Vikan


Vikan - 07.09.1999, Síða 59

Vikan - 07.09.1999, Síða 59
est er að þurrka jurtirn- ar í lítilli birtu, þurrki og góð- um hita. Astæðan fyrir því að birtan má ekki vera mikil er sú að jurtunum hættir til að fölna á meðan þær eru að þorna ef birtan er of mikil. Einnig er hægt að setja jurtirnar í bökunarofn og með því að þurrka þær í ofninum breyt- ist liturinn á þeim og verður brúnni en ella. Það getur verið mjög skemmtilegt því með þessu móti fást mis- munandi litir á sams konar ber eða strá. Gott dæmi um þetta eru berin á bauna- trénu, sem eru í upphafi snjóhvít. Þegar þau þorna á venjulegan hátt verða þau földrappleit en séu þau sett í ofn fer liturinn meira út í brúnt. Eins er með regn- fang. Knúpparnir á því eru í upphafi skærgulir en þegar blómin þorna koma fram brúnir tónar, séu þau þurrk- uð í ofni. Ekki breytist allur gróður við að þorna. Rósa- aldinið heldur alveg full- komnum lit nema þegar það er þurrkað í ofni þá getur það orðið dökkbrúnt. Ofn- inn er hafður á 50°C og jurt- irnar þurfa að vera í honum í 5 til 10 klukkutíma. Tíma- lengdin fer eftir því hvað gróðurinn er þykkur. Nú er rétti tíminn September er rétti tíminn til þess að tína gróður og þurrka hann og nota í þurr- skreytingar, en rétt er að benda fólki á að tína bæði reyniber og rósaaldin á mis- munandi tíma, þegar þau eru græn, ofurlítið þroskuð og loks fullþroskuð þegar þau eru orðin alrauð. Með því fæst mismunandi litur sem gerir það að verkum að skreytingarnar verða fjöl- breytilegri. Best er að hengja jurtirnar upp og láta þær þorna hang- andi. Gott er að vefja bindi- vír utan um þær og raða þeim svo á járnherðatré. Þannig fer minnst fyrir þeim á meðan verið er að þurrka þær. Ef berjaklasar eru þurrkaðir hangandi standa þeir uppréttir þegar þeim er snúið við og leggjast ekki út af eins og þeir myndu ann- ars gera og við þetta verður skreytingin miklu fallegri. Oþarfi er þó að hengja upp rósaknúppa. Bindivír er mikið notaður í skreytingar. Ur honum eru búnir til stilkar á til dæmis berjaklasana og vírnum stungið niður í óasa eða I körf'iinni ern svört lier sem vift vitiim ekki livaft lieita en þau komii nr lilóm- vendi sem keypfur Iiaf'fti verift í hlónia- lníft. I lienni eru einnig reyniher, lilynnr, rósaaldin, regnlang og hirkikvistur. krans, allt eftir því hvað er verið að skreyta. Best er að nota bastkransa undir skreytingar. Á þá er borið silikon og þeim gróðri sem maður ætlar að nota sem undirgróður í skreytinguna, venjulega það sem mest er til af, er lagt ofan á silikonið. Þurrkuð blóm eru stökk og þess vegna má alls ekki þrýsta fast á þau þegar verið er að koma þeim fyrir á kransinum. Þessu næst er fá- gætara skreytiefninu komið fyrir með því að stinga því inn í grunnefnið, lyngið, sem fyrst var sett. Þegar skreytingin er tilbú- in getur verið gott að úða hana með hárlakki því við það kemur á hana svolítill gljái og annað og meira, það verður miklu auðveldara að blása af henni rykinu sem óneitanlega á eftir að setja á hana þar sem hún hangir á vegg eða stendur á borði. Hér er að finna rósaaldin, hlynaldin, fræhús af birkikvisti, hrossapunt, blá berjalyng og vallhumal. í kransinum sjáið þið þurrkuð ber af reynitré, þurrkuð ber af baunatré, sem eru orðin guldrappleit, rósaaldin, aldin af gullregni og bláberjalyng. Auk þess eru notuft blóm af birkikvisti. Uppistaða í þessum kransi eru baunatrjáaber, birkikvistur, aldin af gull- regni og hlyntré auk bláberjalyngs. Vikan 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.