Vikan - 07.09.1999, Qupperneq 55
Lesandi segir jrá
w? v
Á Þorláksmessu fór ég í
bæinn ásamt systrum mínum
og sá Ólaf tilsýndar. Hann
var fölur að sjá og einn á
ferð. Ég var fegin því mig
langaði ekki að sjá hann
með nýja kærustu sér við
hlið. í fyrstu ætlaði ég að
kalla á hann en ákvað að
sleppa því. Sú ákvörðun er
ein sú örlagaríkasta sem ég
hef tekið um ævina að mínu
mati. Ég veit ekki hversu oft
ég hef hugsað með mér:
Hvað ef ég hefði kallað?
Foreldrar hans sendu mér
fallegt jólakort og báðu mig
að koma í heimsókn til sín
við tækifæri. Ég væri ennþá
eins og dóttir í þeirra huga.
Jólin liðu en ég fór ekki
heimsókn til þeirra. Ég
var fegin þegar ég fór
aftur upp í flugvélina
sem flutti mig burtu
frá þessu landi.
Mér fannst gott að
komast í burtu frá
öllum stöðunum
sem minntu mig
á Ólaf.
hjá foreldrum sínum.
Heimurinn hrundi. Ég
fraus og man ekkert hvað ég
gerði eða sagði. Sem betur
fer var mamma búin að hafa
upp á íslenskri konu sem var
komin til mín skömmu síðar.
Tveimur dögum seinna var
ég komin til Islands. Þar
beið mín bréf sem mamma
sagði að hefði borist fyrir
u.þ.b. viku. Um leið og ég sá
umslagið þekkti ég skriftina
hans Ólafs.
„Ég veit að ég hef valdið
þér miklum sárs-
auka en reyndu
að
a
i
að ég ætti nokkra mánuði
ólifaða. Ég gat ekki gert þér
það að skemma dvölina
þína. Mig langaði mest að
koma til þín og segja þér
hvað væri í vændum en gat
hlut í fórum sínum og ég átti
að eiga þá allflesta. Eins
fundu þau bréf til mín í
bunkum. Bréf sem Ólafur
hafði skrifað þegar hann
fékk fréttirnar um sjúkdóm-
Hann var fölur að sjá og einn á ferð. Ég var feg-
in því mig langaði ekki að sjá hann með nýja
kærustu sér við hlið. í fyrstu ætlaði ég að kalla
á hann en ákvað að sleppa því. Sú ákvörðun er
ein sú örlagaríkasta sem ég hef tekið um ævina
að minu mati. Ég veit ekki hversu oft ég hef
hugsað með mér: Hvað ef ég hefði kallað?
Óvæntar fréttir
Tveimur mánuðum
seinna hringdi mamma
til mín og ég heyrði að
henni var mikið niðri
fyrir. Áður en hún sagði
mér fréttina tilkynnti
hún að þau pabbi væru
búin að kaupa flugmiða
handa mér heim til Is-
lands. Ég man að ég
sat stjörf og beið
fréttarinnar. „Hann
Ólafur er dáinn“ sagði
mamma með sinni
hægu rödd. Hann var
búinn að vera veikur í
nokkra mánuði með ólækn-
andi sjúkdóm en sagði ekki
neinum frá því fyrr en fyrir
nokkrum dögum áður en
hann lést. Hann dó heima
skilja mig. Auðvitað átti
ég enga aðra kærustu
því þú ert stóra ástin í lífi
mínu. Ég er þakklátur fyrir
þær stundir sem við áttum
saman. Stuttu eftir að þú
fórst utan fékk ég þær fréttir
það ekki. Ég blekkti ekki
bara þig heldur alla hina
sem standa mér næst.
Reyndu að skilja mig og fyr-
irgefa mér.“ Þetta og margt
annað stóð í þessu hjart-
næma bréfi sem hann
hafði skrifað og kom-
ið í póst fársjúkur.
Ég komst í jarðar-
förina sem var mér
mikill léttir. Ég var
öskureið út í
hann í marga
mánuði og
mörg ár. Mér
fannst hann svo
vondur við mig
að leyfa mér ekki að
eiga síðustu mánuðina
með sér. Ég gat alltaf
farið í skóla. Það var
sjálfsagt auðveldara fyrir
hann að velja þessa leið
en mér fannst það illa
gert gagnvart mér. For-
eldrar hans upplifðu
líka höfnun hans því
hann vildi ekki þiggja
neitt frá þeim, þau
máttu ekki einu
sinni hjúkra honum
þegar hann lá bana-
leguna og gat sig varla
hreyft.
Þegar foreldrar hans
gengu frá dótinu hans kom í
ljós að hann var búinn að
ráðstafa hverjum einasta
inn. í þeim komu greinilega
fram þær hræringar sem áttu
sér stað í sálu hans, hvort
hann ætti að segja mér sann-
leikann eða leyna honum.
Smám saman náði ég að
fyrirgefa Ólafi. Ég skil þetta
allt betur núna. Hann á samt
alltaf stóran hlut í hjarta
mínu. Ég giftist góðum
manni og á með honum tvö
börn. Ég skírði son minn í
höfuðið á Ólafi með fullu
samþykki eiginmanns míns.
Foreldrar Ólafar hafa alltaf
litið á börnin mín sem sín
eigin og verið dugleg að
halda sambandi við mig og
fjölskylduna mína. Þótt
margir hafi litið á samband
okkar Ólafs sem æskuást,
sem fjarar út, þá geri ég það
ekki. í mínum huga var
þetta stóra ástin í lífi mínu. í
dag finnst mér ég heppin að
hafa fengið tækifæri til að
upplifa slíka ást því það er
ekki sjálfgefið að hún verði
á vegi okkar.
Lesandi segir
Margréfi V.
Helgadóttur
sögu sína
Vilt þú deila sögu þinni
meö okkur? Er eitthvað
sem hefur haft mikil áhrif
á þig, jafnvel breytt lífi
þínu? Þér er velkomiö aö
skrifa eöa hringja til okk-
ar. Viö gætum fyllstu
nafnleyndar.
Heimilisfangift er: Vikan
- „IJfsreynslusaj»a“, Seljavegur 2,
101 Reykjavík,
Nellang: vikan@frodi.is