Vikan


Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 4

Vikan - 28.09.1999, Blaðsíða 4
v^fflesandi... 'ikið var ég inni- lega sammála skólastjóra Breið- holtsskóla um daginn þegar hann var spurður 'm hina miklu notkun nemenda á ung- 'ngsaldri á GSM-símum. ionum fannst þetta ekkert vandamál, <að vœri bara tímanna tákn og ekkert við <ví að gera annað en að kenna krökkun- m að nota þessa síma á réttan hátt, þ.e.a.s. á réttum stað og tíma en ekki inni í kennslustundum. Far- símar eru œtlaðir til að létta okkur lífið og það er ekkert að því. Eg trúi því að vísu ekki að foreldrar séu nokkru nœr um hvar krakkarnir haldi sig þótt þeir séu með símann í vasanum, né heldur að það gangi eitthvað betur að ala þá upp. En með réttri notkun er vel hœgt að halda notalegu sambandi við krakkana, vini og vandamenn og koma áríðandi skilaboðum á framfœri. Ég vona líka svo sannarlega að skólstjóra Breiðholtsskóla takist að kenna nemendum sínum að umgangast þessi tœki á skynsam- legri hátt en margir fullorðnir gera. Þessir símar eru vel útbúin tœki, með símnúmerabirti og takka til að slökka á hljóðinu og það er algert lágmark að fólk lœri að nota þessa möguleika. Ég geng sjálfmeð einn slíkan á mér afillri nauðsyn og það sama má segja um eiginmanninn. Aftveim vondum er hans sími þó stórum meiri friðarspillir, enda heféggœtt þess vandlega að aðeins valin prúðmenni hafi mitt símanúmer, en hann er svo óheppinn að síminn er eins konar neyðartœki við vinnuna. En hvað sem nytsemi þessa tækis líður finnst mér ömurlegt að horfa upp á fullorðið fólk sem lœtur eins og GSM-síminn sé Guð þess. Sumir eru svo gersamlega blindir í GSM-notkuninni að þeir valda öðrum óþægilegum truflunum og stundum eru þeir bein- línis hœttulegir umhverfi sínu. Hver kannast til dœmis ekki við alla sauðina í umferðinni sem aka á löturhraða eða í stórsvigi eftir götunum afþví að þeir eru svo uppteknir afsímanum að þeir vita ekkert hvað þeir eru að gera? Síðast í gœr horfði ég konu aka upp á umferðareyju og mér brá stórlega því ég hélt að hún vœri að fá aðsvifþví höfuðið á henni hallaðist skyndilega út á hlið. - En nei, hún var bara með símann undir kinn og réði ekki betur en þetta við aðstæðurnar. Fyrir skömmu horfði ég líka á stóran, rauðan jeppa sem ók á undan mér suður Vesturlandsveg vera nœstum kominn út í móa meðan eigandinn leitaði með hausinn í mœlaborðshœð að sím- anum sem greinilega var að hringja. Það munaði ekki hárs- breidd að stórslys yrði þar! Því miður blasir við sú sorglega stað- reynd að bílstjórar með GSM-símarnir eru orðnir hreinasta plága á götunum og af þeim stafar mikil hœtta. I mörgum löndum er búið að banna notkun farsíma undir stýri nema notaður sé handfrjáls búnaður. Hvers vegna er það ekki bannað hér? Reyndar hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarp þess efnis, en einhverjir (vœntanlega símglaðir) þingmenn svœfðu það. 1 umferðarlögum segir að menn eigi að hafa fulla athygli við aksturinn, en það getur enginn meðan hann talar í símann. Mér finnst það vera réttur minn í umferðinni að aðrir bílstjórar séu að hugsa um það sem þeir eru að gera. Er það til ofmikils mœlst að menn leyfi bara símanum að hringja, aki lít í nœsta út- skot eða bíði með að hringja til baka þangað til á áfangastað er komið? 1 öllum guðanna bœnum, hœttið að tala í símann undir stýri! Nú er komin ný Vika og þeim sem hafa hana í höndunum ætti ekki að leiðast á nœstunni. Hér er að finna viðtöl við spennandi fólk, skemmtUega smásögu, framhaldssögu, tvœr lífsreynslusög- ur og Nýjan stíl. Þá er að finna í blaðinu greinar um einelti, nýja starfið, danska prinsinn, offitu, haustið í garðinu ogfleira. Mat- urinn er á sínum stað, sömuleiðis pósturinn, slúðrið, krossgát- urnar, föndrið og ekki missa af. Það er eins gott að tefja ekki lengur, heldur byrja að lesa. Njóttu Vikunnar! Ritstjóri Sigríður Arnardóttir Útgefandi Fróði Seljavegur 2, Sími: 515 5500 Fax: 515 5599 Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðal- ritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjórafulltrúi Jóhanna Harðardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Blaðamenn: Steingerður Steinarsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Margrét V. Helgadóttir Auglýsingastjórar Kristín Guðmunds- dóttir og Anna B. Þorsteinsdóttir Vikanaugl@frodi.is Grafískur hönnuður Guðmundur Ragnar Stein- grímsson Verð í lausasölu Kr. 459,-. Verð i áskrift ef greitt er með greiðslukorti Kr. 344,-. Pr eintak . Ef greitt er með gíróseðli Kr. 389,-. Pr. eintak. Litgreining og myndvinnsla Fróði Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Áskriftarsími: 515 5555 Steingerður Hrund Margrét V. Ingunn B. Anna B. Steinars- Hauksdóttir Helgadóttir Sigurjóns- Þorsteins- dóttir blaðamaður blaðamaður dóttir dóttir blaðamaður auglýsinga- auglýsinga- stjóri stjóri Guðmundur Ragnar Steingrímsson Grafískur hönnuður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.