Vikan


Vikan - 07.09.1999, Page 7

Vikan - 07.09.1999, Page 7
„Það er ekki mjög upp- lifgandi að vera hafnað tvisvar og ég man að ég hugsaði mig vandlega um hvort ég ætti að fara í þriðja skiptið. Mér fannst það bara of mikið fyrir stoitið að verða hugsan- lega hafnað í þriðja sinn.“ er persónuleg þróun og þroski. Ég fékk leiðbeining- ar frá kennurum en síðan varð ég sjálf að þróa hlutina. Mér fannst ég þurfa að taka sjálfa mig í gegn í náminu. Að læra að þekkja mig, kosti mína og galla. Ég þurfti að viðurkenna margt fyrir sjálfri mér. Ég er skap- stór að eðlisfari og það kost- aði átak að viðurkenna það og líta það jákvæðum aug- um. Á sama hátt þurfti ég að sjá það jákvæða við það að vera smávaxin. Ég veit til dæmis að ég fæ mikið af krakkahlutverkum af því að ég er smávaxin. Við enduðum þriðja námsárið á sýningu í mið- borginni þar sem umboðs- mönnum í leikhúsum og kvikmyndum var boðið að koma. Þar lékum við eitt og tvö í einu og margir byrja sinn feril þegar einhver út- sendari sér þá í þessari loka- sýningu. Skólinn er staðsett- ur nyrst í London í skógar- jaðri þannig að það var helj- arinnar mál að fá fólk í heimsókn. Ein íslensk stúlka, Rut Magnúsdóttir, var í leiklistardeildinni á sama tíma og ég, reyndar einu ári á eftir mér. I dag er hún útskrifuð leikkona og komin á kaf í vinnu í London. Það er frábært hversu vel okkur gengur hérna í London. Það er stór hópur Islendinga við leik- listarnám á Englandi. Það er mjög misjafnt eftir skólum „Stærsti hluti námsins er persónuleg þróun og þroski. Ég fékk leiðbein- ingar frá kennurum en síðan varð ég sjálf að þróa hlutina. Mér fannst ég þurfa að taka sjálfa mig í gegn í náminu. Að læra að þekkja mig, kosti mína og galla“ 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.