Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 6
Fáir bræður hafa verið
skyldunni aftur heim á
Vopnafjörð. Sævar er með
eindæmum heppinn að
mati margra karlmanna
því í dag er hann eini
karlmaðurinn sem starfar
allan daginn í Baðhúsinu.
Með honum starfa nær
fimmtíu konur en á degi
hverjum koma þangað á
annað þúsund konur. Það
er óhætt að segja að
Sævar búi við kvennaríki
og honum líkar það vel.
nám á háskólastigi. Ég valdi
hann líka af því að Ástralar,
Nýsjálendingar og Bandaríkja-
menn eru fremstir á sviði
heilsuræktar. Ég var við nám í
eitt og hálft ár og lagði meginá-
herslu á nudd og einkaþjálfun.
Ég kom heim í nóvermber
1995, á laugardegi og byrjaði að
vinna í Baðhúsinu á mánudegi.
Það var reyndar mjög gaman að
koma heim og geta tekið þátt í
starfseminni nánast frá upphafi.
Við vorum nýbúin að opna
Líkamsrækt er lífsstíll
Þegar Sævar lauk námi sínu
voru einkaþjálfarar hérlendis
teljandi á fingrum annarrar
handar en þeim hefur fjölgað
verulega að undanförnu.
„Einkaþjálfun var tiltölulega
ný hérlendis þegar ég byrjaði,
eins öfundaðir af stóru
systur og Sævar Péturs-
son. Hann var einungis
þrettán ára gamall þegar
hún var kjörin fegursta
kona heims. Að sjálf-
sögðu var hann viðstadd-
ur og dagarnir á eftir eru
sveipaðir ævintýraljóma í
minningunni. Fegurðar-
drottningin sjálf, Linda
Pétursdóttir, þurfti að
sinna skyldum sínum og
ferðast um heiminn en
litli bróðir fór ásamt fjöl-
' dag er hann tuttugu og
fimm ára gamall og
starfar við hlið systur
. sinnar í Baðhúsinu sem
fjölskyldan á og rekur saman.
Linda er framkvæmdastjórinn,
faðir þeirra er fjármálastjóri,
elsti bróðirinn stjórnarformað-
ur og Sævar er yfirmaður
íþróttasviðs. Fyrirtækið hefur
blómstrað í höndunum á þeim.
Sævar er mjög upptekinn
maður en gefur sér smástund til
að setjast niður og svara spurn-
ingum forvitins blaðamanns.
Hvernig stóð á því að þú
ákvaðst að mennta þig í heilsu-
ræktarfræðum?
„Ég hef verið á fullu í íþrótt-
um síðan ég man eftir mér. Ég
lauk stúdentsprófi frá íþrótta-
braut en mig langaði ekki að
fara í það íþróttakennaranám
sem boðið er upp á hérlendis.
Elsti bróðir okkar býr og
starfar á Nýja-Sjálandi og ég
var í heimsókn hjá honum þeg-
ar ég rakst á skóla sem kenndi
„fitness-leadership", sem var
Baðhúsið þegar ég
fór út og því vissum
við í rauninni ekk-
ert hvernig þróunin
yrði þar sem fyrir-
tækjarekstur á borð
við Baðhúsið var
óþekktur hér á
landi.
Það kitlaði mig
svolítið að verða
eftir úti, þar býður
einkaþjálfunin upp
á margvíslega
möguleika vegna
veðráttunnar. Ég fór stundum
með fólk í sund eða bara út í
garð. Við erum svo bundin því
að vera inni á líkamsræktar-
stöðvunum á íslandi."
hún nýtur sífellt meiri vinsælda.
Margir sem eru að byrja í lík-
amsrækt fá sér gjarnan einka-
þjálfara til að koma sér af stað.
Ég er meira að aðstoða þá
sem eiga við einhvers konar
vandamál að stríða t.d. að ná
sér eftir hjartaáfall eða anorex-
íu sem dæmi. Það er mjög mis-
jafnt eftir stöðvum hvernig
staðið er að einkaþjálfun.
Mörgun finnst hún dýr hérlend-
is en í samanburði við það sem
gerist erlendis þá er hún ódýr,
úti gat ég fengið 10.000 kr. á
tímann fyrir einkaþjálfun. Ég er
að heyra tölur á bilinu 15.000-
40.000 kr á mánuði. Það er líka
misjafnt hvernig þeir vinna,
sumir láta fólkið fara í alls kyns
aukatíma og hitta það einu
sinni í viku, aðrir veita meira
aðhald."
Hefur þú verið duglegur að
sækja námskeið erlendis?
„Ég hef farið svolítið í heim-
sóknir á líkamsræktarstöðvar
og kynnt mér hvað er í gangi.
Ég hef hins vegar verið dugleg-
ur að fara á námsstefnur og fyr-
irlestra á vegum Háskóla Is-
lands.
Hvernig er heilsufarsástand
íslendinga?
„Við erum alltaf að heyra af
því að börn séu illa stödd lík-
amlega og því miður á það líka
við um þá fullorðnu. Mér finnst
samt eins og það sé vakning
meðal almennings um nauðsyn
hreyfingar. Þegar ég var að
ljúka námi keypti fólk sér
gjarnan kort í janúar, mætti í
tvær vikur og sást ekki meira.
Mér finnst heilsurækt vera
meira orðinn lífsstíll meðal ís-
lendinga. Tíminn er helsti óvin-
6 Vikan