Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 47

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 47
Kaiser. Við þurfum að tala saman. Hann fór með þeim inn í garðinn og var orðið alveg sama hvort einhver kæmi auga á þau eða ekki. Hann fór með börnin inn í eldhús til frú Minstrell. Fáið ykkur sæti, sagði hann. Ég ætla að hringja heim til ykkar og láta vita hvar þið eruð. Hann gekk að símanum. Hvað er símanúmerið? spurði hann Hildy og valdi svo númerið. Elise svaraði í símann. Komdu sæl, sagði hann. Þetta er Kaiser. Ég hitti Hildy og Christian í garðin- um og bað þau að koma og sækja fiskana hans Christi- ans. Ég vildi bara láta ykkur vita hvar þau væru. Julian tók símann og Kaiser endurtók það sem hann hafði sagt. Ég bauð þeim upp á djúsglas og ég mun fylgja þeim heim eftir klukkutíma eða svo. Börnin horfðu þögul á hann meðan hann hellti í glösin. Jæja, sagði hann og fékk sér sæti. Viljið þið ræða það sem gerðist eða viljið þið frekar gleyma því? Mamma hatar Julian, sagði Christian og Julian hatar mig. Mamma vill skilja en Julian vill ekki skilja við hana, sagði Hildy og brast í grát. Ég vildi óska þess að þetta hefði bara verið vondur draumur. Við fullorðna fólkið segjum oft hluti sem við sjáum eftir síðar, sagði Kaiser. Þau eru ekki reið út í ykkur. Þau eru reið út í hvort annað. Hildy snökti. Hvað heldur þú að leyndarmálið sé? Það sem mamma vill ekki að Julian segi frá. Kaiser hafði ekki minnstu hugmynd um það en hann gerði sér grein fyrir því að þetta hafði verið eitthvað annað og meira en venjulegt rifrildi milli hjóna. Þetta var einhvers konar kúgun. Ef þið þurfið á hjálp að halda, sagði hann, og ef þið þarfn- ist einhvers til þess að tala við, þá verðið þið að lofa mér því að koma til mín. Þú ert svo góður við okkur Kaiser, sagði Christian. Mér þykir svo vænt um þig, sagði Hildy. Hvert er Julian að fara? spurði Hildy skyndilega. Til London. Þú átt víst að fara með honum. Hildy fölnaði upp og Christ- ian sagði hræddur: Þú mátt ekki fara Hildy! Þú heyrðir hvað mamma sagði. Elise gefur henni pillur. Þess vegna er hún alltaf veik þeg- ar þið eruð að heiman. En mamma veit það núna, Christian. Hún bað Julian að skipa Elise að hætta því og í þetta sinn verður hún ekki veik. Christian róaðist við þetta en Hildy var ennþá miður sín. Heldur þú að Julian taki mig með sér bara til þess að koma í veg fyrir að mamma yfirgefi hann? spurði hún. Kaiser leitaði réttu orðanna. Ég er viss um að hann meinti ekki það sem hann sagði, sagði hann svo. Fólk segir svo margt í reiði. Allir geta séð hvað hann er stolt- ur af þér og þess vegna finnst honum gaman að hafa þig með. Það hefur ekkert með þetta rifrildi að gera. Hildy reyndi að brosa. Þakka þér fyrir Kaiser. Þú ert góður maður. Ég er kannski ekki svo slæmur, en ég er ekki svo viss um hvort ég sé skyn- samur maður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.