Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 31

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 31
I l ,,Það er ekki nema sjálfsagt. Eigum við að segja næsta mánudag klukkan ellefu?" „Frábært. Já, og vel á minnst. Eg leyfði mér að leka því í blöðin hversu rausnarlegur þú varst við gömlu kon- una. Ég vona að þú hafir ekkert á móti því?" Storkmo hafði alls ekkert á móti því. Hann raulaði ánægður fyrir munni sér og sendi. ritarann sinn út til þess að kaupa dagblaðið. Og mikið rétt; á forsfðunni var mynd af honum og í myndatextanum stóð: "For- stjóri með hjarta úr gulli." Hann var viss um að þetta yrði til þess að viðskiptavinunum fjölgaði! Henry Larsen og búttaða konan hans komu á tilskildum tíma á mánudeginum. Storkmo náði í pillu á leynilagerinn og bað hana að taka pill- una strax. Henni svelgdist á og í smástund stóð hún á öndinni. „Ég á alltaf í megnustu erfiðleikum með að kyngja pillum, en mér tókst nú samt sem áður að koma þessari niður." Storkmo virti hana fyrir sér fullur grun- semda. Það var eitthvað við þessa konu sem honum líkaði ekki. Hann hræddist greindarlegt blikið í augunum sem horfðu á hann gegnum stór, þykk gleraugu. „Systir þín er semsagt líka ... of þung? Og konurnar í megrunarklúbbnum ..." Hann iangaði til þess að heyra hana segja eitt- hvað. Hingað til hafði Larsen haft orðið, konan hans hafði aðeins umlað nafnið sitt og boðið góðan daginn lágri röddu þegar þau heilsuð- ust. Hún kinkaði kollí. „Já, bæði henni og öllum hinum meðlimum klúbbbsins veitti af því að missa fjöldann allan af kflóum." Þessi rödd. Hún hræddi hann. En hvers vegna? Hann ýtti þessum hugsunum frá sér og þau ákváðu að frú Larsen og systir hennar kæmu í meðferð næsta dag með klukkutíma millibili. Hann tók aðeins á móti einum viðskiptavini í einu. Það er nauðsynlegt að hafa reglu á hlutunum. Þegar hjónin voru farin gekk Storkmo að gluggan- um að horfði á þau setjast inn í bílinn. Af handapatinu að dæma var hún ekki lengur þögul. En amfetamín nú einu sinni örvandi áhrif... Hann hafði rétt fyrir sér. I bílnum var hún óstöðvandi meðan hún að klæða sig úr dulargerf- inu. „Hérna er hún," sagði hún og opnaði lófann þar sem hún hafði falið pilluna sem hún hafði látist gleypa. „En við verðum að komast yfir fleiri pillur áður en við getum gert eitthvað í málinu." Berit Horn leit á Eyvind Svendsen, sambýlis- mann sinn, og hann kinkaði kolli. „Já, við verðum að halda okkur við áætlunina og senda „systur þína" og einhverjar fleiri konur til hans." Berit brosti. „Úff, ég er að drepast úr hita í öllum þessum fötum. Það var nógu erfitt að að leika gamla konu sem lét stela af sér veskinu sínu en það er sýnu verra að þurfa að stoppa mig svona upp „Hvað leggur maður ekki á sig fyrir gott málefni," svaraði Eyvindur. „ ...en þegar okkur hefur tek- ist að kúga út úr honum dágóða fjárupphæð, til þess að gefa svelt- andi fólki í þriðja heiminum, þá kærum við hann til lögreglunnar. Sammála?" „Það er það sem við ákváðum að gera." Eyvindur leit á hana. Hann þekkti sitt heimafólk og vissi að hjá konunni hans gekk málstaðurinn fyrir öllu. „Ég hef það samt á tilfinn- ingunni að áætlunin eigi ekki eftir að ganga upp," sagði hún lágum rómi. Anna, ritari Storkmos, virti hann fyrir sér með haturs- glampa í augum. Hann lá með höfuðið á skrifborðinu og hand- leggirnir hengu máttlausir með hliðunum. „Ég vona að þér hafi þótt kaffið gott," hvæsti hún. „Jafnvel þótt það hafi verið að- eins sterkara en venjulega." Ekkert svar barst frá Storkmo sem aldrei framar kæmi til með að segja eitt einasta orð. Troðfull- ur af amfetamíni hafði hann bankað upp á hjá Lykla-Pétri. Anna, sem hafði fengið meira en nóg af svikamyllu hans, brosti og hrósaði sér í hugan- um fyrir að hafa tekist að yfir fullt glas af pillun- höfðu komið að tilætluðum og góðum notum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.