Vikan - 26.10.1999, Qupperneq 44
aiser brá þegar hann
sá Francescu. Hún
var horuð, augun
voru líflaus og hárið hékk
niður með andlitinu. Mikið
er ég glöð að sjá þig, hvíslaði
hún.
Það lítur út eins og þú hafir
verið í fangabúðum, sagði
hann. Hvað gerðist eigin-
lega?
Tárin runnu niður kinnar
hennar. Hann tók utan um
hana og þrýsti henni að sér
eins og hún væri lítið barn.
Fyrirgefðu, sagði hún.
Eg fyrirgef þér Francesca,
sagði hann lágum rómi. Ég
skil hvorki upp né niður, en
ég fyrirgef þér.
Hún horfði á hann. Ég var
viss um þú hataðir mig.
Hann tók um hendur henn-
ar. Ég elska þig. Mér er al-
veg sama um öll leyndarmál
og allt það sem þú hefur
hugsanlega gert af þér. Ég
elska þig og ég vil fá að
hjálpa þér. Til þess að ég geti
það verður þú að segja mér
allt af létta.
Hún starði á hann. Ég
reyndi að drepa Julian.
Hvers vegna?
Vegna þess að hann fann
okkur og tók börnin með
sér.
Þú hefðir getað leitað til
dómsyfirvalda og fengið þau
aftur. Þú þurftir ekki að
reyna að drepa hann!
Ef ég hefði snúið mér til yf-
irvalda hefði Juiian sagt
sannleikann.
Og hver er sannleikurinn?
Hún lokaði augunum. Ég
hef um tvennt að velja, hvfsl-
aði hún. Ég get haldið áfram
að þegja og látið Julian
halda börnunum. Eða sagt
sannleikann í þeirri von að
einhver trúi mér.
Segðu mér sannleikann,
sagði Kaiser ákveðinn, og
hann hefði getað grátið af
létti þegar hann sá traustið
skína úr augum hennar.
Loksins, hugsaði hann.
Stjúpfaðir Francescu,
Gustav Stahlberg, kynnti
Francescu fyrir Julian, sum-
arið sem hún missti móður
sína. Julian hafði orðið yfir
sig ástfanginn og hin átján
ára gamla Francesca var
auðveld bráð. Hún var dá-
leidd af þessum myndarlega,
heimsfræga manni og hálfu
ári seinna giftu þau sig.
Næstu árin var Francesca
rnanni sínum góð eiginkona
og ástrík móðir barnanna
tveggja. En smám saman
þroskaðist hún og fann að
ýmislegt var ekki eins og það
átti að vera. Það byrjaði með
því að Julian hundsaði
Christian og var jafnvel
vondur við hann. Hildy var
hins vegar í miklu uppáhaldi
hjá honum.
Sennilega var það vegna
hæfileika hennar, sagði
Francesca lágum rómi. En
honum þótti aldrei vænt um
hana á þann hátt sem feðr-
um þykir vænt um dætur sín-
ar. Og nú ...
Hún þagnaði og Kaiser var
hræddur um að hún myndi
brotna saman en svo dró
hún djúpt að sér andann og
hélt áfram.
Hún hafði glaðst þegar Juli-
an fór með hana og börnin
til Nantucket. Hann var svo
að segja alltaf á tónleika-
ferðalögum og hún og börn-
in höfðu notið sólarinnar og
friðarins. Þangað til Julian
hringdi frá New York og
heimtaði að þau kæmu til
baka.
Ég gekk um húsið og fann
hvað ég myndi sakna lífsins
á eyjunni, sagði hún. Loksins
þorði ég að viðurkenna fyrir
sjálfri mér að ég væri gift
manni sem ég ekki elskaði.
Mér líkaði ekki einu sinni
vel við hann. Ég hafði senni-
lega vitað það lengi en ekki
þorað að horfast í augu við
það.
Hún hafði grátið þegar hún
hugsaði til framtíðarinnar og
farið upp á háaloft til þess
að börnin sæju ekki hvað
hún var miður sín. Þá hafði
hún komið auga á kassa
undir einum glugganum. Ég
veit ekki hvers vegna ég
opnaði hann .- Ef ég hefði
ekki gert það.-
Kaiser faðmaði hana að sér.
Ég elska þig, sagði hann.
Hvað var í kassanum?
Hann var fullur af nótum og
blaðaúrklippum, yfir þrjátíu
ára gömlum. Og bréfum frá
Julian til konu sem hét Juli-
ette Bertrand. Þau höfðu öll
verið endursend. Ég las bréf-
in, vegna þess að ég vonaði
að finna í þeim eitthvað sem
benti til þess að Julian hefði
einhvern tíma sýnt mannleg-
ar tilfinningar...
Hún kyngdi. Tónninn í bréf-
unurn var á marga vegu.
Stundum skipandi, stundum
biðjandi, stundum ógnandi.
í einu þeirra sagðist hann
sjá eftir því að hafa slegið
hana, í öðru voru reiðilegar
ásakanir um að hún væri
honum ótrú. Og öll enduðu
þau á sama hátt: Ef þú kem-
ur ekki aftur til mín af fús-
um og frálsum vilja, getur
þú verið viss um að ég hef
upp á þér og þá ...
Francesca horfði á hann.
Langar þig til þess að vita
hvers vegna hún yfirgaf
hann?
Kaiser kinkaði kolli. Hann
þorði ekkert að segja af ótta
við að trufla hana í frásögn-
inni.
Juliette hafði komist að því
að hann svaf hjá systur sinni.
Aumingja, geðsjúku Elisu.
Mér varð svo flökurt að ég
gat ekki lesið áfram ...
Hún hafði hent bréfunum
frá sér og þá hafði hún kom-
ið auga á myndirnar sem
lágu á botninum á kassan-
um. Myndir af ófrískri konu.
Aumingja konan hafði ekki
komið sér í burtu frá honum
í tæka tíð, sagði hún skjálf-
andi röddu. Hún bar barn
þessa djöfuls undir belti. Og
veistu hver þessi kona var?
Konan var móðir mín. Juli-
an Ferrare er faðir minn!
Fangavörðurinn gaf þeim
merki um að heimsóknar-
tíminn væri á enda. Kaiser
bað um nokkrar mínútur í
viðbót. Francesca, sagði
hann rólega. Það er eitt sem
ég verð að vita. Vissi Julian
að hann var faðir þinn þegar
hann giftist þér?
Auðvitað! Hann var ennþá
44 Vikan