Vikan


Vikan - 26.10.1999, Side 26

Vikan - 26.10.1999, Side 26
að einhverjir vildu gista á þessum stað! Reyndin er nú sú að hér er nánast fullbókað yfir sumarmánuðina og núna er svo komið að það er vax- andi nýting einnig yfir vetra- mánuðina. Það eru bæði Is- lendingar og útlendingar sem sækja í að koma til okkar. Starfsmenn á fullu í kartöflurækt. Hérna í hverfinu okkar er allt til alls og héðan er stutt að fara til að njóta helstu náttúruperlna landsins. Sólheimar hafa vaxið und- anfarna áratugi og nú eru hér um 100 íbúar. Við sjáum fyrir okkur að þessi sókn haldi áfram og byggðin þró- ist í að vera um 150 íbúar árið 2015. Þar setjum við þröskuld því félagsleg tengsl munu rofna verði byggðin stærri en það. Við reynum að lifa og starfa eins og ein stór fjöl- skylda. íbúar hittast á morg- unfundi klukkan níu í íþróttaleikhúsinu þar sem við spjöllum um það sem er að gerast þann daginn. Þar getum við líka rætt þau mál sem liggja okkur á hjarta. Sólheim- ar eiga sjötíu ára afmæli á næsta ári og við erum strax farin að undirbúa afmælishá- tíðina. Við verðum reyndar í samkeppni við önnur afmælis- „Helstu ástæðurnar fyrir sviptingunni og bráðabirgðalögunum voru þær að börnin borð- uðu mikið grænmeti og hún leyfði fötluðum og ófötluðum börnum að leika sér saman.“ börn á aldamótaárinu en það verður vegleg afmælishátíð hjá okkur." Að fræðslustund lokinni var ekki úr vegi að rölta um svæð- ið og kíkja inn á ólíkar vinnu- stofur. Þar voru starfsmenn önnum kafnir og máttu varla vera að því að líta upp. A tré- smíðaverkstæðinu er margt í gangi, hljóðfærasmíð, leik- fangasmíð og sjálfur Keikó birtist á þurru landi. Reyndar var hann skyndilega orðinn blár en það er nú aukaatriði. Kertagerðin státar af einstakri framleiðslu. Þar má finna kerti úr býflugnavaxi sem hægt er að toga og teygja án þess að þau brotni. Fyrir ári síðan tóku Sólheimar og Olís sig saman og fóru að safna saman kertastubbum. A öllum sölustöðum Olís eru ílát þar sem allur almenningur getur komið með kertaafganga. Þeim er safnað saman og ný kerti unnin úr afgöngunum. Slík kerti eru augnayndi, brenna ágætlega og gefa öðr- um kertum ekkert eftir. I vef- stofunni kepptust starfsmenn við að vefa litríkar mottur, töskur og trefla úr efnaaf- göngum. Það er óhætt að full- yrða að á Sólheimum sé hver hlutur nýttur til hins ýtrasta og oftar en einu sinni sé þess nokkur kostur. Klukkan er einn helsti óvin- ur stressuðu borgarbarnanna og eftir að hafa gleymt stund og stað í sveitinni var stefnan tekin á Reykjavík í hengd- ingskasti. Sú virðing sem borin er fyrir öllum hlutum á Sólheimum er engu lík. Hin mikla nægjusemi að lifa af því sem landið gefur og nýta allt sem ti! fellur er einstök og til mikillar fyrir- myndar. leið til Kanaríeyja Eins og fram kom hjá Óðni voru Sólheimar upphaflega stofnaðir sem barnaheimili og þar má finna nokkra ibúa sem hafa búið þar i yfir fimmtíu ár. Árni Alexandersson fluttist að Sólheimum 16. september 1949, þá aðeins átta ára gamall. Hann er því ný- lega búinn að halda upp á hálfrar aldar búsetuafmæli. Hann er ánægður með lífið og tilveruna, enda á leiðinni til Kanaríeyja í vetur. Árni á kærustu sem heitir Dísa Ragna Sigurðardóttir og þau búa saman í Undirhlíð 12. Hvar vinnur þú? „í kertagerðinni. Ég er að búa til kerti úr bý- flugnavaxi. Ég hef mest getað sett í 16 pakka á dag og það eru tíu í hverj- um pakka. Ég vinn alla daga frá níu til fimm en það er frí um helgar." Verslar þú mikið í búð- inni hérna á staðnum? „Við fáum alltaf vasa- Árni Alexanders- son er duglegur í kertaframleiðsl- unni. peninga á föstudögum. Stundum kaupi ég snakk og kók til að hafa yfir helgina þegar við horfum á sjónvarpið en núna er ég að spara til að komast til útlanda. Ég er líka að safna geisla- diskum, ég á 274." Manstu vel eftir Sesselju á meðan hún stjórnaði hérna? „Ég man að hún borðaði bara græn- meti, vildi aldrei kjöt. Hún var mjög góð en við máttum aldrei horfa á sjón- varpið nema þegar Stundin okkar var á dagskrá. Það voru einu skiptin sem við máttum horfa. Mér fannst það svo- lítið leiðinlegt því mér finnst svo gam- an að horfa á sjónvarp." Ætlar þú að vera á Kanaríeyjum yfir jólin? „Nei, ég verð hjá systur minni í Reykjavík yfir jólin og Dísa hjá mömmu sinni á Eyrarbakka. Við förum svo saman til Kanarí þegar jólin eru búin og verðum í tvær vik- ur."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.