Vikan


Vikan - 26.10.1999, Síða 51

Vikan - 26.10.1999, Síða 51
Lesið úr rithandarsynishornum l_ Thelma Guðmundsdóttir Skriftin þín segir að þú sért kona með sjálfsaga. Þú ert löghlýðin og mikið fyrir að hafa röð og reglu á öllum hlut- /7 //eS/7?^ (yíU(/r7///l/75c/<Stt//~~ ekki kæfa sjálfstæða hugsun þína. Þú ert hrein og bein í framkomu og viðskiptum við annað fólk, fremur hæglát og róleg hversdagslega, en heldur þó fast við skoðanir þínar. Þér líður vel úti í náttúrunni og ert dýra- og barnavinur. Skynsemishyggja höfðar til þín, en samt ert þú tilfinninga- næm innst inni. Þetta orsakar nokkra togstreitu sem þú tek- ur kannski ekki eftir sjálf, en lýsir sér í óskilgreindum óþæg- indum. Þegar þú finnur fyrir óþægindunum er gott ráð að gera eitthvað óþarft og heimskulegt sér til hressingar og léttis. Þú ert handlagin og mikill fagurkeri. Þú hugsar rökrétt, en þér hættir svolítið til þunglyndis. Þú berð mikla virðingu fyrir vinnu og vinnur líklega of mikið. Heimili þitt er fallegt og smekklegt, en þú gætir vel hugsað þér að gera það enn þú ættir frekar að láta þinn eigin stíl ráða en að keppa við þær. Lífið hefur oft kraf- ist mikils af þér, en þú hefur líka lært mikið af því. Þú mættir rækta fjöl- skyldubönd betur en þú gerir nú, en vertu um- fram allt ánægð og sátt við sjálfa þig. Gangi þér vel, Steinunn Eyjólfsdóttir Vikan býður lesendum sínum að senda inn rithandarsýnishorn sem Steinunn Eyjólfsdóttir rithandarsér- fræðingur mun lesa úr. Handskrifið beiðni um að lesið verði úr rithöndinni á blað, skrifið nafnið ykkar á annað, ólínustrikað blað og sendið okkur í umslagi. Heimilis- fangið er: Vikan, Seljavegi 2,121 Reykjavík. MERKT: SKRIFT Verðlaunahafi í áskriftarhappdrætti Fróða: Aleið Anna Guðný Friðleifsdóttirstarfsmaður mark- aðsdeildar Fróða afhendir Guðrúnu Jónsdóttur blómvönd og gjafabréf á vikuferð til Kenýa Kenya! Það var Guðrún Jónsdóttir, Blá- skógum 8 Reykjavík, sem var dreg- in út í áskriftarhappdrætti Fróða nú fyrir skömmu. Guðrún, sem er starfsmaður Olís við Héðinsgötu, hlaut glæsileg verðlaun, vikuferð til Kenýa með Samvinnuferðum- Landsýn. Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju og vonum að hún njóti vel.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.