Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 44

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 44
Framhaldssaga Leyndarmálið 5. KAFU N ú er tækifær- ið, sagði Emma við Kaiser. Þig dauðlangar til að tala við Francescu. Not- aðu nú tækifærið meðan hún situr þarna ein. Þú hlýtur að vera drukkin, Emma, sagði Sam, en Kaiser var'þegar staðinn upp og á leið til Francescu sem sat og horfði á Julian og Hildy á dansgólfinu. Má ég tala aðeins við þig? spurði hann. Hún leit undrandi á hann og yppti svo öxlum. Hvað var eiginlega á seyði úti í eyjunni í dag? Ég hafði ekki bundið bátinn nógu vel, sagði hún, og hann rak frá okkur. Hnútar hafa aldrei verið mín sterka hlið. Það var heppilegt að ég var staddur á eyjunni. Satt að segja hélt ég að eitthvað al- varlegt hefði gerst. Hún hló gleðisnauðum hlátri. Það er alltaf eitthvað alvarlegt á seyði hjá okkur í Ferrare-fjölskyldunni. Það rignir á okkur meðan sólin skín á alla hina. Kaiser ákvað að segja það sem hann hafði verið að velta fyrir sér allan daginn. Mig langar til þess að hjálpa þér, sagði hann einlæglega og hún leit á hann. Ef það er eitthvað sem ég get gert... í því augnabliki komu Julian og Hildy aftur að borðinu. Kaiser rétti Julian höndina. Gaman að sjá þig aftur, sagði hann. Julian lét sem hann sæi ekki útrétta höndina og Kaiser lét sem hann tæki ekki eftir dónalegri framkomu hans. Má bjóða ykkur upp á drykk með okkur? sagði hann og benti í áttina að Emmu og Sam sem fylgdust með af miklum áhuga. Julian stóð ennþá hreyfing- arlaus. Ég fæ ekki skilið hvers vegna þú heldur að konan mín og börnin mín komi þér eitthvað við, sagði hann svo fjandsamlegri röddu að Kaiser hrökk við. Ég aðvara þig, láttu þau í friði! Kaiser lyfti brúnum og horfði á Francescu og Hildy. Ég skil ekki um hvað þú ert að tala, sagði hann rólega. Allt í einu fór Julian að skellihlæja og lagði hand- legginn yfir öxlina á Kaiser. Þú hlýtur að skilja að maður er alltaf á verði þegar maður er giftur svona fallegri konu. Auðvitað þiggjum við boð- ið! Elise velti því fyrir sér með- an hún var að búa um rúmið sitt hvað það væri skrýtið að hún gæti tengt alla mikil- væga atburði í lífi sínu dauðsföllum. Hún lyfti hægri hendinni og taldi á fingrum sér. Hún byrjaði á þumalfingri. Hann táknaði mömmu hennar. Svo var það vonda barnið hennar Önnu. Því næst Anna sjálf. Baugfingur táknaði pabba hennar; litlifingur Stahlberg, stúpa Francescu. Hún hafði aldrei hitt hann, en það var svo féll hann niður eins og hans vegna sem Francesca hafði reynt að svipta sig lífi og Julian komið á geð- sjúkrahúsið og sótt hana. Hún hrukkaði ennið. Hún var búin að nota alla fing- urna á hægri hendinni og varð að byrja á þeirri vinstri. En hver var fyrstur? Hún settist á rúmstokkinn og reyndi að hugsa skýrt. Hún heyrði hlátur Christi- ans fyrir utan og þá vissi hún svarið. Hildy kipraði augun til þess að reyna að sjá betur það sem Christian benti á. Sérðu það núna? spurði hann ákaf- ur. Ég sagði þér að það væri eitthvað þarna niðri á ströndinni. Hún sá einhverja hreyfingu en gat ekki séð hvað það var. Ég held að þetta sé haförn! sagði Christian. Það eru engir hafernir á þessum slóðum, kjáninn þinn. Hildy var orðin forvit- in. Hún leit í áttina að hús- inu en sá ekkert lífsmark. Við megum ekki fara ein á ströndina, sagði hún. Þú veist að Julian bannar það. En hugsaðu þér ef hann er meiddur! Hildy leit aftur niður á ströndina og nú sá hún glitta í fjaðrir. Hún leit aftur að húsinu og klifraði síðan nið- ur brattann. Þegar þau kornu niður í fjöru heyrðu þau allt í einu vængjablak og komu auga á stóran máf. Hann flaug nokkra metra upp í loftið en hann hefði rekist á ósýnileg- an vegg. Hvað heldur þú að ami að honum? hvíslaði Christian. Hildy settist á hækjur sér. Annar vængurinn virtist brotinn. Ég held að hann sé fastur í einhverju. Hún læddist nær. Fuglinn er fast- ur í neti og netið er fast í runnanum. Við verðum að ná í skæri og klippa á það. Það er best að þú náir í skærin, sagði Christian. A meðan fer ég inn í eldhús og næ í kex handa honum. Hildy virti máfinn fyrir sér. Christian, sagði hún skelk- uð. Það er öngull fastur í vængum. Ég sé í endann á honum. Já, nú sé ég hann líka. Christian leit örvæntingar- fullur á systur sína. Þá er ekki nóg að klippa á línuna, sagði Hildy. Það verður að ná önglinum út. Ég held að við getum það ekki hjálparlaust. Við geturn beðið Kaiser að hjálpa okkur, sagði Christi- an. Ég er viss að hann gerir það. Hildy kinkaði kolli. Hlauptu yfir til hans og segðu honum frá þessu. Ég skal vera á verði ef Julian skyldi koma. Hún skalf af hræðslu þegar henni varð hugsað til pabba síns. Ef hann kæmist að því að þau væru á ströndinni... Hún virti fyrir sér máfinn sem stóð hreyfingarlaus og starði á þau. Jú, hugsaði hún, stundum verður maður að taka áhættu. 44 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.