Vikan


Vikan - 07.09.1999, Síða 35

Vikan - 07.09.1999, Síða 35
Umsjón: Marentza Poulsen Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson Tómatbaka (fyrir fjóra) 1 pakki frosið smjördeig Fylling: 500 g þroskaðir tómatar 150 - 200 g beikon 150 g sveppir 2 msk. rjómi karrí chílepipar salt 3 egg 2 dl sýrður rjómi 18% 1 dl rifinn ostur 2 msk. ferskt basilíkum, saxað Aðferð: Látið smjördeigið þiðna, fletjið það út og klæðið með því vel smurt tertumót. Pikkið deigið með gaffli. Skerið beikonið í bita og steikið aðeins á pönnu. Bætið sveppunum saman við og steikið aðeins áfram. Hellið 2 msk. af rjóma út á. Látið krauma aðeins. Bragðbætið með karrí, chílepipar og salti eftir smekk. Hellið því svo yfir smjördeigsbotninn og raðið niðursneiddum tómötunum ofan á. Léttþeytið saman eggjum og sýrðum rjóma. Bætið rifna ostinum og söxuðu basilíkum saman við. Þessu er síðan hellt yfir tómatana. Bakið við 200 - 225°C í 30 - 40 mínútur eða þar til bak- an er bökuð. SULTAÐIR TÓMATAR 500 g kokkteiltómatar 3 hvítlauksrif 1 lime ávöxtur 1 kvistur rósmarín 4 dl hvítvínsedik 1 msk. sinnepsfræ 2 lárviðarlauf 4 msk. sykur 2 tsk. salt Aðferð: Pikkið tómatana með grófri nál eða gaffli. Setjið tómatana og hvítlauksrifin í krukku. Skerið lime í sneiðar og leggið inn á milli tómatanna, ásamt rósmarínkvistinum. Setj- ið vínedikið, sinnepsfræ- in, lárviðarlaufin, sykur- inn og saltið í pott og lát- ið suðuna koma upp. Kælið löginn aðeins áður en honum er hellt yfir tómatana. Geymist í sól- arhring í kæli fyrir notkun. Þetta er sérstaklega gott meðlæti með steiktu og grilluðu kjöti. Spænsk, köld tómatsúpa (fyrir fjóra) 500 - 600 g þroskaðir tómatar 1 agúrka 1 rauð paprika 2 msk. þurrt sérrí salt og pipar Til skrauts: saxaður vorlaukur, agúrka og paprika Aðferð: Tómatarnir eru skornir í fernt. Af- hýðið agúrkuna og skerið í bita. Hreinsið paprikuna og skerið hana niður. Þetta er allt sett í matvinnsluvél, ekki maukað heldur gróf- hakkað. Ef súpan verður of þykk má þynna hana með ísköldu vatni. Hún er bragðbætt með sérrí, salti og pipar eftir smekk. Söxuðum vor- lauk, agúrku og papriku er dreift yfir hvern súpudisk rétt áður en súpan er borin fram. Þetta er frískandi réttur á heitum sum- ardegi eða bara hvenær sem er og auðveldur í fram- kvæmd. Auðvitað berurn við fram góð brauð með súpunni, gjarnan heit. Vikan 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.