Vikan


Vikan - 07.09.1999, Page 17

Vikan - 07.09.1999, Page 17
miklar kröfur til karlmann- anna í lífi sínu. Hún sagði í viðtali að draumamaðurinn hennar væri hlýr, mikill herra- maður í sér og húmoristi. í sama viðtali ráðlagði hún kon- um að hætta að eltast við slæmu strákana. „Ekki eltast við slæmu strákana, reynið frekar að sjá þessa góðu sem eru fyrir framan ykkur.“ í dag er það kvenngullið sjálft, Brad Pitt, sem á alla at- hygli Aniston. Turtildúfurnar hafa átt í ástarsambandi í tölu- verðan tíma en tókst með undraverðum hætti að koma í veg fyrir að heimspressan frétti af því. Það var svo á frumsýningu kvikmyndarinnar Meet Joe Black að heimurinn frétti að Brad Pitt og Jennifer Aniston væru meira en bara vinir. Reyndar hafa Aniston og Pitt bæði verið ákaflega orð- vör um sambandið en ljós- myndarar hafa elt þau á rönd- um og náð ljósmyndum af þeim þar sem þau láta vel hvort að öðru. I viðtali ekki alls fyrir löngu var Brad Pitt spurður út í sambandið en svaraði á þá leið að núna liði honum ákaflega vel. Parið lætur lítið sjá sig úti á lífinu og heldur sig mest heimavið. Pau reyndu að forðast kastljós fjöl- miðla eins mikið og kostur var en nýlega eru þau farin að veita viðtöl og sýna sig saman við ýmis tækifæri. Jennifer Ijómar hreinlega af hamingju og segir vinum og kunningjum að hún hafi aldrei verið ham- ingjusamari. Tilkynning um væntanlegt brúðkaup hefur ekki verið gefin út en fjölmiðlar eru bún- ir að gifta þau margoft. Hvort að þau taki áhættuna á að gifta sig í hinum harða heimi Hollywood verður tíminn að leiða í ljós. Jennifer Aniston þykir glæsileg ung kona sem á framtíðina fyrir sér á hvíta tjaldinu. Jennifer gerir greinilega miklar kröfur til karlmannanna í lífi sínu. Hún sagði í viðtali að draumamaðurinn hennar væri hlýr, mikill herramaður í sér og húmoristi. í sama við- tali ráðlagði hún konum að hætta að eltast við slæmu strákana. „Ekki eltast við slæmu strákana, reynið frekar að sjá þessa góðu sem eru beint fyrir framan ykkur.“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.