Vikan


Vikan - 02.11.1999, Page 34

Vikan - 02.11.1999, Page 34
Súrsætur pottréttur Næstu vikur munum við í tilefni af ári drek- ans árið 2000 kynna okkur nokkur hráefni frá Blue Dragon en einkennismerki þeirra er blár dreki. Fyrirtækið sem framleiðir Blue Dragon hefur sérhæft sig í að nota ýmsis hráefni frá Asíulöndum til matargerð- ar, hér á eftir munum við kynna súrsæta sósu (Sweet and sour sauce). Við notuðum einnig soyasósu frá Blue Dragon og reyndist hún mjög vel. Hráefni 500 g svínakjöt 1/4 stk. grœn paprika 1/4 stk. rauð paprika 1/4 stk. gul paprika 1 bolli blaðlaukur 3 msk. matarolía 2 pk. (110 g) Sweet and sour sauce (Blue Dragon). flðferð Skerið kjötið t.d. í jafn stóra bita og full- steikið það á pönnu. Skerið blaðlauk og papriku í mjóar ræmur og steikið á pönnu. Hitið olíu á pönnunni og veltið grænmetinu í henni þar til það verður mjúkt. Búið til súrsætu sósuna frá Blue Dragon skv. leið- beiningum á pakkanum. Blandið grænmeti og kjöti saman ásamt sósu og hitið þangað til sýður. Berið fram með hrísgrjónum. Ef Blue Dragon sósa er ekki við hendina má nota eftirfarandi uppskrift af súrsætri sósu: Súrsæt sósa 5 stk. ananashringir og safi (1 dl) 1/4 stk. grœn paprika 1/4 stk. rauð paprika 1/4 stk. gul paprika 1/2 bolli blaðlaukur ldl. vatn 2 msk. sykur 3-4 msk. sojasósa 2 msk. vínedik 2 msk. tómatsósa Örlítið salt eftir smekk. flðferð Steikið grænmetið eins og lýst er hér að ofan. Hellið ananassafa, vatni, sojasósu og ediki ásamt sykri og tómatsósu í pott og sjóðið. Kryddið sósuna eftir eigin smekk og þykkið hana áður en henni er hellt út á kjöt- ið. í stað þess að þykkja sósuna má strá 2 1/2 msk hveiti yfir kjötið þegar það er steikt, hella sósunni yfir og sjóða í u.þ.b. 8 mínútur. lasagna 14 stk. lasagnablöð fersk eða þurrkuð 800 g kjötsósa 5-6 dl mjólkursósa 150 g Kíötsósa rifinn ostur Hráefni 400 g nautahakk 2 msk. hvítlauksolía eða ólívuolía 2-3 dl niðursoðnir tómatar úr dós 1 tsk. tómatmauk 1 stk. hvítlauksgeiri eða 2 tsk. hvítlaukssmjör 1/2 stk. laukur, meðalstór 1/4 stk. rauð paprika 1/4 stk. græn paprika 100 g ferskir sveppir 1/4 tsk. grófmalaður svartur pipar 1 msk. Annað krydd: fersk steinselja Sjávarsalt og annað krydd eftir smekk flðferð Nautahakk ásamt fínsöxuðum lauk, sveppum og papriku er steikt upp úr olíu og kryddað. Niðursoðnum tómötum og tómatmauki bætt út í. Soðið niður í 10-15 mínútur eða þar til sósan er hæfilega þykk. Smakkið og kryddið eftir smekk og þykk- ið sósu með sósujafnara ef þurfa þykir. 34 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.