Vikan - 07.09.1999, Blaðsíða 47
EftirDiane Guest. Þórunn Stefánsdóttir þýddi.
skal sjá til þess að þú lendir
ekki í ofninum! Komdu nú,
við skulum fá okkur að
borða. Eru búinn að æfa þig
á píanóið?
Hún las sannleikann úr
svip hans og kveið viðbrögð-
um Julians.
Þvoðu þér um hendurnar
Hildy, sagði Elise vingjarn-
lega þegar þau komu inn.
Og þú líka Christian, bætti
hún við.
Þarna sérðu, hvíslaði
Hildy að bróður sínum. Hún
er alls ekki svo slæm. Þetta
er eintóm ímyndun í þér.
Þegar klukkan var tíu
mínútur yfir sjö stóð Kaiser
aftur við útidyr Ferrare-
fjölskyldunnar. Julian opn-
aði dyrnar og fylgdi honum
inn í setustofuna þar sem
gestirnir voru saman komn-
ir.
Kasier þekkti marga
þeirra þar sem hann hafði
oft komið til Nantucket.
Hann skimaði eftir
Francescu en sá hana
hvergi. Systkinin tvö sátu á
litlum sófa við hliðina á
flyglinum.
Kaiser gekk til þeirra.
Halló, sagði hann.
Hildy brosti kurteislega.
Halló, sagði hún. Christian
þagði.
Ætlið þið að borða með
okkur? spurði Kaiser.
Ó nei, svaraði Hildy. Við
erum búin að borða.
Christian þagði ennþá og
sat og horfði í gaupnir sér.
Ertu búinn að segja systur
þinni frá álnum sem við
sáum í gær?
Christian kinkaði kolli en
leit ekki upp.
Christian hefur gaman af
svoleiðis löguðu, sagði
Hildy.
En þú, hvað með þig?
spurði Kaiser og brosti til
hennar.
Hún gretti sig.
Einu sinni þekkti ég litla
stelpu sem hafði gaman af
að veiða ál. Bæði börnin
þögðu. Þið viljið kannski fá
að vera í friði? spurði hann
skilningsríkur.
Við erum að vona að Juli-
an muni ekki eftir því að við
erum hér, hvíslaði Hildy.
Hvers vegna?
Hildy starði á hann. Lofar
þú að segja engum?
Kaiser kinkaði kolli.
Hann biður okkur örugg-
lega um að spila fyrir gest-
ina, sagði hún lágum rómi,
og Christian er ekki búinn
að æfa sig.
Ég skil, sagði Kaiser. Og
þá verður Julian reiður.
Loksins leit Christian upp.
Hann kemur til með að hata
mig.
Kaiser brá, en áður en
hann gat sagt eitthvað sagði
Julian: Nú gæti ég trúað því
að Christian langaði til þess
að spila fyrir okkur. Ekki
satt Christian?
Kaiser sá hræðsluna skína
úr litlu andlitinu og reyndi
að láta sér detta eitthvað í
hug til þess að koma Christi-
an til hjálpar. í því stóð
Hildy á fætur. Ég skal spila,
sagði hún.
Seinna góða mín. Fyrst
ætlum við að hlusta á
Christian. Röddin var
kuldaleg og andrúmsloftið í
herberginu þvingað. Kaiser
tók utan um axlirnar á
Christian.
Drífðu þig bara Christian,
sagði hann. Ég spilaði líka á
píanó þegar ég var á þínum
aldri. Það er sama hversu
illa þú spilar, þú getur ekki
verið verri en ég. Karlar eins
og við erum betri veiðimenn
en tónlistarmenn. Viltu
koma með mér að veiða á
morgun? Hann leit á Julian.
Það er að segja ef pabbi
þinn gefur þér leyfi til þess.
Enginn hreyfði sig og eng-
inn sagði orð. Það var eins
og allir væru orðnir að stein-
um. Kaiser fann að Julian
var öskureiður. Elise stóð
við hliðina á honum eins og
þaninn bogastrengur. Áður
en Kaiser gat sagt eitthvað
sem dró úr spennunni
heyrðist sagt: Auðvitað má
Christian fara. Mikið er fal-
legt af þér að bjóða honum
með þér. Þetta var
Francesca. Hún sneri sér að
börnunum. Það er kominn
háttatími. í rúmið með ykk-
ur!
Það var eins og einhver
hefði gefið merki um að það
væri óhætt að draga andann
á ný og allir byrjuðu að
hlæja og tala. Francesca
faðmaði börnin að sér og
ýtti þeim út úr dyrunum.
Hildy sneri sér við og brosti
til Kaiser. Brosið sagði hon-
um að hún myndi aldrei
gleyma því sem hann hafði
gert fyrir litla bróður henn-
ar.
Emma Gledhill, sem
Kaiser hafði oft hitt áður,
gekk til hans. Þakka þér fyr-
ir, sagði hún lágum rómi.
Hvað er eiginlega á seyði?
spurði hann.
Hér er hvorki staður né
stund til þess að ræða það.
Hún þagnaði þegar þau
heyrðu óhugnanlegt hljóð,
eins og einhver væri í
dauðateygjunum. Elise
Ferrare datt meðvitundar-
laus í gólfið.
I tilefni aldamótanna!
•CtaUocf:
Kortöwj 1806
Mynd NO. 76563 kr. 3720.- sendum í póstkröfu
The Craft Collection Itd
Póstlisti kr. 400.-
Breskar útsaumsvörur
Útsaumsgarn og efni
Ýmis smávara
Bútasaumsefni
Bækurog sniö
HAMRABORG 7
SIMI/FAX: 564-4131