Vikan


Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 48

Vikan - 12.04.1999, Blaðsíða 48
Smásaga Myndband HINS MYRTA Andlit Carls Vinger birtist á skjánum. Hann var rjóður í kinnum og með glampa í augum eftir kvöldmáltíðina. Hann lagði frá sér vínglasið, brosti góðlátlega og sagði: Kæru börn. Satt að segja bauð ég ykkur hingað til þess að segja ykkur að ég var myrtur. Og í kvöld ætla ég að kom- ast að því hvert ykkar myrti mig. iksti rauf þögnina í herberginu. Það var Bente Vinger Dale sem hikstaði, velklædd kona með sterka andlitsdrætti og uppsett hár. Við borðið sátu, auk hennar, hálfbræður henn- ar, þeir Arild og Joachim Vin- ger. Þau voru öll samfeðra en ekkert þeirra átti sömu móð- urina. Á langri ævi hafði leik- arinn og leikstjórinn Carl Vin- ger verið sannkallað kvenna- gull. Myrtur! Já, pabbi hefur lag á því að koma fólki á óvart. Joachim Vinger hló þurrlega. Hann var fimm árum yngri en hálfsystkinin, grannur og síð- hærður. Kæruleysislegur klæðnaðurinn og órakað and- litið var samkvæmt nýjustu tísku. Stillið ykkur. Mig langar til þess að hlusta á það sem pabbi hefur að segja. Arild Vinger var valdmannslegur. Hann var elstur þeirra þriggja, rjóður í kinnum og fingurnir voru stuttir og kubbslegir. Hann líktist föður sínum. Carl Vinger kveikti sér í vindli. Ég sé að þið eruð mið- ur ykkar, sagði hann. Og það er skiljanlegt. Því ekkert ykk- ar hafði reiknað með því að heyra frá mér framar. En, það breytir því ekki að hér er ég kominn og ég veit að eitt ykk- ar er morðingi minn. Auðvit- að er ekki útilokað að tvö ykkar séu samsek. Eða þið öll ef því er að skipta. En ég kýs að trúa þvf að tvö ykkar séu saklaus. Þið getið kallað það bjartsýni ef ykkur sýnist sem svo. Því vissan um að eitt af mínum eigin börnum hafi drepið mig hefur valdið mér miklu hugarangri jafnvel þótt ég hafi setið hér með ykkur og látið sem ekkert væri. Bente Vinger Dale stóð upp úr stólnum. Ég þoli þetta ekki, ég er farin. Arild Vinger dró hana aftur niður í stólinn. Sestu. Þú sleppur ekki við að hlusta á þetta frekar en við hin. Carl Vinger sogaði að sér reykinn úr vindlinum og blés bláum reyknum frá sér í þunn- um boga. Síðan hélt hann áfram: Undanfarin þrjú til fjögur ár hef ég orðið fyrir a.m.k. átta morðtilræðum. í fyrstu hvarfl- aði ekki að mér að einhver vildi mig feigan. Slysin virtust tilviljunarkennd. Hann þagði stutt stund og sagði svo: Eitt sinn hvolfdi bátnum mínum á vatninu hér fyrir utan Carlsbo þegar stór vél- bátur þeysti framhjá mér. Öðru sinni datt ég á einhvern undarlegan hátt niður stigann hér heima. Það var eins og ég hefði hrasað um ósýnilegan þráð. í þriðja skiptið hafði ég næstum því kramist til bana milli steinveggs og bíls sem kom æðandi að mér á fleygi- ferð. Ég gat sveigt til hliðar á síðustu stundu. Hann hallað sér aftur og horfði á þau. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því að einhver vildi mig feigan, sagði hann þungur á brún. Og þegar ég var næst- um því brunninn inni, þegar kviknaði í fjallakofanum mín- um, varð ég fyrst hræddur fyrir alvöru. En ég lét lögregluna ekki vita. Mig grunaði nefni- lega strax að þið ættuð hlut að máli. Ég er auðugur maður og þið eruð erfingjar mínir. Mér fannst ótrúlegt að einhver óviðkomandi hefði áhuga á því að koma gömlum karli fyrir kattarnef. Þegar einn mánuður var lið- inn frá brunanum var skotið inn um skrifstofugluggann minn og þá varð mér ljóst að ég var í stöðugri lífshættu. En ég gat ómögulega verið á stöðugu varðbergi og einu sinni sýndi ég kæruleysi og fékk mér mola úr konfektkassa sem „ungur aðdáandi" sendi mér. Það hafði næstum því kostað mig lífið. Fleiri morðtilræði fylgdu í kjölfarið en það var eins og einhver héldi verndarhendi yfir mér. En það kom að því að morðingi minn sigraði verndarengilinn. Nú er ég dá- inn. Ég veit ekki sjálfur hvern- ig ég dó. Það eina sem ég veit er að ég dó ekki eðlilegum dauðdaga því ég var við hesta- heilsu. Það staðfesti læknirinn minn stuttu áður en ég dó. Það kom mér að litlum not- um. Einu ykkar tókst að koma höggstað á mig. Það er hræði- leg tilhugsun og þau ykkar sem saklaus eru skiljið nú ef- laust hvers vegna ég vildi vera jarðsettur í kyrrþey. Nú eruð þið hingað komin og bíðið spennt eftir því að Einar Graff, lögmaður minn og góð- ur vinur lesi erfðaskrána. Áður en hann hefur lesturinn ætla ég að segja ykkur hver morðinginn er. Nú ætla ég að biðja ykkur að standa upp frá borðum. Ég er viss um að ykkur finnst þið eiga sitthvað vantalað ykkar á milli. Við hittumst aftur yfir kaffibolla 48 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.