Vikan - 07.09.1999, Page 22
Texti: Kristján Frímann
Mynd: Gísli Egill Hrafssson
Ein af perlum Austur-
lands er Jökulsárlón á
Breiðamerkursandi.
Þetta lón, ef lón skyldi
kalla, er heimur út af
fyrir sig. Þegar brunað
er yfir gráar auðnir sandsins frá skjól-
sælum sveitum suðursins og maður er
rétt orðinn vanur svertunni og gráman-
um kemur bíllinn allt í einu að brú og
ég hrekk við. Við erum í landnámi
Hrollaugs, sonar Rögnvalds Mærajarls,
eins af ættgöfugustu landnámsmönnun-
um. Þegar litið er út og augun hafa
vanist birtunni opnast dýrðin. Maður
tekur andköf og hendist út úr bflnum,
hvar í ósköpunum er ég? Á himnum?
Við blasir hvítur, blár og grænn heimur
fullur friðsemdar og kyrrðar. Haf og
himinn renna í eitt og um vatnsflötinn
líða furðulegar verur hver annarri dul-
arfyllri, tilfinningin sem hellist yfir
mann er líkust upplifun á kaþólskri
messu í Sacre-Coeur í París. Maður er
dolfallinn og verður að klípa sig í hand-
legginn til að vera viss um að þetta sé
raunveruleiki, já svona er ísland í dag.
Ég geng gagntekinn meðfram vatninu
22 Vi kan