Vikan


Vikan - 28.09.1999, Síða 24

Vikan - 28.09.1999, Síða 24
Texti: Þórunn Stefánsdóttir USTIIM AD VERA O 11 þekkjum við a.m.k. eina konu sem haldin er full- komnunar- áráttu. Pað er konan sem straujar rúmfötin og nærfötin og á erfitt með að fyrirgefa sjálfri sér ef henni verður eitt- hvað á. Konan, sem er ekki ánægð nema henni takist að gera allt betur en við hinar. Við vorkennum henni svolítið og hlæjum jafnvel að henni. En sá hlær best sem síðast hlær. Ef við hugsum málið til enda verður að viðurkennast að þessi kona mætir líklega aldrei of seint í vinnuna, gleymir aldrei afmælisdögum og símanúmerum og fellur ekki fyrir vonlausum karl- mönnum. Ekki sem verst. Fullkomn- unarsinnar eru nefnilega skipulagðir, taka mark á smá- atriðunum og bíta á jaxlinn þegar þeir lenda í erfiðleikum. En fullkomnunaráráttan getur reynst dýrkeypt. Kann- anir hafa sýnt að leitin að full- komnuninni getur leitt til lé- legs sjálfsmats, þunglyndis og jafnvel, í einstaka tilfellum, til sjálfsvígs. Hér á eftir fara nokkrar reglur fullkomnunarsinnans, sem við höfum einfaldað og mildað. Þær geta e.t.v. hjálpað þér að ná betri tökum á lífinu. Okkur dettur ekki í hug að halda því fram að líf þitt verði fullkomið, en við ábyrgjumst að þú gerir færri glappaskot, lendir ekki eins oft í ömurleg- um ástarævintýrum, lifir betra kynlífi, veikist sjaldnar, skrifir færri innistæðulausa tékka og hættir að fara í vonlausa megrunarkúra. Lestu reglurnar, veldu þær sem höfða til þín, lifðu eftir þeim, og hókus pókus, lífið verður einfaldara og betra! Fyrsta regla fullkomn- unarsinnans: Ég dœmi mig af mistökum mínum, ekki því sem ég sem geri vel. Ég einblíni á það sem ég gœti hafa gert eða œtti að hafa gert. Raunhæfari regla: Svona hugsanagangur er ekkert annað en orkusóun. Þó verður að viðurkennast að mistökin eru til þess að læra af þeim. Þau eru nokkurs konar tækifæri í dulargervi; tækifæri til þess að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni. Notaðu því tækifærið þegar eitthvað óvænt gerist í lífi þínu, svo sem skilnaður eða hörkurifr- ildi við bestu vinkonuna og reyndu að læra eitthvað já- kvætt af þeirri reynslu. Þegar okkur líður illa eigum við erfitt með að koma auga á jákvæðu hliðarnar. En kostirn- ir við mistökin eru þeir að við getum lært að forðast þau næst þegar þau verða á vegi okkar. Leggðu viðvörunar- merkin á minnið og notfærðu þér þau. reikninginn. Gallinn er hins- vegar sá að tossalistaþrællinn sér alltaf aðeins það sem hann á eftir að gera. Það er miklu raunhæfara að hafa fleiri en einn lista í gangi. Einn fyrir verkefni sem verður að af- greiða hér og nú, annan fyrir verkefnin sem geta beðið þar til í næstu viku og enn annan fyrir verkefni næsta mánaðar. Skrifaðu listana í sérstaka bók. Njóttu þess að strika jafnóðum yfir það sem lokið er við og listinn verður annað og meira en enn ein skyldan. Mundu svo að tossalistar þurfa alls ekki að vera leiðin- legir. Þeir eru fyrir dagdraumana ekki síður en skyldustörfin! Onnur regla fullkomn- unarsinnans: Ég skrifa niður öll verkefni dagsins og hœtti ekki fyrr en ég er búin að strika yfir allt sem á listanum stóð. Raunhæfari regla: Flest okkar burðast með einhvers konar tossalista en munurinn á fullkomnunarsinnanum og okkur hinum er sá að þeir nota listana. Þess vegna þurfa þeir aldrei að spyrja tvisvar um sama hlutinn, þeir muna nöfn viðskiptavinanna og muna eftir því að borga Visa- um og svaraðu þeim þegar þú kemur út mat. Segðu kærast- anum þínum að hann verði að taka til eftir sig eða ráða konu til þess að þrífa. Ef þér finnst vinnan vera farin að stjórna lífi þínu notaðu þá tímann betur með því að gera eitt- hvað tvennt á sama tíma sem veitir þér ánægju. Þú getur mælt þér mót við vinkonu þína á snyrtistofu og notað tímann til þess að spjalla með- an þið fáið handsnyrtingu eða mælt þér mót við kærastann þinn í líkamsræktarstöðinni. Þriðja regla fullkomn- unarsinnans: Ég sameina starfið og lík- amsrœktina með því að skipu- leggja vinnudaginn í huganum á meðan ég geng í vinnuna. Raunhæfari regla: Full- komnunarsinnarnir nota hverja mínútu dagsins. Auð- vitað. Það er þess vegna sem þeir eru svo viðkvæmir fyrir umgangspestunum sem ganga hverju sinni. Vissulega er gott að raða hlutunum í forgangs- röð. Það kennir þér að gera eitt í einu, þú lærir smám sam- an að forgangsraða verkefn- unum og hættir að æða úr einu í annað. Skrifaðu niður allt það sem hefur truflandi áhrif; finndu leið til þess að draga úr ótímabærum símhringingum vinkonunnar sem hringir stöðugt í þig í vinnuna til þess eins að spjalla um daginn og veginn, og kenndu kærastan- um að taka til eftir sig. Það er enginn sem segir að þú þurftir alltaf að taka símann; safnaðu saman mikilvægum skilaboð- Fjórða regla fullkomn- unarsinnans: Ég athuga innistœðuna mína í bankanum á hverjum degi og fer aldrei að sofa fyrr en ég er búin að vaska upp. Okkar regla: Taugaveiklun? Já, svo sannarlega. Finnst þér fullkomnunin felast í smáat- riðunum? Líklega ert þú aldrei ánægð og finnst þú aldrei gera nógu vel, jafnvel ekki þótt þú sért tölvusnilling- ur eða heimsfrægt tónskáld. Þeir sem njóta velgengni gera oft hluti sem okkur hinum hundleiðist að gera og komum okkur hjá. Þar með er ekki sagt að fullkomnunarsinnun- um leiðist ekki að gera þessa hluti. Þeir láta einfaldlega skylduna ganga fyrir. Hér eru nokkrar einfaldar leiðir til þess að auðvelda þér að lesa smáa letrið í lífsbókinni: Opn- aðu og lestu póstinn þinn jafn- óðum og hann berst þér; leggðu saman í tékkheftinu, lestu yfirlitið frá kortafyrir- tækinu og útbúðu sér möppu fyrir kvittanir yfir það sem er frádráttarbært frá skatti. Mundu að þú þarft ekki að þrífa allt hátt og lágt í hverri viku, stundum er nóg að taka Enginn er fullkominn. En við getum öll lært eitt og annað

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.