Vikan


Vikan - 19.10.1999, Síða 36

Vikan - 19.10.1999, Síða 36
150 g ferskur steinbítur á mann (roð- og beinhreinsaður) 50 g smjör (venjulegt eða sem búið er að sjóða og skilja m.a. vatn og salt frá, en það er gert til að minnka hættu á smjörið brenni). Hveiti til að velta steinbítnum upp úr Grófmalaður pipar Sjávarsalt Aðferð: Roð- og beinhreinsið steinbítinn og skerið hann síðan í hæfilega stór stykki. Fiskinum er velt upp úr hveiti og hann kryddaður nánast á sama tíma og smjörið á pönnu er orðið heitt. Eldun tekur stuttan tíma og best að fram- kvæma rétt fyrir lok framreiðslu. Aðrir þættir, sem þurfa að vera tilbúnir áður, eru t.d. soðnar kartöflur og sósan. 2 dl niðursoðnir tómatar ldl hvítvín, má sleppa Krydd: Picanta eða aromat og örlít- ið af pipar sem fer þó eftir því hvernig fiskurinn er kryddaður. Aðferð: Það má segja að sósan, sem sést á myndinni, sé ekki hefðbundin, heldur sé hér leitast við að brjóta upp stíl og hefðir með að prófa að hafa niðursoð- inn chílepipar þema réttar, en hann fæst t.d. í verslunum Nýkaups. Öllu nema kryddi er blandað saman og soðið niður í u.þ.b. 10-15 mínútur eða þar til sósan er hæfilega þykk. Ef eldunartími er styttur, t.d. niður í 5-8 mínútur, er hægt að þykkja sósuna ör- lítið, ef þurfa þykir, með sósujafnara. Að endingu er sósan bragðbætt með kryddinu. þannig að sem best útkoma verði á framreiðslu matar. 1 ■ Sósa löguð og sett til hliðar, á með- an er t.d. hægt að sjóða kartöflur eða annað meðlæti. 2. Steinbítur er beinhreinsaður og skorinn í hæfileg stykki. 3. Diskar eru hitaðir t.d. í uppþvotta- vél eða undir rennandi vatni. 4. Dúkur, hnífapör, glös og drykkir sett á borð en diskarnir ekki fyrr en seinna. 5. Steinbít velt upp úr hveiti og hann síðan kryddaður og steiktur í u.þ.b. 1-2 mínútur hvorum megin. 6. Meðlæti og sósa er sett á disk og að lokum er steinbítssteikin sett á heitan diskinn. 7. Ath. einnig getur verið mjög gott að bera þennan rétt fram á hrís- grjóna- eða pasta- beði. Chílesósa: 2 stk. niðursoðinn chílepipar 2. msk. tómatmauk Samsetning undirbúnings og matreiðslu: Mikilvægt er að stilla strengi saman Verði ykkur að góðu! Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.