hann kastaði sér á hurðina.
Arild Vinger kom á hæla hon-
um.
Alveg vissi ég þetta, sagði
hann. Pabbi er alls ekki dáinn.
Hann setti þetta allt saman á
svið til þess að hrella okkur.
Auðvitað, hvíslaði Joachim
Vinger. Við höfðum mátt
segja okkur það. Guði sé lof
fyrir að karlskrattinn er á lífi.
Hann klappaði hálfbróður
sínum á bakið og í fyrsta sinn
þetta kvöldið brostu þeir til
hvors annars. Þeir voru glaðir
og reifir. Svo litu þeir í kring-
um sig í borðstofunni en
komu hvergi auga á pabba
sinn.
Hvar ertu pabbi, hrópaði
Joachim Vinger.
í því hljómaði hláturinn aft-
ur í eyrum þeirra. Arild Vin-
ger benti á stóran skáp sem
stóð í einu horninu.
Hláturinn kom þaðan.
birtist andlit Carl Vinger aftur
á skjánum. í þetta sinn skein
sorg úr andliti hans.
Nú vitum við hver er söku-
dólgurinn. Það varst þú Bente
sem myrtir mig. Og nú hefur
þú komið upp um þig. Þú
varst sú eina sem vissir að ég
var dáinn. Hvar var gleðin í
andliti þínu þegar þú heyrðir
rödd mína. Það eina sem hægt
var að lesa úr því var hræðsla
og kvíði, vegna þess að þú
vissir að leikurinn var tapaður.
En þú ert þrátt fyrir allt dóttir
mín og blóð er þykkara en
vatn. Þess vegna mun ég
standa við orð mín. Þú mátt
fara héðan frjáls ferða þinna.
En ekki fyrr en þú hefur skrif-
að undir skjalið sem staðfestir
að þú afsalir þér þínum hluta
arfsins „af sérstökum ástæð-
um“, eins og Graff orðar það í
skjalinu. Það er það eina sem
Nokkrum sekúndum síðar
höfðu þeir opnað skápinn en
eftirvænting þeirra breyttist
fljótlega í vonbrigði.
Þetta er segulbandstæki,
sagði Joachim Vinger. Nú þoli
ég þetta ekki öllu lengur.
Graff lögmaður gekk til
þeirra og sagði mildilega:
Verið þið svo góðir að koma
aftur inn í arinstofuna. Sýn-
ingin er brátt á enda.
Inni í arinstofunni sat Bente
Vinger Dale, kríthvít í andliti.
Graff lét nýja spólu í mynd-
bandstækið. Andartaki síðar
stendur þér til boða. Ef þú
skrifar ekki undir skjalið inn-
an fimm mínútna fer málið til
lögreglunnar og þú verður op-
inberlega ákærð fyrir morð.
Valið er þitt.
Bente Vinger Dale faldið
andlitið í höndum sér. Svo
stóð hún snögglega á fætur,
horfði á Graff, gekk að borð-
inu og skrifaði undir skjalið.
Svo flýtti hún sér út án þess að
líta um öxl.
Hálfbræðurnir sátu og
störðu fram fyrir sig eins og
þeir hefðu enn ekki áttað sig á
því sem gerst hafði. Graff setti
nýja spólu í myndbandstækið
og enn einu sinni birtist andlit
Carl Vinger á skjánum.
Kæru synir, sagði hann vin-
gjarnlega. Mér þykir leitt að
hafa orðið að leggja þetta á
ykkur. Áður en ég kveð ykkur
fyrir fullt og allt langar mig til
þess að skála við ykkur í
kampavíni. Edna, þú mátt
koma með glösin.
Ráðskonan birtist með
flösku og tvö glös á silfurfati.
Hún hellti í glösin og dró sig
síðan í hlé. Carl Vinger lyfti
glasinu. Hálfbræðurnir gerðu
slíkt hið sama, með tárvot
augu.
Skál drengir mínir. Megi
Guð og gæfan fylgja ykkur.
Gamli maðurinn tæmdi
glasið og lagði það síðan frá
sér. Litmyndin á skjánum
breyttist í bláan bjarma og
brátt var skjárinn auður.
Vikan 51