Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 49

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 49
inni í arinstofunni á mínútunni sex. Ég er viss um að pabba finnst þetta sniðugt en mér finnst þetta óþolandi og hreint út sagt hræðilegt. Ég skil ekki hvernig honum gat dottið ann- að eins í hug. Bente Vinger Dale þurrkaði sér um augun með bleikum vasaklút. Arild Vinge horfði á hana rannsakandi augnaráði. Svo beindi hann augum sínum að ljóshærða, fínlega manninum sem sat við borðsendann. Heyrðu mig nú Graff. Hvað á þetta eiginlega að þýða. Eiga syrgjendur ekki rétt á því að þurfa ekki að ganga í gegn- um sálræn áföll eins og þetta? Mér þykir það leitt, en ég er aðeins að verða við óskum skjólstæðings míns. Ég sýni ykkur framhald myndbandsins inni í arinstofunni á mínútunni sex. Hann gekk að hinum enda borðsins þar sem sjónvarps- tækið stóð á litlu borði. Augu systkininna þriggja fylgdu honum meðan hann ýtti borð- inu á undan sér inn í arinstof- una. Ekkert þeirra sagði orð. Svo hjómaði þurrlegur hlátur Joachim Vingers. Þetta er nú það undarleg- asta sem ég hef upplifað. Pabba hefur aldrei tekist eins vel upp. Pið munið hvað hann hafði alltaf gaman af furðuleg- um uppátækjum. Það var eitt af því sem gerði hann að frá- bærum leikstjóra. Þetta er síð- asta sviðssetningin. Persónu- lega finnst mér þessi sýning frábær farsi. Ég ætla að njóta sýningarinnar til enda. Hálfsystir hans virti hann fyrir sér og hrukkaði ennið. En ef honum er nú alvara, e.t.v. er þetta ekkert grín. Hvað ef eitthvert okkar hefur í raun og veru myrt hann? Eitt okkar? Hver gæti það verið? Gæti það verið þú? Rödd Arild Vinger var hörkuleg. Hún náði ekki að svara honum áður en feitlagin, grá- hærð eldri kona kom út um eldhúsdyrnar. Hvernig bragð- aðist maturinn? spurði hún. Hann var frábær eins og venjulega Edna mín, svaraði Joachim Vinger. Ég skil það alltaf betur og betur hvers vegna pabbi hafði þig í þjón- ustu sinni hér á Carlsbo í öll þessi ár. Ráðskonan kinkaði kolli en endurgalt ekki bros hans. Hún byrjaði að taka af borðinu. Gestirnir þrír gengu inn í arinstofuna og settust í sófann við útsýnisgluggann. Joachim Vinger sagði: Það er ekki hægt að segja annað en að handritið sé frá- bært. Pabbi lét taka myndina meðan hann sat til borðs og borðaði uppáhaldsmatinn sinn: Skjaldbökusúpu, lamba- kótelettur og vanilluís með jarðarberjum. Okkur er boðið upp á það sama meðan við horfum á myndbandið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt við fengjum marsípantertu og líkjör með kaffinu. Arild Vinger horfði út um gluggann á grasflötina, falleg- an trjágróðurinn og litrík blómabeðin. Garðurinn lá niður að vantinu þar sem bát- ar voru bundnir við bryggju. Joachim Vinger virti bróður sinn fyrir sér og sagði svo: Húsið og landareignin eru margra milljóna kröna virði, eða hvað heldur þú? Arild Vinger hrökk í kút og sagði svo: Ekki tala um pen- inga á þessari stundu. Hvers vegna ekki? Erum við ekki hingað komin til þess að hlusta á það sem stendur í erfðaskránni? Láttu ekki eins og þú hafir ekki áhuga. Ég veit að veitingahúsið sem þú áttir fór á hausinn. Arfurinn hlýtur að koma sér vel, ekki satt Arild Vinger kinkaði kolli. Ég bjarga mér Joachim. Ég hef lengi verið úti á vinnu- markaðnum. Það er meira en hægt er að segja um þig. Þú ert „eilífðarstúdent" og glaumgosi. Hvað eru þær ann- ars margar konurnar á frönsku Ríverunni sem halda þér uppi þessa dagana? Joachim Vinger sat salla- rólegur undir þessari ræðu og brosti til Arild. Þú hefur alranga mynd af mér stóri bróðir. Undanfarin tvö ár hef ég unnið fyrir mér sem auglýsingateiknari og leiktjaldamálari og lifað góðu lífi af laununum. Vikan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.