Vikan


Vikan - 26.10.1999, Page 41

Vikan - 26.10.1999, Page 41
 Aðferð: • Málið húsið að vild, gjarna með dimmum litum. • Slípið með sandpappír þar til fer að grisja í gengum málninguna, sérstaklega á köntum. Farið eins að með skreytingarefnið. • Bæsið yfir alla fleti með antíkbrúnum lit. Þynn- ið bæsinn með vatni eftir þörfum svo hann verði ekki of dökkur. • Festið skrautið á húsið með límbyssu. • Gangið vandlega frá rafmagnsleiðslum og gætið þess að festa vel allar skrúfur. Gætið þess að kápa rafmagnsleiðslunnar hafi góða togfestu. Ef minnsti vafi leikur á tengingum og frágangi skal hafa samband við löggiltan rafvirkja eða rafmagnsvöruverslun. • Skermurinn er skreyttur að vild, t.d. með því að handmála eða stensla á hann myndir. Einnig má klippa út taumyndir og líma á skerminn. Gangi ykkur vel. Föndrið er í boði Föndurkofans í Brautarholti

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.