Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 30
Honum fannst
þetta vægast
sagt ósann-
gjörn tilviljun.
Tilviljun sem
breytti öllu án þess að nokkuð
hefði í rauninni breyst. Hún
staðfesti ástand sem þau hingað
til höfðu tekið gott og gilt með
þögninni. En raskaði því um
leið.
Og hvílík tilviljun! í fyrsta
lagi var hann ekki vanur að
gefa konum hýrt auga. Hann
minntist þess ekki að hafa gert
það síðan hann kvæntist.
í öðru lagi var með ólíkind-
um að hann skyldi vera staddur
þarna nákvæmlega á þessu
augnabliki. Hann hafði mætt til
fundar við ungan mann sem
vildi ólmur kynna honum tölvu-
forrit, en kom að lokuðum dyr-
um. Beið fyrir utan dyrnar í 15
mínútur, yppti öxlum og gekk í
burtu. Fundurinn hefði í öllu
falli tekið lengri tíma en 15
mínútur.
Þá hefði ekkert gerst.
Fundarfallið var furðulegt og
gerði hann ringlaðan: Minni
spámenn forsmáðu ekki tæki-
færi til að hitta hann, gæfust
þau á annað borð. Og sjálfur
var hann að breyta út af vana
sínum með því að fara til fund-
ar við svo veigalítinn aðila sem
hann að auki þekkti ekkert til.
Það var engin áþreifanleg
ástæða fyrir því að hann hafði
breytl út af þessum vana. Bara
hugdetta og óvænt eirðarleysi.
Haustsólin hafði brotist út úr
skýjum á meðan hann beið inni
í húsinu og tók á móti honum
með skyndilegri ofbirtu eftir
rökkrið í fáfengilegum stiga-
ganginum. Eitt augnablik hafði
hugsunarleysi og þögul kyrrð
hrifið hann úr hans vanalega
hugarástandi sem snerist um
vinnuna og reksturinn, alltaf,
allan daginn og öll kvöld og líka
í næturdraumum.
Hann ætlaði að stíga inn í bíi-
inn, var enn í þessari leiðslu, en
rak þá skyndilega augun í
huggulega konu. Hún virtist
vera á milli fertugs og fimm-
tugs, klædd í dökkbláa skrif-
stofudragt með skollitt hár
bundið í hnút. Fremur sviplíti!
kona en honum fannst hún fal-
leg þarna í haustsólinni. Hon-
um fannst hún vel vaxin og
hann lét augun ferðast um lík-
ama hennar um leið og hann
hugsaði: Hvað hefur eiginlega
gripið mig?
Konan mætti augum hans og
varð skyndilega á svipinn eins
og hún þekkti hann. Hann gaf
henni það sem hann áleit vera
ísmeygilegt bros. Við það virtist
undrun grípa konuna uns svipur
hennar varð í senn hörkulegur
og vonsvikinn.
Hún settist inn í rauðan smá-
bíl. Hann settist sneyptur inn í
sína bifreið. í sama rnund sótti
á hann óþægilegur grunur um
að ekki væri allt með felldu.
Honum varð hugsað til þess að
smábíllinn var af sömu gerð og
með sama lit og bfll konunnar
hans, enda algeng tegund og al-
gengur litur. En það var ekki
fyrr enn rauði bíllinn ók greitt
framhjá að honum varð ljóst að
þetta hafði verið konan hans.
Atvikið framkallaðist spegil-
slétt og hnífskarpt í hugskotinu:
svipur hennar rétt áður en hún
steig inn í bflinn. Hann þekkti
þennan svip, hann þekkti þessi
þreytulegu vonbrigði.
Hún hafði áttað sig á því að
hann bar ekki kennsl á hana.
Henni hafði orðið það ljóst í
þann mund sem hún ætlaði að
heilsa upp á hann.
II
Einhvern tfma hafði hún
spurt hvort hann þyrfti að vinna
svona mikið. Hann gat ekki
svarað henni. Mundi bara að
einu sinni hafði hann mætt í
strigaskóm á jólatrésskemmtun
í barnaskóla vegna þess að
hann átti ekki spariskó.
í fjölskyldu hans hafði öllum
mistekist allt, afrakstur alls erf-
iðis hafði brunnið upp í báli
óreglu, hömluleysis og eirðar-
leysis. Líf hvers einasta ættingja
hans var meira og minna merkt
sömu ógæfunni.
Einhvern tíma hafði hún
spurt hvort hann teldi sig ekki
þurfa að sinna henni og börn-
unurn bara af því hann skaffaði
nóga peninga. Hann gat ekki
svarað því. Mundi bara að einu
sinni hafði hann verið á þeim
aldri þegar ekki hvarflaði að
honum að efast um visku for-
eldra sinna. Og þá frétti hann
að þau væru að flytja í nýtt hús,
úr gamla vistlega timburhúsinu
sem þau höfðu búið í frá fæð-
ingu hans. En svo kom í ljós að
nýi bústaðurinn var ekki hús
heldur þriggja herbergja íbúð í
húsi. Ári síðar voru þau flutt í
tveggja herbergja íbúð og það
var fyrsta leigufbúðin. Stuttu
eftir það flutti hann með móður
sinni og tveimur systkinum í
aðra tveggja herbergja leiguí-
búð í eigu borgarinnar.
Hún spurði hann hvenær
hann ætlaði að hætta að óttast
að hann yrði eins og fjölskylda
hans, því allt benti í þveröfuga
átt, hann var fyrstur þeirra til
að drekka ekki, fyrstur til að
ganga menntaveginn, sá eini
sem hafði efnast.
I þetta sinn vissi hann svarið
en gat ekki látið það uppi: Ótt-
inn sem hafði knúið vinnuárátt-
una var horfinn en stritið var
orðið að ómótstæðilegri nautn.
Núna var hún fyrir löngu
hætt að spyrja slíkra spurninga.
Hún spurði í hæsta lagi hvort
hann hefði heyrt veðurspána og
hann svaraði henni annars hug-
ar án þess að líta upp úr blað-
inu, pappírunum eða ferðatölv-
unni. Eða svaraði henni ekki.
Nálægð hennar var notaleg eins
og öll nálægð sem maður hefur
vanist svo vel að maður tekur
ekki eftir henni. Rödd hennar
rann saman við bflaniðinn af
götunni, fréttirnar í útvarpinu
og þögnina. Líkamsilmur henn-
ar rann saman við húslyktina.
Hann hugsaði aldrei um hana
30 Vikan