Vikan


Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 29

Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 29
jálfri mér inn eftir af uppátækjum mínum sem til allrar lukku voru sjaldnast alvarleg þá þótt ég velti því oft fyrir mér hvort ég vissi raunveruleg allt sem gerst hefði. Nokkrum sinnum sofnaði ég út af í partíum og var lögð til í einhverju horninu. Ekk- ert af þessu þótti tiltöku- mál, þetta kom fyrir alla. Við vinkonurnar héldum hópinn í háskólanum og það eina sem breyttist var að við gátum keypt okkar vín sjálf- ar og töldum okkur orðnar það fullorðnar að við þyrft- um ekki eingöngu að binda drykkjuna við helgar. Oft fengum við okkur vín með mat í miðri viku og það gat endað með fylleríi fram á nótt. Ekkert öðruvísi neyslumynstur en annarra í kringum okkur, við vorum ung og lékum okkur; enginn skaði skeður. Ein vinkonan datt út úr námi og það var eingöngu vegna drykkjunnar í klíkunni okkar. Við þetta fékk hún mikið áfall og dreif sig í meðferð og hefur staðið sig upp frá því. Eg vildi óska þess að ég hefði fengið svip- aðan skell fyrr á ævinni. Kannski hefði það kennt mér eitthvað. Þess í stað flaut ég á einhverju gegnum háskólanám, í starf og í hjónaband. Ég lagði mikinn metnað í að búa fjölskyldunni fallegt heimili. Til að aðrir fengju að njóta þess með okkur bauð ég gjarnan fólki heim um helgar. Auðvitað var þetta ekki til annars en að veita mér afsökun til að drekka. Matarboð, bóka- spjall, rauðvíns- og ostaboð voru meðal þeirra sam- kvæma sem ég hélt og fljót- lega fékk ég orð á mig fyrir að vera gestrisin og skemmtileg heim að sækja. Sjálf var ég meira og minna drukkin í þessum boðum og fæst þeirra man ég frá upp- hafi til enda. Það kom að því að ég átti sjaldnast nóg áfengi heima til að það nægði mér. Þá fór ég að sækja í að fara út þeg- ar birgðir mínar voru búnar. Maðurinn minn kom með til að byrja með en var oftast kominn heim á undan mér. Ég skilaði mér undir morg- un eða eyddi nóttinni hjá vinum. Svo kom að því að ég vaknaði upp í einhverju rúmi hjá ókunnum karl- manni. Það var geysilegt áfall og ég lofaði sjálfri mér að hætta að drekka. Ég stóð við það loforð í tvær helgar en síðan var ég byrjuð aftur. Stuttu síðar endurtók sagan sig, ég vaknaði á ókunnug- um stað með einhverjum sem ég hafði aldrei augum litið áður. Fyllibyttan sem fór með viðkomandi heim, var þá eins og nú fjarri því að vera lík mér. Ég var feim- in og hlédræg, alls engin daðurdrós og sóttist svo sannarlega ekki eftir skyndikynnum. Maðurinn minn þoldi þetta auðvitað ekki lengi og hann krafðist skilnaðar. Síð- an þá hef ég búið með all- mörgum alkóhólistum og á tvö börn. Pabbi og mamma hafa meira og minna séð um þau bæði og fengu forræði þeirra dæmt af mér eftir að framkoma mín í sólarlanda- ferð gekk fram af þeim. Ég fór með börnin til Spánar en var svo drukkin að aðrir í ferðinni sáu um algjörlega um börnin mín í viku. Farar- stjórarnir létu þá senda þau heim að undirlagi foreldra minna en ég drakk í tvær vikur í viðbót til að drekkja sorg minni yfir að börnin höfðu verið tekin af mér. Börnin mín eru orðin stálpuð og heimsækja mig sjaldan. Ég Lesandi segir Steingerði Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. hef ekki haldið vinnu lengur en nokkrar vikur í fjölda- mörg ár og ég á engar eignir. I fyrravor fór ég í mína fimmtu meðferð og hef ver- ið edrú í rúma átta mánuði. Ég er dugleg að sækja AA- fundi og tel að í þetta sinn sé að duga eða drepast. Ég hef kynnst mikilli grimmd og mannlegri niðurlægingu og þess vegna hafði greinin í Vikunni svo sterk áhrif á mig en ég Vorkenni ekki sjálfri mér. Líf mitt hefur verið erfitt og litað af þeim sjúkdómi sem ég hef barist við megnið af ævinni. Ég læt hér eftir hverjum degi nægja sína þjáningu. HeimilisfangiO er: Viknn „Lífsreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Keykjavík, Nctfang: vikan@frmli.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.