Vikan


Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 29

Vikan - 26.10.1999, Blaðsíða 29
 ' I Lesandi segir Steinarsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni með okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lifi þinu? Þér er velkomið að skrifa eða hringja til okk- ar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. inni eins og hitt. Ég hringdi í lögregluna og hún benti mér á neyðarmóttöku fyrir fórn- arlömb nauðgana í Reykja- vík. Ég hafði mig samt ekki í að fara fyrr en sólarhring síðar. Það þurfti mikinn kjark til að fara og segja þessa sögu. Oft ætlaði ég að hætta við en til allrar guðslukku fór ég. Ég sagði hjúkrunarfólk- inu á neyðarmóttökunni einnig frá nauðguninni þeg- ar ég var fimmtán ára og því að nýlega hefði verið gerð tilraun til að nauðga mér og síðan hefði ég orðið fyrir þessari þriðju árás. Mér leið mjög vel eftir að hafa létt þessu af sálinni en hjúkrun- arkonan mælti með því að ég segði mömmu og pabba frá öllu. Það var mjög erfitt en mér tókst það. Þau voru mjög sár yfir að ég skyldi ekki hafa getað trúað þeim fyrir þessu strax því þá hefðu þau getað tekið á þessu með mér og reynt að hjálpa mér. Ég vildi líka óska þess að ég hefði getað gert það en það er ekki hægt að „spóla til baka" og breyta hinu liðna. Sálfræðingurinn kenndi mér að elska og virða sjálfa mig Næst tóku við sálfræðitím- ar hjá yndislegri konu sem hjálpaði mér mjög mikið. Með hennar aðstoð tókst mér að komast yfir reiðina sem ólgaði innra með mér og þegar það hafði tekist fór mér að líða betur. Hún kenndi mér líka að elska og virða sjálfa mig. Nú er ég loks sátt við útlit mitt og það sem er allra mikilvægast af öllu; ég veit að ekkert af þessu var mér að kenna. Það hefur engin lifandi sála rétt til að misnota aðra mann- eskju á þennan hátt þótt sú sé drukkin og í flegnum kjól. Vissan um þetta hjálpaði mér að byggja sjálfa mig upp og breyta ýmsu til betri vegar í lífi mínu. Ég var komin vel á veg og tekin að jafna mig á sárs- aukanum eftir þessa erfiðu lífsreynslu þegar vinkona mín verður fyrir þessu sama. Hún sofnar út af í partíi og vaknar við það að karlmað- ur er að notfæra sér ástand hennar. Ég varð fyrir geysi- legu áfalli þegar ég heyrði þetta og var sem lömuð í nokkra daga á eftir. Mér fannst engu og engum að treysta í þessum heimi og um tíma átti ég erfitt með að vinna venjuleg verk, svo illa leið mér. Ég hef reynt að styðja hana eftir megni og miðla af eigin reynslu. En ég veit jafnframt að það hefði mátt koma í veg fyrir allan minn sársauka ef ég hefði bara drukkið minna. Ég vona að þeir sem lesa þetta passi sig á að drekka ekki það mikið að þeir geti ekki varið sig. Ileimilisf'an}>ið er: Vikan - „Líf'sreynslusaga“, Seljavegur 2, 101 Keykjavík, Netfang: vikan@f'rodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.