Vikan - 26.10.1999, Side 12
íslandi sem myndi vera með
þessa einstöku muni á
boðstólum.
Þegar ég kom aftur heim til
íslands viðraði ég hugmynd
mína við ýmsa og fékk góðar
undirtektir. Ég ákvað að láta
kylfu ráða kasti og fór aftur út
til Gíneu, gagngert til þess að
kaupa inn. Fyrrgreindur dans-
kennari, sem er góður vinur
minn, var mín stoð og stytta
og fjölskylda hans tók mér
opnum örmum. Þar bjó ég
meðan ég var að undirbúa allt.
Það var heilmikil vinna að
safna að sér hlutum því þarna
verslar maður beint við þá
sem búa til listmunina. Við
keyrðum á milli þorpa á litlum
bíl og hittum að máli hand-
verksmenn og aðra listamenn.
Samskiptin við fólkið
gengu
mjög vel
enda er vin-
ur minn inn-
fæddur
Gíneubúi og
sá um túlk-
unarhliðina.
Það var mér
ómetanleg að-
stoð því það
þurfti auðvitað
að safna upp-
lýsingum um
hvar væri best
að grafa upp
spennandi muni
og svo varð að semja um verð.
Fólkið sem ég átti viðskipti
við var alveg einstaklega ynd-
islegt og samskipti okkar voru
á hlýlegum, persónulegum
nótum.
Það var svo heilmikið mál
að koma öllum varningnum
heim til íslands. Eðlilega er
margt í viðskiptaháttum
Gíneubúa mjög frumstætt og
stundum fannst mér ég vera
komin hundrað ár aftur í tím-
ann. Þegar við fórum að
pakka öllum mununum inn
kom í ljós að plast er ekki til á
þessum slóðum, svo að við
urðum að vefja allt í hálm en
það tók mjög langan tíma eins
og gefur að skilja. Fjölskylda
vinar míns hjálpaði til og okk-
ur tókst á endanum að pakka
öllu kirfilega niður og koma
vörunum í gám. Eftir á að
hyggja er mjög djarft að fara
út í svona!
í dag læt ég senda mér vör-
urnar að utan og hef komið
mér upp samböndum sjálf. Ég
vissi að það gengi ekki til
lengdar að fara í leiðangra alla
leið til Afríku, versla í smá-
þorpum og pakka svo öllu
góssinu inn í hálm, svo ég
dreif mig til Lissabon í þeim
tilgangi að afla mér viðskipta-
sambanda. Ég vissi að Portú-
galir flytja inn
vörur frá
Afríku til
þess að selja
á ferða-
mannastöð-
um. Ég
komst í
samband
við ræðismann Portúgala í
Malawi en hann er einmitt
sjálfur með svipaða verslun og
ég en hann er með fólk á sín-
um snærum í A-Afríku sem
safnar sérstæðum munum fyr-
ir hann. Við komum á fót við-
skiptasambandi og núna
versla ég muni í gegnum hann
frá Tansaníu, Malawi og Mó-
sambik. Að sjálfsögðu versla
ég enn með muni frá V-Afríku
líka.
Ég er mjög ánægð með að
hafa drifið í því að láta draum-
inn rætast og eiga þátt í að
skapa örlitla breidd í list-
munasölu hér heima. Mér
finnst sjálfsagt að við getum
notið erlendra og framandi
menningaráhrifa. Draumar
rætast sjaldnast sjálfkrafa og
því er um að gera að hafa trú
á sjálfum sér og viðfangsefn-
um sínum. Lífið er líka ekki
steypt í eitt óumbreytanlegt
mót og ég byrjaði t.d. í sjúkra-
þjálfunarnámi við Háskólann í
haust, samhliða verslunar-
rekstrinum. Það er ekki verra
að halda möguleikunum opn-
Any
requests?
Yes! Do you know
“You Make Me Look Like
a Natural Rock Star”?
Behold how fabulous just a
schmear of foundation and a dab
of red lip gloss can look. And how
sexy! Okay, maybe a wind machine
helps. And maybo it also helps if
you're a stunning lcelandic singer,
like Móa here. This talented 26-
year-old has no problem sliding up
and down the makeup scale for
her art. "When
wearing super-
or making my eyes really, really
heavy w'rth eyeliner, black pencil
shimmory stuff," says Móa. “But no
both at the same time. Offstage, l'll
wear compact foundation if I feel
my skin's not looking its best I
experiment a lot. Nothing’s really
holy with me." We like that attitude.
um og hafa mörg járn í eldin-
um."
Jiab...................
ur íslendingum að góðu kunn
með seiðandi rödd og skemm-
tilega sviðsframkomu. Blaða-
maður Vikunnar rakst á heil-
síðumynd af henni í septem-
berblaði hins útbreidda tíma-
rits Jane, sem bendir til þess
að hróður hennar hafi borist
víðar en um litlu eyjuna okkar.
í stuttri umfjöllun sem fylgir
myndinni er Móa tekin sem
kjörið dæmi um konu sem lít-
ur stórglæsilega út með léttum
andlitsfarða og rauðu
varaglossi. Einnig er haft orð
á því að hún hafi kynþokka-
fullt útlit þótt vissulega hafi
viftan, sem blæs hári hennar
til, haft sitt að segja fyrir
myndatökuna. Blaðamaður
Jane segir þessa 26 ára gömlu
hæfileikaríku, íslensku söng-
konu ekki eiga í nokkrum
vandræðum með að breyta út-
liti sínu, hvort sem er fyrir
sviðið eða myndatökur.
Móeiður hefur gert samning
við TommyBoy sem er mjög
stórt og áhrifamikið plötuút-
gáfufyrirtæki í New York.
Hún gerði samning við þá um
útgáfu á breiðskífu beggja
vegna Atlantshafsins og hlýtur
það að teljast glæsilegt afrek
út af fyrir sig. TommyBoy sér-
hæfir sig í útgáfu á rapptónlist
og er með þó nokkuð margar
stórstjörnur á sínum snærum.
Þessi skemmtilega söng-
kona hikar ekki við að láta
drauma sína rætast og er dug-
leg við að koma tónlist sinni á
framfæri. Myndböndin við
lögin hennar eru mjög sérstök
enda hefur hún verið alls
óhrædd við að fara ótroðnar í
þeim efnum og hefur meðal
annars notfært sér ýmsa fjöl-
breytilega möguleika tölva við
gerð þeirra.
12 Vikan