Vikan


Vikan - 26.10.1999, Page 61

Vikan - 26.10.1999, Page 61
26. okt.: Ted Demme (1964), CaryElwes (1962), Hillary Clinton (1947), Bob Hoskins (1942) 27. okt.: Marla Maples (1963), Ro- berto Benigni (1952), Ivan Reitman (1946), John Cleese (1939) 28. okt.: Joaquin Phoenix (1974), Jeremy Davies (1969), Julia Roberts (1967), Jami Gertz (1965), Lauren Holly (1963), Daphne Zunigha (1963), Bill Gates (1955), Annie Potts (1952), Dennis Franz (1944) 29. okt.: Winona Ryder (1971), Joely Fisher (1968), Rufus Sewell (1967), Richard Dreyfuss (1947) 30. okt.: Kevin Pollak (1958), Harry Hamlin (1951) 31. okt.: Dermot Mulroney (1963), Sally Kirkland (1944), Dan Rather (1931). Richard Dreyfus verður 52 ára hinn 29 október VINAKÆRLEIKUR Joaquin Phoenix var ekki mjög kátur þegar hann frétti að fyrrum kærasta hans, leikkon- an Liv Tyler, hefði fengið bónorð frá breska tónlistarmanninum Royston Langdon, söngvara Spacehog. Joaquin og Royston voru bestu vinir og leikarinn fór oft í tón- leikaferðir með hljómsveitinni. En eitthvað slettist upp á vinskapinn þegar Liv hætti með Joaquin og tók saman við Royston. Kunnugir segja að Joaquin hafi ákaft reynt að vinna hjarta hennar á ný en hún hefur ekki áhuga. Nú ber hún glitrandi hring frá Royston en ætlar þó að flýta sér hægt í hjónaband. Pabbi hennar, rokkarinn Steven Tyler, er svo hrifinn af tilvonandi tengdasyni að hann er að íhuga að syngja lag með strákunum í Spacehog áður en langt um líður. Auðkýfingurinn Bill Gates veit vart aura sinna tal. Hann var eitt sinn gagnrýndur fyrir að vera nískupúki en nú er hann gjafmildari en nokkru sinni fyrr. Randy Jo- nes, sem gefur út "biblíu" milljónamæringanna, tímaritið Worth, segir að Gates gefi nú 17% af nettóeign sinni til góðgerðarmála. Jones skrifaði eitt sinn leiðara í blað sitt um hversu nískur Gates væri en hann segir að það hafi breyst eftir að tölvuris- inn gifti sig og stofnaði fjölskyldu. "Þvílík breyting sem sterk eiginkona getur gert á tveimur árum," segir Jones. "Gates skapar nú fordæmi fyrir alla hina ógeðslega ríku stórlaxana í Bandaríkjunum." Það eru þó ekki allir jafnvissir um að Gates sé svona góðhjartaður. Því hefur verið haldið fram að hann sé bara að gefa til góðgerðarmála til að bæta ímynd sína en fyrirtæki hans, Microsoft, hefur staðið í erfiðum lögfræðimálum undanfarið. EKKERT FYNDINN ítalski spaugarinn Roberto Benigni vann hug og hjörtu margra á óskars- hátíðinni fyrr á árinu þegar hann átti vart engilsaxnesk orð til að lýsa ánægju sinni yfir því að fá litla, gyllta óskarsstyttu fyrir frammistöðu sína í myndinni La vita e bella. Það eru þó ekki allir jafnhrifnir af Benigni og hann virðist fara sérstaklega í taugarnar á Bretum. Tónlistarmaðurinn Elton John sagði í viðtali við David Letterman fyrr á árinu að Benigni væri eins bráðsmitandi og "malaría" og síðan lyfti hann upp kaffibollanum sínum og sagði: "Þetta er fyndnara en Roberto Benigni." Nú hefur breska leikkonan Kristin ScottThomas bæst í hóp þeirra sem hall- mæla Benigni. "Hann er alls ekkert fyndinn. Mig langar stundum að kyrkja hann," sagði ScottThomas í nýlegu viðtali.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.