Vikan


Vikan - 26.10.1999, Qupperneq 53

Vikan - 26.10.1999, Qupperneq 53
una í móttökunni og segja henni frá því hversu erfitt var að fá bílastæði í nágrenni við tannlækna- stofuna, C) fíflast við barnið sem bíð- ur þarna líka ásamt móð- ur sinni, d) fletta gömlu tímaritunum á borðinu í biðstofunni. 4. Fyrsta daginn í nýrri vinnu byrjar þú á að... a) raða hlutunum á skrif- borðinu þínu og setja upp myndir og blóm til að allt verði hlýlegra og per- sónulegra, b) heilsa upp á samstarfsfólk og segja þeim hvað þú sagðir við yfirmanninn í viðtalinu sem gerði það að verkum að hann valdi þig umfram hina fjörutíu sem líka sóttu um, C) segja brandara á kaffi- stofunni og hringja í inn- anhússnúmer stúlkunnar í hinum endanum á her- berginu og þykjast vera óánægður kúnni, d) gera þitt besta til að setja þig inn í starfið og læra nöfn samstarfsmannanna. 5. Þér er yfirleitt mest hrósað fyrir... a) hversu smekkleg þú sért, b) fyrir að vera óvenju opin- ská, C) fyrir fyndnina, d) fyrir þitt hlýlega og geislandi bros. 6. Þú ert að máta föt í verslun og gengur út úr klefanum til að sjá þig betur í stóra spegl- inum frammi. Annar viðskiptavinur sér þig og segir þér að þetta klæði þig einstaklega vel. Þú svarar: a) „Þakka þér kærlega fyrir," b) „Já, er það ekki. Maður- inn minn er alltaf að segja mér að ég eigi að klæðast líflegum litum. Vöxturinn sé það góður að ég beri það alveg," C) „Auðvitað er ég flottust. Sjáðu bara hvaða botninn er rennilegur." (Síðan rekur þú rassinn út í loft- ið), d) „En hvað það var elsku- legt af þér að segja þetta." 7. Þegar þú ferð ein út með manninum þínum, klæðist þú... a) einhverju nýju. b) kjólnum sem þú keyptir á Spáni á sínum tíma og auðvitað segir þú þjónin- um allt um það hvernig þú rakst á hann í búðinni og hversu erfitt var að gera afgreiðslustúlkunni skiljanlegt að þú þurftir aðra stærð, C) venjulegum fötum en þú felur gervinef í töskunni þinni og laumast til að setja það upp þegar hann sér ekki til, d) kjólnum sem honum finnst þú falleg í. 8. Á sýningu hjá Skara Skrípó biður hann um aðstoð frá áhorfendum og bendir á þig. Þú... a) brosir kurteislega og seg- ir: Nei takk, b) ferð upp og segir Skara allt um frænku þína sem lenti í svip- uðu í Danmörku og það endaði með ósköpum, C) ferð upp á svið og stelur senunni af Skara með fíflalát- um, d) brosir, ferð upp á svið og tekur þátt í gamninu með því að gera eins og Skari segir þér. 9. Fólk er nýfiutt inn við hliðina á þér. Þú... a) býður þeim góðan dag þegar þú sérð þau og spjallar jafnvel örlítið áður en þú ferð inn til þín, b) bankar upp á og segir þeim frá því að þú hafir alltaf talið að blátt væri einmitt liturinn sem pass- aði fyrir stofuna hjá þeim, 0 segir þeim eitthvað skemmtilegt hvenær sem þú hittir þau og minnir þau á að kíkja nú við ef eitthvað vanti, d) ferð yfir til þeirra með svolítið af sultunni sem þú varst að sjóða niður og býður þeim að heimsækja ykkur sem allra fyrst. 10. Þú ert boðin á dansleik með mannin- um þínum. Þú byrjar að dansa þegar... a) fyrsta rólega lagið er spil- að, b) dansar ekki, því þú ert alltof upptekin við að tala, C) fjörugustu lögin eru og þá hoppar þú um gólfið af hjartans lyst, d) eins oft og þig langar til. Ef þú hefur oftast merkt við: A, ertu giæsikona. Þú ert sjálfsörugg og það eitt nægir til að vekja at- hygli fólks á þér. Þú ert fáguð í framkomu og virðuleg, kannt vel við þig innan um fólk og finnst þú ekki þurfa að vekja at- hygli á þér. Þú ert sjálfri þér næg og þarft svo sem ekki á öðrum að halda. Passaðu þig að vera ekki of stíf og kuldaleg. Það er allt í lagi að sleppa fram af sér beislinu af og til og fólk metur þig betur ef þú sýnir því að þú átt þínar veiku hliðar líka. B, ertu prímadonnB. Þú ert óskaplega upptekin af sjálfri þér og þínu lífi. Reyndu að skilja að öðrum er ekki eins farið og það er allt í lagi að tala um eitthvað annað en þig af og til. Þú getur verið bráðskemmtileg og segir oft mjög vel frá en aðrir þurfa sitt rúm líka. Það er ekki nóg að kunna að tala, að hlusta er ekki síðri list. C, ertu trúður. Þú ert mjög skemmtileg og allir vita hver þú ert tveimur mínútum eft- ir að þú kemur á staðinn. Passaðu þig bara að ganga ekki út í öfgar. Það er hægt að fá of mikið af öllu, jafn- vel fyndni. Sýndu heldur af og til hlýju þína og við- kvæmni og annað fólk mun læra að meta þig af verðleik- um. D, ertu hæglát og hlý mann- eskla. Þú ert ekki mikið fyrir að trana þér fram eða vekja athygli almennt. Þig skortir ekki sjálfstraust enda leyfir þú persónuleika þínum að njóta sín þegar þú kærir þig um. Þú mættir samt alveg vera opnari og duglegri við að láta Ijós þitt skína því það er of skært til að vera sett undir mæliker. Vikan 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.