Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 26

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 26
LISTIIM AD VERA FULLKOMINN mér íbúð, nœsta ár œtla ég að klífa Kilimanjaro, ég cetla að gifta mig þegar ég verð þrítug, vera búin að eignast tvö börn áður en ég verð 35 ára, vera komin íframkvæmdastjóra- stöðu áður en ég verð fertug... Okkar regla: Hættu að geyspa! Málið er ekki það að skipuleggja lífið frá A ti! Ö. Það er bæði heimskulegt og hundleiðinlegt. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa markmið, en það er skynsamlegra að setja sér nokkur langtíma- markmið frekar en eitt stórt markmið; svo sem að stefna að því að fá stöðuhækkun eða gifta sig eða kaupa íbúð. Eitt stórt markmið getur skapað vandamál. Það getur farið svo að þér takist ekki að ná mark- miðinu. En hvað gerist þegar takmarkinu er náð? Jú, þú hefur einfaldlega ekkert til þess að stefna að í framtíðinni. Sestu niður og skrifaðu nið- ur markmiðin þín, hvort sem þau snúast um það að taka til í fataskápnum eða vinna nóbelsverðlaunin. Settu þér tímamörk. f hvert sinn sem þú hefur náð einu takmarki, strikaðu þá yfir það og skrif- aðu annað í staðinn. Sjöunda regla full- komnunarsinnans: Ég er stöðugt hrœdd um að gera mistök. Okkar regla: Þetta er svo sannarlega ekki rétta upp- skriftin að velgengni. En það gæti orðið það svo framarlega sem þú forðast leið fullkomn- unarsinnans sem lætur stjórn- ast af hræðslu og vanmáttar- kennd. Sannur árangur, sem byggir upp sjálftraustið, fæst ekki með því að takast á við eitthvað. Sannur árangur fæst með því að hafa hugrekki til þess að takast á við eitthvað sem þér finnst ógnvekjandi og segja þar með vanmáttar- kenndinni stríð á hendur. Ekki líta á vandamálin sem óyfirstíganlega hindrun. Bíttu á jaxlinn og haltu áfram. Ef hlutirnir ganga ekki upp getur þú alltaf hagrætt þeim og sett þér annað markmið. Næst þegar þú byrjar í nýju sambandi, ferð fram á launa- hækkun eða skiptir um háralit skaltu gera það með jákvæðu hugarfari. Ekki hugsa sem svo að þetta komi aldrei til með að ganga. Hugsaðu frekar: Það getur vel verið að þetta samband gangi ekki upp þannig að ég ætla líka að byrja í leikfimi, sækja um ábyrgðar- meira starf og gæta þess að hafa kvenlegasta kjólinn í borginni alltaf til taks í fata- skápnum. Áttunda regla full- komnunarsinnans: Ég geri kröfu um aðeins það besta, bœði til mín og annarra. Okkar regla: Fullkonmun- arsinnar fá viðurnefni sitt einmitt vegna þessa hugsunar- háttar. Vissulega byggjast væntingar þeirra á stjórnunar- áráttu frekar en sjálfselsku. Það er ólíklegt að einhver leggi í það að ráðskast með fullkomnunarsinnann. Fullkomnunarsinninn tekst á við tilfinningalausa kærasta, freka fjölskyldumeðlimi, kröfuharða yfirmenn, svikula iðnaðarmenn, dónalega þjóna; þ.e.a.s. alla þá sem eru til vandræða, með því að lifa eftir hinni gullnu reglu að gjalda alltaf gott með illu. Það má segja að þetta sé vænlegasta leiðin til þess að rækta sjálfsvirðinguna. Þegar þú hefur gert þér grein fyrir hversu mikils virði þú ert og sættir þig ekki við neitt rninna, byggir þú á traustum grunni og getur tekist á við hvað sem er. Spurðu sjálfa þig: Hvor heldur þú að nái betri árangri í atvinnuleitinni/á stefnumót- inu/í veislunni innan um fullt af ókunnugu fólki, konan sem gerir sér minnstu athygli að góðu eða sú sem gerir sér fulla grein fyrir því hvers virði hún er? Níunda regla fullkomn- unarsinnans: Ég reyni að forðast alla áhættu. Okkar regla: Ef þú ert þeirrar skoðunar að áhættu- fælni leiði til hægfara heila- dauða og vanþroska þá hefur þú rétt fyrir þér. En það er líka heimskulegt að geta aldrei verið í föstu sambandi, að ráða sig í starf án ná- kvæmrar starfslýsingar og starfsheitis, eða lána peninga án þess að vita hvort eða hvenær þú sérð þá nokkurn tíma aftur. Allt þetta er dæmi- gert fyrir þá sem eru vanir því að taka áhættu í lífinu. Við mælum aftur á móti með úthugsaðri áhættu. Flest okkar ráðast í breytingar á líf- inu þegar við erum vonsvikin. Við hellum okkur út í hlutina án þess að meta kostina og gallana. I níu af hverjum tíu tilfellum leiða slíkar breyting- ar ekki til góðs. Til þess að forðast mistökin er gott að hafa fimm spurning- ar í huga og svara þeim sam- kvæmt bestu samvisku áður en ráðist er í breytingar, hvort sem þær snúast um útlit, at- vinnu eða persónuleg málefni: 1) Mun mér snúast hugur ef ég fresta ákvörðuninni um einn dag? 2) Hvað er það versta sem gæti gerst? 3) Hvað er það besta sem gæti gerst? 4) Hvað gerist ef ég geri alls ekki neitt? 5) Ef mér tekst áætlunin græði ég þá meira en ég tapa ef mér mis- tekst? Þegar þú hefur svarað öllum spurningunum skaltu taka ákvörðun á eigin ábyrgð. Tíunda regla fullkomn- unarsinnans: Kvíðalaus maður er kœru- laus maður. Okkar regla: Satt best að segja er kvíði af hinu góða. Sálfræðikannanir á samspili kvfða og frammistöðu sýna að því meira sem við kvíðum ein- hverju því betri árangri náum við...upp að vissu marki. Eftir það, og enginn er betur með- vitaður um það en fullkomn- unarsinninn, stefnir allt niður á við. Hver er þá rétti kvíða- skammturinn? Svarið er: Kvíði er af hin góða svo lengi sem hægt er að virkja hann á jákvæðan hátt. Hugsaðu um kvíðann sem jákvæða ofsókn- aráráttu. Reyndu að gera þér nákvæma grein fyrir því hvað það er sem veldur þér kvíða. Þar með getur þú tekist á við kvíðann á uppbyggilegan hátt. Eru lánin komin í vanskil? Fáðu þjónustufulltrúann í bankanum til þess að gera raunhæfa greiðsluáætlun í samvinnu við þig. Ertu að drukkna í verkefnum í vinn- unni? Fáðu yfirmanninn til þess að setja raunhæfari skila- daga. Ertu óánægð í núver- andi starfi? Líttu í kringum þig og lestu atvinnuauglýsing- arnar. Ertu að þyngjast? Farðu í leikfimi. Er enginn maður í lífi þínu? Fáðu vin- konur þínar til þess að kynna þig fyrir huggulegu mönnun- um sem þær vinna með. Lifir þú ófullnægjandi kynlífi? Farðu og keyptu þér titrara! í stuttu máli sagt er málið kannski einfaldlega það að breyta örlítið gamla, góða dægurlagatextanum og syngja fullum hálsi undir sturtunni á morgnana: Do worry, be happy! 26 Vikfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.