Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 54

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 54
efniá hjálpar Um árabil hefur fjölskylda mín barist við mikla fjárhagsörðug- leika. Pabbi og mamma hafa bæði átt mjög erfitt líf og það er hræðilegt að þurfa að horfa upp á þau berjast stöðugt í bökkum. Við höf- um smátt og smátt verið að missa allt. Fyrst húsið, svo bílinn og nú erum við flutt í annað bæjarfélag og búum í lítilli leiguíbúð. Að hluta til er það rangri fjármálastjórn bankans okkar að kenna að svo er komið. Þeir tóku völdin af pabba og mömmu og stjórnuðu alveg hvernig og hvað var borgað af lán- unum. Foreldrar mínir hefðu viljað láta gera hlut- ina öðruvísi og ef það hefði verið farið að þeirra vilja ættum við sennilega bílinn ennþá. Þetta hefur allt reynst mér mjög erfitt og ég hef tekið það ákaflega inn á mig hvernig ástandið í fjöl- skyldunni er. Systir mín og mágur eru mömmu og pabba mjög reið vegna fjárhagsörðugleika þeirra og oft hef ég þurft að hlusta á þau rífast heiftar- lega. Ég tek það nærri mér og loka mig venjulega inni í mínu herbergi þegar það gerist til að þurfa ekki að hlusta á þau. Ég skil í raun- inni ekki hvernig mamma þolir allt sem á hana er lagt. Það er eins og allt snúist gegn henni. Hún lenti í bílslysi fyrir ári síðan og hef- ur verið óvinnufær síðan. Þegar ég var yngri var ég léttari í skapi og átti auð- veldara með að sætta mig við erfiðleikana. Kannski skil ég betur nú hvað for- eldrar mínir eru að ganga í gegnum. Við vorum líka um tíma á götunni eftir að við neydd- umst til að flytja. Bjuggum öll saman í lítilli stúdíóíbúð sem var bara eitt herbergi, eldhúskrókur, lítil stofa og bað. íbúðin sem við fengum síðan er heldur stærri en samt allt of lítil fyrir fjöl- skylduna. Við systurnar þurfum að vera saman í her- bergi og það er erfitt þegar maður er hálffullorðin og vill hafa eitthvað út af fyrir sig. Nokkrum árum áður en við fluttum byrjaði ég svo að vera með strák og varð yfir mig ástfangin af honum. Hann var hluti af vinahóp sem ég fór að vera mikið með. Mamma hefur sagt mér að henni hafi fundist ég breytast mjög mikið eftir það. Ég hafi verið mjög til- litslaus, uppstökk og erfið í allri umgengni. Innan þess- arar klíku var mjög mikill söguburður í gangi. Um mig gengu hræðilegar sögur. Ég átti stöðugt að vera að halda framhjá kærastanum að sögn vina hans. Þetta særði mig mikið og mér fannst ég alltaf þurfa að vera að verja mannorð mitt og bera af mér rangar sakir. Kærastinn var svo sem ekkert of hlýr heldur og ég fann að hann vildi raunverulega ekki ann- að en hafa mig þegar honum hentaði en geta síðan fleygt mér frá sér þess á milli. Ég var með þessum strák um tíma en síðan sagði hann mér upp á þeirri forsendu að hann gæti ekki orðið verulega hrifinn af stelpu. Hann væri ekki tilbúinn til að binda sig tilfinningalega. Stuttu síðar frétti ég svo að hann væri byrjaður með annarri. Það var mér mikið áfall og sérstaklega þegar hann mætti með hana í partí heim til mín. Ég missti alveg stjórn á mér og grét og grét. Þrátt fyrir þetta byrjaði ég með honum aftur þegar hann leitaði eftir því. Ég vissi hvernig hann var og hvernig vinir hans voru en samt festist ég í sama farinu aftur. Það sama gerðist og áður. Framkoma mín breytt- ist mjög til hins verra og mér leið aldrei vel. Ég reyndi eins ég mögulega gat að falla í kramið hjá þessu fólki en það var alveg sama hvað ég gerði hópurinn bjó enda- laust til illkvittnislegt slúður um mig. Þá var mér sagt að hann væri með öðrum stelp- um líka þótt við ættum að heita í ástarsambandi. Mér var að sjálfsögðu nóg boðið og ákvað að ég yrði að hætta þessu. Sjálfsvirðing mín var engin orðin. Ég hefði ekki átt að láta þetta ganga jafn- lengi og það gerði en ég var bara svo hrifin af honum að ég trúði því að hlutirnir myndu lagast. Mér fannst hann eini mað- urinn sem ég gæti treyst og það vantaði ekki að oft var hann mjög góður við mig og sýndi mér mikinn skilning. Ég vonaði að þannig yrði það alltaf en gerði mér að lokum grein fyrir að hann myndi ekki breytast. Það versta er að ég ber enn hlýj- ar tilfinningar til hans og það á sennilega eftir að taka mig langan tíma að komast yfir það. Sárið sem hann skildi eftir er mjög djúpt. Eftir þetta hætti ég alveg að umgangast þennan hóp og gerði mitt besta til að gleyma þessu sambandi. Ég fann að ég átti erfiðara með Mér fannst allt einhvern veginn svo ómögulegt og vonlaust og ég fann að ég vildi bara hverfa. Ég fann að ég átti erfiðara með að treysta fólki en áður eftir þessa reynslu og var ákveðin í að reyna að vanda betur val mitt á vinum. 54 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.