Vikan


Vikan - 07.09.1999, Side 18

Vikan - 07.09.1999, Side 18
Albert Eiríksson (32) er rakari á Fáskrúðsfirði Brosandi heyrúllur, kló- sett upp á steini með litskrúðugum stjúpum og sannkallaður regn- bogasteinn vekja at- hygli ferðamanna sem leggja leið sína til Fá- skrúðsfjarðar. Höfundur verkanna er Fáskrúðs- firðingurinn Albert Ei- ríksson, en hann hefur kosið að búa í heima- byggðinni m.a. til þess að fá útrás fyrir sköp- unargáfuna og vera í nánari tengslum við náttúruna. Grænar, brosandi heyrúllur eru aðals- merki Alberts. Þetta er fjórða sumarið sem hann tekur upp á því að skreyta nokkrar rúllur á sveitabæ foreldra sinna og hafa listaverkin ávallt vakið athygli. Stjúpum prýtt kló- settið kemst heldur enginn hjá að sjá sem keyrir inn í kaupstaðinn sem og regn- bogasteininn við Gilsá. Með þessum verkum Alberts er einungis talið upp örlítið brot af því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og víða um fjörðinn má sjá verk hans nátengd náttúr- unni enda nýtir hann það Eitt af verkum Albcrts. Þetta klósett fann hann eitt og yfírgefið og fannst tilvalið að taka 1 o Vlkan það upp á sína arma og skreyta það aðeins. sem til fellur í henni til að gleðja augað. Nýtur lífsins í friði og ró Albert er lærður rakari og rekur hárgreiðslustofuna Albert frænda á Fáskrúðs- firði. Hann lærði iðnina í Reykjavík þar sem hann bjó í fimm ár en hélt aftur heim á æskuslóðirnar fyrir nokkrum árum alls óviss um það hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur. Fljót- lega fann Albert þó fyrir þörfinni á því að opna hár- greiðslustofu á Fáskrúðsfirði sem hann og gerði, og hefur hann rekið hana í nokkur misseri við vinsældir heima- manna enda fylgist hann vel með tískusveiflum og sækir reglulega námskeið til London. Vinsældir Alberts frænda eru þó ekki staðbundnar því fólk hvaðanæva af kemur til hans í stólinn. Hann býður líka upp á alla þá hársnyrti- þjónustu sem hægt er að óska sér og finnst skemmti- legast að búa til nýjar línur og greiða brúðargreiðslur að eigin sögn. Hann fær aldeilis tækifæri til sköpunar í hár- greiðslunni á Fáskrúðsfirði því þegar hann er spurður að því hvort hann klippi ekki annan hvern haus í firðinum hlær hann og segir að þeir séu áreiðanlega fleiri. Þrátt fyrir búsetu í Reykjavík og góða atvinnu- möguleika ákvað Albert að flytjast aftur á Fáskrúðs- fjörð. „Mig langaði að koma aftur heim í fjörðinn og njóta lífsins. Er maður ekki alltaf að því?“ segir hann þar sem hann situr við bros- andi andlit og eldrautt hjarta úti á túni. Handverks- maðurinn Albert nýtur sín nefnilega úti í náttúrunni og með því að búa á Fáskrúðs- firði kemst hann í nánari snertingu við hana en hann annars myndi gera.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.