Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 56

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 56
Fylgist vel sem eru 07 að lögun o Öll þekkjum við orðið skaðleg áhrif óhóflegra sólbaða á húðina. Útfjólubláum geislum sólarinnar er skipt upp í tvær gerðir. Önnur gerðin er eins hvar sem er á hnettinum en hin er mis- munandi sterk eftir svæðum. Sú sem getur valdið sólarexemi, ótímabærri öldrun húðarinnar og get- ur örvað myndun krabbameinsfrumna í húðinni er alls staðar eins. Langvarandi dvöl innandyra sem síðan er bætt upp með mikilli sól í stuttan tíma er likleg til að auka hættuna á að sortuæxli myndist. íslendingar og Ástralir sem vinna innandyra eiga það sameiginlegt að vera án sólar langtímum saman en skella sér svo á ströndina í sumarfríinu og liggja linnulítið í sólbaði í þrjár vikur. Þeir sem eru dekkri á hörund hafa mun meira af melaníni (litarefninu sem verndar húðina gegn skaðlegum áhrifum sólarljóss) í húðinni en þeir sem eru Ijós- ari yfirlitum. Sólarlampar hafa nánast sömu áhrif og of tíð sólböð því tímar eru keyptir í pökkum og svo er legið stíft í ákveðinn tíma, eða þar til lík- aminn er orðinn nógu brúnn og eftirlit með perum lampanna er lítið. Þess eru dæmi hér á íslandi að átján ára stúlkur sýni ótímabær merki um öldrun húðarinnar vegna ofnotkunar Ijósabekkja. • Sortuæxli sem ná að dreifa sér í innri líffæri eru sérlega erfið viðureignar. 0 Um 220 húðkrabbameinstilfelli greinast á ári hverju, samkvæmt tölum Krabbameinsfélagsins, en sennilega segir þessi tala ekki allt því ekki skila allir læknar inn tölum yfír staðbundin húðkrabbamein og ákveðnar tegundir. 0 Mikil sól á stuttum tíma getur aukið myndun krabba- meinsfrumna í húð. Notið alltaf sólarvörn. Ofnotið ekki ljósabekki. Forðist að nota olíur; þær draga úr vörn húðarinnar og geta orsakað meiri sólbruna en ella. Hafíð í huga að þunnur fatnaður hleypir útfjólu- bláum geislum í gegnum sig og er því ekki fullkomin sólarvörn. # Húðkrabbameinum má skipta í þrjár aðalgerðir: basalfrumukrabbamein, flöguþekjukrabbamein og sortuæxli. 0 Fæðingarblettir sem eru óreglulegir að lögun og lit eru varasamir. Fylgist vel með breytingum á þeim. 0 Húðkrabbamein sem greinast fljótt eru vel læknan- leg. Bíddu ekki með að fara í skoðun. Félag íslenskra húðlækna og Krabbameinsfélagið bjóða upp á ókeypis blettaskoðun einu sinni á ári. Skoðunin er auglýst sérstaklega. Fleiri hrukkur, leður- kenndari húð og húð- þurrkur er ekki það eina sem þarf að óttast eftir of stóra skammta af útfjólu- bláum geislum. Allt bendir til að tíðni húðkrabbameina hafi aukist á síðustu árum. Ellen Mooney, húðsjúk- dómalæknir og húðmeina- fræðingur, segir að erfitt sé að fullyrða hvort svo sé, enda tölur Krabbameinsfé- lagsins ófullkomnar því al- gengasta tegund húðkrabba- meins, basalfrumukrabba- mein, er ekki inni í heildar- tölu greindra húðkrabba- meina á árinu. Sama gildir um þau tilfelli sortuæxla og flöguþekjukrabbameina sem eru á byrjunarstigi en Ellen álítur að eðlilegra væri að telja öll greind tilfelli. „Frá árinu 1991 hefur Fé- lag íslenskra húðlækna boð- ið upp á ókeypis blettaskoð- un í samvinnu við Krabba- meinsfélagið," segir Ellen. „Rannveig Pálsdóttir átti hugmyndina að slíkri skoð- un en ég hrinti hugmynd hennar í framkvæmd. Við teljum okkur hafa orðið vör við aukningu greindra krabbameinstilfella og ef borin eru saman árin 1991 - 1998 við átta árin þar á undan sést að marktæk aukning á sortuæxlum hefur orðið hjá karlmönnum og lætur nærri að sama gildi um konur. I Svíþjóð er nýlega farið að telja basalfrumu- krabbamein og ég álít að við ættum að taka upp þann sið Svía. Algengasta húð- krabbameinið er basal- frumukrabbamein en ákveð- in teikn eru á lofti um að það myndist við svipaðar aðstæður og melanóm eða sortuæxli, sem er hættuleg- asta húðkrabbameinið, þannig að e.t.v. er þeim sem hættir við basalfrumu- krabbameini líka hætt við að fá sortuæxli. Hjá Krabba- meinsfélaginu eru til tölur sem segja að 150 tilfelli af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.