Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 46

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 46
Framhaldssaga konu sinnar. Hættu að klippa þessa fjandans runna. Þú hlýtur að sjá það sjálf að þeir eru steindauðir. Ég þarf að tala við þig! Ég fer til London á morgun, sagði hann. Ég vil að þú komir með mér. Bara ég og þú ástin mín. Við getum lát- ið sem við séum í brúð- kaupsferð. Ertu alveg frá þér! Hversu lengi hefur þú hugs- að þér að láta svona? Þarftu að spyrja? Julian svaraði án þess að hika: Þú veist að ég sleppi þér aldrei. Hvers vegna ger- ir þú okkur svona erfitt fyr- ir? Guð minn góður! Rödd Francescu var svo sársauka- full að Kaiser óskaði þess að börnin þyrftu ekki að hlusta á hana. Getur þú ekki sýnt mér smá miskunn? En ég finn ekki til miskunn- ar, Francesca. Ég l'inn aðeins ást. Ást! Þú ert illmenni! Ég vildi óska þess að ég væri dauð. Það var svo mikið hatur í röddinni að Kaiser velti því fyrir sér hvað Julian hefði gert á hlut hennar til þess að verðskulda það. Julian and- varpaði. Jæja þá, Francesca, hafðu það eins og þú vilt. Eins og ég vil! Þvílíkur brandari! Þú setur mér afarkosti. Fyrst þú hagar þér svona verð ég að taka Hildy með mér. Hún er tryggingin mín. Ég veit að þú yfirgefur mig aldrei án hennar. Það varð löng þögn og barn- anna vegna vonaði Kaiser að samtalinu væri lokið. Það heyrðist ekkert til þeirra. Satt að segja voru þau svo hljóðlát að Kaiser sneri sér við til þess að athuga hvort allt væri í lagi með þau. Hildy lá í hnipri við hliðina á honum. Christian sat og starði fram fyrir sig. Francesca braut ísinn og sagði ískaldri röddu: Hvað myndir þú gera ef ég færi fram á skilnað og tæki börn- in með mér? Þá yrði ég að segja börnun- um - og öllum - sannleikann. Það heyrðist hálfkæft óp frá Francescu. Kaiser rétt náði því að grípa í Hildy og koma í veg fyrir að hún hlypi til mömmu sinnar. Hann þrýsti henni fast að sér og vonaði að Francesca og Julian hefðu ekki heyrt til þeirra. Það leit ekki út fyrir það því Julian hélt áfram: Þú ert mín og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda í þig. Ég elska þig. Ef þú elskaðir mig myndir þú leyfa mér að fara. Það geri ég aldrei. Ég mun fylgjast með þér hverja sek- úndu sem við erum saman því ég veit að þú flýrð með börnin ef þú færð tækifæri til þess. Þess vegna ætla ég að taka Hildy með mér. Þá veit ég að þú verður hér þegar ég kem til baka. Ég skil ekki hvers vegna þú notar Elise sem fangavörð ef þú ert svona viss í þinni sök. Elise er hér til þess að þið hafið einhvern félagsskap og til þess að gæta Christians. Hún er hér til þess að gæta þess að ég hitti ekki nokkra sálu meðan þú ert fjarver- andi! Aumingja Christian er dauðhræddur við hana. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, sagði Julian. Elise er hér í góðum tilgangi. Þetta er tóm ímyndun. Þú ofdekr- ar Christian. Hann þarf á meiri aga að halda. Hann þarf á meiri ást að halda, sagði hún kuldalega. Ég aðvara þig Julian. Ein- hvern tíma rennur upp sá dagur að ég get horfst í augu við það að það sé betra fyrir börnin mín að vita sannleik- ann en að búa undir sama þaki og þú. Þér tekst ekki að hræða mig, sagði Julian kæruleysislega. Þú elskar þau of mikið til þess. Það er þinn veikleiki og minn styrkur. Fyrst þú vilt ekki fara með mér ætla ég inn og láta Elise vita að Hildy fari með mér. Gerðu það, sagði Francesca biturlega. í leiðinni skaltu biðja þessa yndislegu systur þína að halda þessum ógeðs- legu pillum sínum fyrir sjálfa sig. Ég er ekki heimskari en svo að ég veit að hún gefur mér róandi lyf. Kaiser heyrði fótatak þeirra fjarlægjast. Hann beið and- artak og leit svo í kringum sig. Okkur er óhætt að halda áfram hvíslaði hann en börnin hreyfðu sig ekki. Hildy hríðskalf og Christian sat sem fastast og starði fram fyrir sig. Þið skuluð koma heim með mér, sagði 46 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.