Vikan


Vikan - 26.10.1999, Side 25

Vikan - 26.10.1999, Side 25
saman og byggja upp blandað heilbrigt samfélag. Hún mætti mikilli mótstöðu við hug- myndir sínar og tortryggni ríkti í garð starfseminnar. Ahersla á grænmetisfæði vakti gagnrýni og hneykslun og álit- ið stórhættulegt að hafa fötluð börn í sjónmáli eða nálægð við önnur börn. í því samhengi var henni gert að reisa garð milli fatlaðra og ófatlaðra, sem hún virti að vettugi. Þegar Sesselja hlýddi ekki fyrirmæl- um um aðskilnað fatlaðra og ófatlaðra og að breyta matar- æði íbúanna brast þolinmæði yfirvalda og hún var svipt starfsleyfi. Þessi ágreiningur endaði með því að sett voru bráðabirgðalög til að koma henni frá, tíu dögum áður en alþingi kom sarnan, þann 12. september 1946. Til að gera langa sögu stutta fengu þessi bráðarbirgðalög aldrei stað- festingu Alþingis þar sem þá- verandi ríkisstjórn baðst lausnar vegna ágreinings unt flugvallarsamninginn við Bandaríkjamenn. Þetta er dæmi um það mótlæti sem hún átti við að etja og undir- strikar hvers konar brautryðj- andi og baráttukona hún var og að hún var á margan hátt á undan sinni samtíð. Um þetta atriði skrifar hún í dagbók sína af hógværð innan um hversdagsleg atriði sem henni þótti aðkallandi, tvö yfirlætis- laus orð þann 19. apríl 1948, - málið unnið. I dag eru Sólheimar vist- vænt byggðahverfi, eða eco- village eins og það kallast á ensku og fulltrúar íslands í al- þjóða umhverfishreyfingunni „Global Eco-village Net- work.“ Þessi hverfi eiga það sameiginlegt að tvinna saman svið umhverfismála í víðustu merkingu, félagsmála og and- legra markmiða. Að blanda saman hefð og nýrri tækni í samræmi við hringrás náttúr- unnar. Við starfrækjum nú fræðslumiðstöð um umhverfis- mál sem heldur árlega hálfs- mánaðarlöng námskeið um vistmenningu eða permacult- ure. Við rekum hérna fimm sjálfstæð fyrirtæki og fjögur verkstæði auk Sólheimabús- ins. Við höfum lífræna garð- yrkjustöð, lífræna skógræktar- stöð, verslun og listhús, kerta- gerð og ferðaþjónustu sem rekur tvö gisti- og heilsuheim- ili. Þess má til gamans geta að þegar við fórum að ræða þá hugmynd að opna gistiheimili spurði fólk hvort við héldum a jr '-Im | Helga verkstjóri í vefstofu er ávallt tilbiiin ac) veita góft ráft. Framtíðarsýn Sesselju var með ólíkindum. Hún sá fyrir framþróun samfélagsins á Sólheimum árið 1928 allt fram í nýtt árþúsund. Heilbrigt samfélag þar sem flestir byggju útaf fyrir sig og stunduðu ræktun manns og náttúru með áherslu á skapandi náttúrulegt handverk. Hafi sjálfbært samfélag verið til þá var það á upphafsárum Sesselju á Sólheimum. Einn þekktasti íbúi Sólheima er án efa Reynir Pétur Ingvason. Árið 1985 vann hann þaft stór- kostlega afrek aft ganga hringinn í kringum land- ið. Meðan á göngunni stóð tókst að safna í digran sjóft sem kom sér vel þegar íþróttahúsið var byggt. Reynir Pétur er ennþá sami orkuboltinn. Hann er gífurlega afkastamikill þegar hann er í ham og þá skiptir engu máli hvað hann tekur sér fyrir hendur. Állt unihverfi Sólheima er einstaklega fallegt.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.