Vikan


Vikan - 26.10.1999, Qupperneq 31

Vikan - 26.10.1999, Qupperneq 31
Viiinuhópur Sólveigar Pét- ursdóttur aft stiirfuni. um af mikilli yfirvegun og öryggi. Við hringborðið sátu sex konur sem voru fulltrúar ólíkra landa og málefna. Allt voru þetta málsmet- andi konur, hver á sinn hátt en sú kona sem vakti mesta athygli kom frá Kúveit. Þar í landi hafa konur ekki kosn- ingarétt og lítið gert úr ósk- um kvenna um slík mann- réttindi. Það var greinilegt að þessi ræða vakti Hillary til umhugsunar því í loka- ræðu sinni vitnaði hún í orð hennar. Hillary hafði reynd- ar sýnt því áhuga að fá tæki- færi til að taka meiri þátt í sjálfri ráðstefnunni en hún gerði t.d. með því að fá að starfa í vinnuhópi. Af örygg- isástæðum var það þó ekki mögulegt. Karlar á kvennaráð- stefnu Að umræðunum loknum héldu þátttakendur áfram starfi sínu í vinnuhópunum. Á göngum Viðskiptahá- skólans mátti sjá að það var mikið að gerast bæði innan hópanna og utan. Taka skal fram að það voru ekki bara konur sem sátu ráðstefnuna, þar mátti sjá fjölda karl- manna sem tók virkan þátt þótt þeir væru í minnihluta. Einn vinnuhópurinn lagði áherslu á að nýta samskipta- möguleika á borð við inter- netið. Netkaffistofa var opn- uð þar sem þátttakendum var kennt á tölvur og netið t.d. að senda tölvupóst og búa til starfsferilsskrá. Mikil ánægja ríkti með þetta fram- tak því þó nokkuð margar konur höfðu aldrei þorað að prófa sig áfram í hinum flókna tölvuheim. Á sunnudagsmorguninn mættu stjórnendur vinnu- hópanna með niðurstöður sinna hópa og lokaávarpið flutti frú Hillary Clinton. Eins og fyrr heillaði hún gesti upp úr skónum með einstökum persónuleika sín- um. Konan hefur ótrúlega útgeislun. Senu- þjófur sunnu- dagsins var án efa Tatiana Stoljarova, ung kona, ættuð frá Eistlandi. Ræða hennar var mál- efnaleg og virki- lega áhrifarík. Það var greini- legt að forseta- frúin ásamt öðrum áheyr- endum heillaðist af fram- komu ungu konunnar, sem er einungis 24 ára gömul og komin í stjórnunarstöðu í stóru lyfjafyrirtæki í heima- landi sínu. Öll ævintýri taka enda og ráðstefna sem þessi er engin undantekning frá þeirri reglu. Það örlaði á trega- blöndnum tilfinningum þeg- ar ráðstefnugestir voru að kveðjast í lokin. Þeir stefna allir ótrauðir á að hittast í Lettlandi árið 2001 þegar næsta ráðstefna um konur og lýðræðisþróun verður haldin. Skiptar skoðanir eru um réttmæti ráðstefnu sem þessarar þegar kostnaðurinn er skoðaður. Eins og reikn- ingurinn lítur út í dag er talið að íslenska ríkið þurfi að greiða hátt í hundrað milljónir fyrir þátttöku sína. Hér skal ekki lagt mat á hvort sú upphæð sé réttlæt- anleg. Þó má fullyrða að mjög vel var staðið að öllum þáttum sem snéru að skipu- lagi og öll umgjörð var til mikillar fyrirmyndar. Vikan 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.