Vikan


Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 6

Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 6
Texti: Margrét V. Helgadóttir Myndir: úr einkasafni Ung stúlka sat stjörf af hrifningu að sýn- ingu lokinni hjá leik- hópnum „Theatre de Complicite“ á listahá- tíð 1994. Leikkonu- draumurinn hafði lengi blundað innra með henni en eftir að hafa upplifað dásam- lega stund með leik- hópnum var hún harðákveðin í að ger- ast leikkona, hvað sem það kostaði. Hún hélt á vit ævintýranna í London með viljan að vopni og fjórum árum seinna var hún sjálf orðin leikkona. Ekki nóg með það heldur var hún líka orðin hluti af leik- hópnum „Theatre de Complicite“. Ásta Sig- hvats stendur í ströngu við að æfa „Allir mínir stærstu draumar rættust á sama tíma“ Á' ÍJLe 1 \ i éák \%i Ásla að gera sig klára fyr- ir að slífja á svift í jap- anska þjóftleikluisinu. næsta hlutverk sitt því fljótlega mun hún leika á sviðinu í Royal National Theatre í London. sta var stödd á ís- landi fyrir skömmu eftir langt og strangt ferðalag alla leið frá Japan með stuttri viðkomu í London. Þrátt fyrir annir gaf hún sér tíma fyrir smáspjall yfir kaffibolla. Ásta iðar af lífi þegar hún segir frá. Stundum notar hún líka hendurnar þegar henni ligg- ur mikið á hjarta. Eftir stutta stund með Ástu er ekki annað hægt en að njóta þess að fylgjast með henni tjá sig af lífi og sál. Leiklistarbakterían blund- aði lengi í Ástu. Hún stund- aði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og tók þátt í einni upp- færslu með leiklistarhóp skólans. Samhliða náminu lék hún mikið í leiksmiðju Kramhússins sem saman- stóð af áhugasömu ungu fólki. Stór hluti hópsins er útskrifaðir leikarar í dag. Ásta lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og stóð á krossgötum. Hún reyndi fyrir sér í alls kyns störfum, vann meðal annars sem skrifta fyrir sjónvarpið á tímabili. Eftir að hafa kynnst hinum almenna vinnumarkaði varð hún harðákveðin í að gerast leik- kona. Hún reyndi að komast í gegnum „síuna" alræmdu í Leiklistarskóla íslands en gekk illa. Ásta er ekki tilbú- in að taka undir þá gagn- rýni, sem inntökunefndin fær gjarnan að loknum inn- tökuprófum, að þar sé um klíkuskap að ræða. „Eg held að málið snúist miklu frekar um að þeir sem þekkja til fólksins í inntökunefndinni séu afslappaðri en hinir sem upplifa prófið á annan hátt. Það auðveldar hlutina yfir- leitt alltaf þegar maður þekkir mann. í dag sé ég hvað ég hefði getað gert betur og hvað mér hefur far- ið mikið fram. Eg sótti tvisvar sinnum um inn- göngu, fór í inntökupróf en gekk illa. Eg minnist þess að það var mikið rætt um hversu langt maður komist í þessu ágæta prófi. Ég komst ekki langt og var miður mín vegna þess. Það er ekki andlega upplífgandi að vera hafnað tvisvar og ég man að ég hugsaði mig vandlega um hvort ég ætti að fara í þriðja skiptið. Mér fannst það bara of mikið fyrir stoltið að verða hugsanlega hafnað í þriðja sinn. Upphaflega ætl- aði ég í leiklistarnám erlend- is. Þegar ég fór að hugsa það betur fannst mér það of dýrt og ákvað að sækja um hér heima. Eftir að önnur til- raunin mistókst fór ég aftur að huga að skólum erlendis. í veikri von sótti ég um nokkra skóla í Bretlandi en gamli óttinn blossaði upp þegar ég var að sækja um. Ég hugsaði með mér að ég væri ekki efni í leikara ef mér yrði líka hafnað þar. Mér til mikillar undrunar fékk ég inngöngu í þrjá skóla og því gat ég valið þann sem mér leist best á. Það var frábær tilfinning." Sjálfsþekking hluti námsins Middlesex University í London varð fyrir valinu. Mér leist best á hann meðal annars vegna þess að hann er ekki eingöngu listahá- skóli. Við inntökuprófið hitti ég einn kennara skól- ans sem ég náði mjög góðu sambandi við. Sá maður hef- ur hjálpað mér mikið og veitti mér mitt fyrsta tæki- færi þegar ég var hálfnuð í náminu. Hann mælti líka með mér við aðra leikstjóra. Við skólann starfaði hóp- ur annarra frábærra kennara sem komu sitt út hvorri átt- inni. Það gaf okkur nemend- unurn gott tækifæri til að starfa með þeim. Ári eftir að ég útskrifaðist var leiklistar- deildin lögð niður sem mér finnst mikil synd. Deildin var búin að skapa sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur. Leiklistarnámið tók þrjú ár og á fyrstu tveimur árunum var lögð áhersla á radd- vinnslu, textameðferð og senur. Stærsti hluti námsins 6 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.