Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 4
A ftur beinum við sjónum okkar að kvenlegri fegurð og óskum /\ eftir þátttöku ykkar. ísíðasta blaði völdu lesendur Vikustúlk- /~~..« una úr hópi keppenda í Fegurðarsamkeppni Norðurlands. JL M Það val gekk Ijómandi vel og verður Vikustúlka Norðurlands kynnt á síðum blaðsins bráðlega. En það verður ekki síður mikið um dýrðir á Broadway 15. apríl þegar Ungfrú Reykjavík verður krýnd. Les- endum gefst nú kostur á að láta sitt álit í Ijós og velja fallegustu stúlkuna með því að hringja ísíma 905-2500. Gaman verður að vita hvort lesendur blaðsins velja sömu stúlkuna og dómnefndin á Broadway. Og fleira sem gleður augað er á síðum þessarar Viku. Sumartískan er kynnt á síðu 40 og þar má sjá að Ijósir litir og kvenleg snið eru aðalmálið eins og vera ber á sumrin. Marentza Poulsen er líka í vorhug og býður upp á létt ogfersk salöt á síðu 34. Þetta eru litríkir réttir sem gleðja augu og gœla við bragðlaukana. En mannfólkið þarfað fást við fleira en lífsins lystisemdir. Á bls. 12 er athyglisvert viðtal við konu sem missti ungan og efnilegan son sinn í umferðarslysi á Norðurlandi. Hún greinir frá þessum sára missi og þeirri baráttu sem hún og vinir sonarins hafa hafið fyrir bœttri umferðarmenningu og notkun bílbelta. Það er vitað að beltin bjarga! Og eins og móðirin veltir upp í greininni: Hvað er að þeim foreldrum sem spenna ekki beltin á ung börn sín??? Um daginn sá ég konu bíða í bíl sínum á fjölförnum gatnamótum í Reykjavík. Hún fékk sér sígarettu meðan hún beið og púaði yfir börnin tvö. Annað barnið sat frammí en hitt var á ferðinni til ogfrá í aftursœtinu. Hvorugt þeirra var í bílbelti! Hvað er að svona fólki? Börn eiga betra skilið en þetta. En fleira er í blaðinu sem ég hvet lesendur til að missa ekki af. Önnum kafinn sölumaður kúventi lífi sínu og gerðist heimavinnandi húsfaðir auk þess að leggja stund á nám í hómópatíu. Hann er heillaður affrœðum smáskammtalækninga og leggur auk þess stund á pólun. Já, sumir þora svo sannarlega að breyta til í lífinu. Og góð heilsa er okkur ofarlega í huga sem störfum við Vikuna. Á bls. 56 fjallar Ellen Mooney húðsjúkdómalœknir um húðkrabbamein. Hvað ber að varast og hvenær er rétt að láta athuga bletti á húðinni? ígreininni er líka viðtal við konu sem sá hœttumerki í tíma og gat komið í vegfyrir að sjúkdómurinn næði að „grassera". Greinin um getuleysi karla (bls. 24) er athyglisverð. Hvort á það sér oftar andlegar eða líkamlegar orsakir? Þessu svara færir sérfrœðingar og gefa fólki um leið góð ráð til að takast á við vandann. Afþessu má sjá að Vikan tekur á léttum og þungum málum, allt er þetta passlegt í bland. Njótið Vikunnar Sigríður Arnardóttir ritstjóri Jóhanna Harðardóttir ritstjóra- fulltrúi Kristín Guðmunds- dóttir auglýsinga- stjóri Þórunn Steingerður Stefánsdóttir Steinars- blaðamaður dóttir blaðamaður Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Simi: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Flreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðviksson Simi: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Simi: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Simi: 515 5637 Blaðamenn Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is og Steingerður Steinarsdóttir Sími: 515 5569 Auglýsingastjóri Kristin Guðmundsdóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gisli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafiskur hönnuður Guðmundur Ragnar Steingrimsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð í áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með giróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Unnið i Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.