Vikan


Vikan - 12.04.1999, Side 27

Vikan - 12.04.1999, Side 27
FIMM EINFOLD RAÐ TIL ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ FALLEGT OG ÞÆGILEGT. — ERBERGI 5. Ekki spara fallega hiuti. Það er fallegt að setja baðbursta, þvottapoka og sápur sam- an í fallegar körfur og skálar. Einnig má setja sjampó og fljótandi sápur í fallegar, gamaldags glerflöskur til þess að láta þær líta út eins og spennandi ilmolíur í stað hversdags- legra nauðsynja. SNiÐUGAR GEYMSLULAUSNIR Láttu hugmyndaflugið ráða þegar þú þarft að fá þér nýjar geymsluhirslur í baðherbergið. Skápar, hillur, borð, kistur og aðrir hlutir úr viði, sem í raun og veru eru hannaðir með annars konar herbergi í huga, geta ekki síður notið sín á bað- herberginu og gefa því hlýlegt og virðulegt útlit. I öllum baðherbergjum þurfa að vera opnar hirslur þar sem hægt er að geyma fallega hluti, svo sem handklæði og snyrtivörur í fallegum umbúðum. Einnig er nauðsynlegt að hafa lokað- ar hirslur fyrir lyf og aðra hluti sem verða að vera óaðgengilegir börnum. Það er fallegt að nota gamlar hattaöskjur og mynstruð blikkbox til þess að geyma í smærri hluti, svo sem sápur, krem, snyrtivörur og hárvörur, og fléttaðar körfur til þess að geyma í upprúlluð handklæði, stærri brúsa og flöskur og jafnvel blöð og bækur. Vikan 27 1. Hafðu þægilegan stól í baðherberginu. Það er bæði þægilegt og sniðugt að hafa fallegan stól á bað- herberginu, eins og t.d. stólinn sem sýndur er hér á mynd- inni. Auk þess er stólinn upplagður til þess að leggja á fötin sem þú ætlar að klæðast þegar þú kemur upp úr baðinu. Ef plássið er lítið er hægt að nota lítinn koll í sama tilgangi. 2. Falleg handklæði. Ekki fela handklæðin inni í lokuðum skáp. Láttu þau liggja frammi, sérstaklega ef þau eru litrík og falleg eins og þau sem sýnd eru hér á myndinni. Handklæðin setja mjúkan og fallegan svip á baðherbergið, hvort heldur sem þau liggja kæruleysislega yfir stólbaki eða hengd upp á snaga. Einnig er fallegt að rúlla handklæðunum upp og raða þeim í fallega körfu. 3. Skreyttu veggina. Það er ein góð regla sem hafa ber í huga þegar valdar eru myndir á baðherbergisveggina. Þær eiga að láta þér líða vel og koma þér í gott skap. Þú getur notað landslagsmyndir, blómamyndir eða gamlar ljósmyndir. Þumalputtareglan er sú að þú getur hengt á veggi baðherbergisins allt það sem þú myndir hengja upp í öðrum herbergjum hússins. Það er sniðugt að draga fram einn lit og nota hann í myndaramma og gólfmottur. 4. Skreyttu með blómum. Jafnvel þótt þú hafir ekki nema nokkurra sentímetra hillu- pláss skaltu reyna að koma fyrir afskornum blómum og lif- andi plöntum í baðherberginu. Blómin bera fegurð náttúr- unnar inn í herbergið og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að þau þrífist ekki. Flestar plöntur elska rakann sem til- heyrir baðherberginu. ÁiiSKfr ■

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.