Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 11

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 11
gangi að takast á við vand- ann. Ætti ekki að vera hœgt að koma auga á vandann fyrr og eru einhverjar leiðir til að takast á við hann þegar illa er komið fyrir þolandan- um? „Þetta er erfið spurning því ég tel að viðbrögðin þurfi að vera mörg og marg- vísleg og að þau ættu að hefjast löngu fyrir þann tíma þegar ofbeldið er komið á það stig að barnið verði fyrir miklu líkamlegu ofbeldi. Ekkert barn ætti nokkru sinni að þurfa að horfast í augu við það að í skólanum sé stöðugt á það ráðist. Það er vissulega algengt að við bregðumst þannig við í fyrstu að athyglinni sé fyrst og fremst beint að þoland- anum. Við reynum að gera hann harðari af sér og kenna honum að svara fyrir sig. Ég tel það ekki endilega góðan kost því eini árangur þess er venjulega að þá eru báðir aðilar farnir að beita ofbeldi. í stað þess ættu skólarnir, til að byrja með, að viðurkenna að komið sé upp vandamál. Til að takast á við vandann og leysa hann þarf allur skólinn að taka þátt í vinnunni og vera með- vitaður um að það þarf að finna lausn. Kennarinn er ekki einn ábyrgur heldur verða húsverðir, skólastjórn- endur og allir að taka þátt. Það ætti að halda fundi um málið og ræða hvað hver og einn getur gert. Innan kennslustofunnar má vinna með þetta á marg- an hátt. Ein aðferðin væri að ræða einelti og ofbeldi innan hópsins. Þá er yfirgangs- seggurinn ekki tekinn út úr hópnum. Það má byrja á því að spyrja börnin hvað þau haldi að yfirgangsseggur sé. Þau lýsa þá oftast nær per- sónu sem er óaðlaðandi, hrindir, stríðir og er leiðin- leg. Yfirgangsseggurinn í hópnum fer þá oft að skammast sín. Einnig má spyrja börnin hvað þau haldi að einelti sé eða hvort þau hafi verið vitni að því. Svari þau ját- andi má inna þau eftir því hvers vegna þau hafi ekki brugðist við og reynt að stöðva stríðnina. Flest munu svara því til að þau hafi ver- ið hrædd eða að ef þau færu að skipta sér að myndi of- beldið bara næst beinast að þeim. Þegar allt kemur til alls eru venjulega örfá börn innan hvers skóla sem eru líklegust til að verða fyrir einelti. Hinum börnunum má benda á leiðir til að segja frá því sem þau sjá án þess að þurfa að óttast hefndar- aðgerðir. Orð geta sært ekki síð- ur en högg Það er alls ekki alltaf auð- velt fyrir kennara að gera sér grein fyrir að einelti er byrjað innan barnahóps. Börnin eru að leik úti í frí- mínútum og þau hópast saman einhvers staðar á leikvellinum, hvort þau eru öll að veitast að einum eða bara að skemmta sér er ekki alltaf ljóst. Kennara þarf að þjálfa sérstaklega til að greina þarna á milli og til að taka eftir fyrstu merkjum um að einelti sé hafið innan hópsins. Hafi kennari hins vegar grun um að eitthvað sé að getur hann haldið fund með börnunum og spurt þau hvað þau haldi að sé í gangi og hvernig sé best að bregð- ast við. Hvað halda þau að þau geti gert til að koma í veg fyrir að málin haldi áfram að versna. Það þarf einnig að setja skýrar reglur um hvernig umgengni skuli háttað innan skólans. Of- beldi á aldrei að líðast. Það má ekki gleyma því að orð geta sært ekki síður en högg. Útilokun er eitt form ofbeldis, yfirleitt al- gengara meðal stúlkna en drengja. Barnið er skilið eft- ir eitt og enginn vill leika við það eða því er ekki boðið að taka þátt í sameiginlegum uppákomum. Það getur ver- ið mjög sárt fyrir börn að upplifa slíkt." Ofbeldi er ekki liðið ísam- félaginu en oft er eins og ekki megi grípa til neinna refsiaðgerða þegar börn eiga í hlut. Á þá ekki að refsa þeim sem beitir ofbeldi? „Refsingar eru ekki endilega lausn- in því þær kenna yf- irgangsseggnum ekkert annað en það að sá stærsti og sterkasti sigri. Hins vegar er sjálfsagt að börn séu látin bæta fyrir skaða sem þau valda, bæði með að endurnýja hluti sem hafa verið eyðilagðir og eins með að biðjast afsökunar. Það liggur þá í augum uppi að afsökunarbeiðnin verður að koma frá hjartanu og hugur verður að fylgja máli því verður ekki náð fram nema yfirgangsseggurinn geri sér grein fyrir hversu særandi framkoma hans sé. Umræð- ur um einelti og ofbeldi inn- an bekkjarins eru ein besta leiðin til að ná því mark- miði. Börnin ræða þá um hvernig það sé að að verða fyrir einelti og það má spyrja yfirgangssegginn beint hvernig hann haldi að það sé að verða fyrir stríðni. Þá kemst umræða í gang um hversu sárt það sé að vera tekinn fyrir og það getur aukið skilning barnanna á aðstæðum og tilfinningum hverts annars. Það má einnig setja á svið aðstæður þar sem einn leik- ur þolandann en annar yfir- gangssegg, síðan má ræða hvernig hefði verið hægt að breyta atburðarásinni. Hvað hefði þolandinn getað gert öðruvísi? Hvernig hefði yfir- gangseggurinn getað breytt betur og hvernig hefðu börnin sem horfðu á átt að bregðast við? Með því móti má kenna börnunum betri leiðir til að eiga samskipti hvert við annað. Það er ekki nægilegt að ræða eingöngu við þolandann eða yfir- gangssegginn, hvort sem kennarinn, skólastjórinn eða skólasálfræðingurinn gerir það. Einelti er mál sem þarf að ræða innan hópsins aftur og aftur þar til yfirgangsseggur- inn fer að finna fyrir þrýst- ingi hinna og finna að þeir munu ekki þola hegðun hans lengur. Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að gera bara einu sinni. Um- ræðuefnið þarf að taka upp aftur og aftur, í hvert einasta sinn sem einhverjum er strítt. Árangurinn verður vonandi sá að börnin sýna hvert öðru meira umburðar- lyndi. Ég tel einnig að kenn- Það má ekki gleyma því að orð gefa sært ekki síður en högg. Utilokun er eitt form ofbeldis, yfirleitt algengara meðal stúlkna en drengja. Vikan 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.