Vikan


Vikan - 07.09.1999, Page 14

Vikan - 07.09.1999, Page 14
Á hverju ári smitast æ fleiri ungar konur og karlar af lifrar- bólgu C sem er lífs- hættulegur sjúkdóm- ur. Rétt eins og eyðni þá er lifrarbólga C vírus sem getur smitast við samfarir en einnig á jafn sak- leysislegan máta og Hinn höqli. morðmoi Næsti eyðnifaraldurinn? með því að fólk not- ar annarra tann- bursta eða fara í handsnyrtingu. Hér koma upplýsingar um þennan skæða sjúkdóm og hvað þú getur gert til þess að varast þennan lífs- hættulega vírus. Et' |ní fasrft |)ér ™ iiagl»snyrtiii|>ii skaltu gauga úr skugga iiiii aö áhiild- in sein cru notuö séu sótthreinsiiö. Dauðsföll munu þre- faldast Pað er ekki nema áratugur síðan lifrarbólga C greindist í fyrsta sinn. í dag eru milljónir manna um allan heim sýktir af vírusnum. Fjórum sinnum fleiri einstaklingar smitast af lifrarbólgu C en eyðni. Helsta ástæða þess er sú að lifrar- bólga C hefur fleiri smitleiðir en eyðni. Eyðni og lifrarbólga C eru vírusar sem smitast með sýktu blóði og það er vitað með vissu að samfarir og samnýt- ing sprautunála eru smitleið- ir. En þar með er upptalið hvað er líkt með þessum tveimur sjúkdómum. Ólíkt eyðniveirunni þá drepst ekki lifr- arbólgu C veiran við það að komast í loft því hún getur lifað dögum saman í þornaðri blóðslettu. Pað þýðir að mögulegt er að smitast af henni með því að nota tannbursta annarra eða fá lánaða rakvél frá sýktum ein- staklingi. Sömu sögu er að segja um tattú, hand- snyrtingu eða göt í eyru (eða öðrum líkamshlut- um). Sérfræðingar telja að eyðni- veiran sé alltaf banvæn á end- anum en lifrarbólga C leggur að velli einn af hverjum tíu einstaklingum sem hún herjar á. Talið er að þær milljónir fórnarlamba sem eru enn ein- kennalausar verði alvarlega veikar á næstu 10-20 árum, dauðsföll munu þrefaldast og út- koman verði fleiri dauðsföll af völdum lifrarbólgu C en eyðni. Lifrarbólga er þögull morðingi. mynd um að það sé sýkt og smiti þar af leiðandi aðra óaf- vitandi. Það er yfirleitt tilviljun sem ræður því að fólk kemst að því að það sé með vírusinn. Þú skalt aldrei fá lánaða rakvél annarra til að koma í veg fyrir að smit berist á milli manna. Almenningur er að mörgu leyti langt frá því að vera vel upplýstur um lifrarbólgu C. Bæði er stutt síðan að vírusinn greindist (1989) og einnig vegna þess að fólk getur hafa smitast en verið einkennalaust mörgum árum eftir smitun, eðajafnvel áratugum. Lifrarbólga C er þögull morðingi. Vírusinn getur tekið sér bólfestu í lifrinni hjá ein- staklingi sem hefur ekki nokkra hugmynd um að hann sé smitaður og eyðileggur lifr- ina hægt en ákveðið. Sérfræð- ingar áætla að um 70% fólks á aldrinum 20-30 ára sem er með vírusinn hafa ekki hug- Fjórum sinnum fleiri einstaklingar smitast af lifrarbólgu C en eyðni. Jafnvel þótt sjúklingar fái einhver einkenni eru þau oft á tíðum væg og þeim auðveld- lega ruglað saman við ein- kenni annarra sjúkdóma. Rosalie Cacioppo er banda- rísk kona sem varð felmtri slegin er hún komst að því að hún væri með lifrarbólgu C. Hún var alltaf þreytt og slöpp en gekk út frá því að hún væri einfaldlega of stressuð vegna mikils vinnuálags. „Eg var yf- irleitt hress á morgnana en þegar leið á daginn var ég að berjast við að halda mér vak- andi við skrifborðið. Ég treysti mér ekki til neins ann- ars eftir vinnu en að fleygja mér upp í sófa og liggja þar sinnulaus. Rosalie ræddi við

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.