Vikan - 26.10.1999, Síða 46
Framhaldssaga
sá hvað hann var lítill og
óhamingjusamur. En hvern-
ig átti hún að gæta hans þeg-
ar hún gat varla gætt sjálfrar
sín? Hún kraup við rúmið
hans. Ekki vera hræddur,
hvíslaði hún.
Má ég sofa inni hjá þér í
nótt Hildy? Bara í nótt?
Hún hristi höfuðið. Þú veist
hvað gerist ef Julian finnur
þig þar.
Ég skal fela mig undir rúm-
inu ef hann kemur. Gerðu
það!
Hildy hugsaði sig um og
kinkaði svo kolli. Og veistu
hvað, þú mátt eiga fjársjóðs-
kassann rninn. Hvernig líst
þér á það?
Þú mátt ekki gefa hann,
sagði Christian hneykslaður.
Hildy varð ekki haggað.
Ég er orðin svo stór, sagði
hún. Það er miklu sniðugra
að þú eigir hann. Þar getur
þú geymt uppáhalds hlutina
þína. Ég skal láta þig hafa
hann í kvöld.
Hún mundi að Julian hafði
sagt henni að fara í bað áður
en hún færi að sofa. Hann
hafði líka sagt henni að fara
í nýja náttkjólinn sem hann
hafði keypt handa henni. Og
aftur læddist óttinn að
henni.
Elise heyrði fótatak og kíkti
í gegnum rifu á dyrunum.
Hildy var að fara í bað.
Skömmu síðar kom Christi-
an út úr herberginu sínu og
Elise stífnaði upp þegar hún
sá hann lauma sér inn í her-
bergið hennar Hildy. Ef hún
flýtti sér hefði hún tfma til
þess að koma honum fyrir
kattarnef áður en Hildy
kæmi upp úr baðinu.
Hún tók hnífinn sem hafði
legið á náttborðinu alla
þessa mánuði. Hún var þess
lullviss að í þetta sinn tækist
henni ætlunarverkið. Bros-
andi læddist hún eftir gang-
inum að herbergi Hildy. Það
var myrkur og hún kom
ekki auga á strákinn en
skynjaði að hann lá í rúminu
og faldi sig undir sænginni.
Hún læddist að rúminu og
stakk hnífnum í dýnuna af
öllum kröftum. Hún heyrði
stunur. Þú er dauður, öskr-
aði hún sigri hrósandi um
leið og hún mundaði hnífinn
aftur. Þú ert dauður!
Hún var uppgefin og lagðist
á hnén og heyrði hálfkvalt
hljóð. Hún flýtti sér á fætur
og kveikti ljósið. Hún horfði
á blóðið lita sængina. Svo
mundi hún eftir hljóðinu og
leit undir rúmið. Þar lá
strákurinn! Hann hafði
narrað hana aftur! Nei,
hrópaði hún og reyndi að
draga hann undan rúminu. I
þetta sinn sleppur þú ekki!
Mamma! hrópaði Christian
og reyndi að komast undan,
en hún náði taki á hand-
leggnum á honum.
Mamma er ekki hér til þess
að hjálpa þér, hrópaði hún
sigri hrósandi og lyfti hnífn-
um. A sama augnabliki opn-
uðust dyrnar.
Mamma! hrópaði Christian
aftur, og Elise leit við.
Francesca stóð í dyrunum.
Elise missti máttinn. Hún
reyndi að hlaupa en jörðin
opnaðist undir fótum henn-
ar og hún féll niður í hyldýp-
ið.
Francesca sat á gólfinu í
ganginum með börnin í
fanginu. Ég vissi að þú kæm-
ir, mamma, sagði Hildy og
þurrkaði burt tárin. Ég vissi
það.
Ég heyrði Julian koma inn í
herbergið, sagði Christian
kjökrandi, og faldi mig und-
ir rúrninu.
Svona, svona, sagði
Francesca. Núna verður allt
gott.
Kaiser stóð við rúmið og
horfði á blóðið leka niður á
gólfið. Hann beit á jaxlinn
og reif sængina. Julian lá í
rúminu og Kaiser þurfti ekki
að snerta hann til þess að
fullvissa sig um að hann væri
að dáinn. Enginn gat lifað af
stungusár eins og þau sem
voru á brjósti hans.
Elise lá á gólfinu og var al-
veg út úr heiminum. Hvers
vegna í ósköpunum hafði
hún drepið Julian? Þann
eina sem henni þótti vænt
um.
Francesca kom inn og horfði
á Elise. Ég veit ekki hvers
vegna þú gerðir þetta, sagði
hún rólega og ég veit ekki
hvort þú heyrir til mín. En
ég og börnin mín þökkum
þér fyrir það sem þú gerðir.
Hvar eru börnin? spurði
Kaiser.
Frammi á gangi. Christian
sendi mig hingað til þess að
ná í fjársjóðskassann hennar
Hildy. Hann mundi allt í
einu eftir því að hún hafði
lofað að gefa honum hann.
Hún gekk að bókahillunni
og tók upp kassann. Hún
missti hann úr höndunum og
innihaldið fór út um allt.
Hún beygði sig niður til þess
að taka það saman.
Við verðum að hringja í lög-
regluna, sagði Kaiser. Ég vil
koma okkur héðan í burtu
eins fljótt og hægt er.
Hann heyrði hana taka and-
köf og leit við. Francesca sat
á gólfinu og hélt á bréfi í
hendinni. Hún starði á það
eins og hún trúði ekki sínum
eigin augum.
Guð minn góður, hvíslaði
hún. Guð minn góður!
Hann var ekki pabbi minn.
Svo byrjuðu tárin að
streyma niður kinnar henn-
ar. Hún gat ekki sagt meira
en rétti honum bréfið.
Julian. Ég skrifa þér þetta
bréf til þess að segja þér að
þú hafðir rétt fyrir þér hvað
varðar eina ásökunina. Ég
var þér ótrú og þú átt ekki
barnið sem ég geng með.
Sem betur fer! Ég mun
aldrei upplýsa hver faðirinn
er og þú skalt ekki einu
sinni reyna að komast að
því. Hann var góður maður
sem huggaði mig í hvert sinn
sem þú hafðir næstum því
gengið að mér dauðri. Ég
mun alltaf verða honum
þakklát. Barnið gaf mér
styrkinn sem ég þarfnaðist
til þess að koma mér í burtu
frá þér.
Þú skalt ekki láta þér detta í
hug að reyna að finna mig.
Ég er búin að breyta um
nafn og er llutt í annað land
og þú getur aldrei fundið
mig. Juliette.
Kaiser tók utan um
Francescu og reisti hana á
fætur. Hún grét og titraði frá
hvirfli til ilja. Hann kyssti
burt tárin og ruggaði henni í
örmum sínum.
Mamma! hrópaði Christian.
Flýttu þér!
Francesca leit á Kaiser.
Hann giftist mér til þess að
eyðileggja líf rnitt, sagði hún
klökk. Þannig hefndi hann
sín á móður minni. Það hef-
ur hlakkað í honum þegar
ég hélt að hann væri faðir
minn.
Hildy stakk höfðinu inn um
dyrnar. Eruð þið ekki að
koma? spurði hún hikandi.
Hún kom auga á bréfið.
Ég fann þetta bréf uppi á
háalofti, sagði hún. Ég vona
að ég hafi mátt taka það.
Francesca leit til hennar og
brosti. Já, það máttir þú svo
sannarlega!
Sögulok.
46 Vikan